Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 10
Sjávarlíftæknisetrið BioPol Taka vikulega sýni til að meta magn örplasts Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd hefur allt frá árinu 2015 fylgst með eðlis- og líffræðilegum þáttum sjávar fyrir utan Skagaströnd yfir vor- og sumarmánuðina. Tekin hafa verið sýni vikulega í því skyni að mæla hitastig og seltu sjávar á mismunandi dýpi og fylgst hefur verið með tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga. Þá hafa einnig verið tekin sérstök sýni til að fylgjast með stærð og magni kræklingalirfa. Sérstakur starfsmaður var þjálfaður í upphafi til þess að fara í gegnum lirfusýnin og hefur sami aðili því sinnt þeim talningum frá upphafi. „Fljótlega fór þessi samviskusami starfsmaður að veita athygli torkenni- legum þráðum í mörgum litum sem sáust undir víðsjánni við lirfutalning- arnar,“ segir Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol. „Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða plastþræði sem ákveðið var að telja ásamt kræklingalirfunum.“ Undanfarið hefur verið mikil um- ræða um plastmengun í hafinu og í ljósi hennar var tekin ákvörðun um að taka þessa talningu alvarlegri tökum að sögn Halldórs. „Í dag eru tekin vikulega sérstök sýni til þess að meta magn örplasts í Húnaflóa. Sýnatakan fer þannig fram að netháfi, sem hefur möskva sem eru 100 míkron (0,1mm) að stærð, er sökkt niður á 20 metra dýpi og síðan dreginn rólega upp á yfirborðið aftur. Við þá aðgerð er áætlað að í gegnum háfinn pressist 1413 lítrar af sjó og allar agnir sem eru stærri en 100 míkron sitji eftir í háfn- um,“ segir Halldór. Innihaldi háfsins er síðan safnað í ílát og það meðhöndlað á rann- sóknastofu BioPol. Þar eru notuð efni sem leysa upp öll lífræn efni og það sem eftir situr er í framhaldinu síað í gegnum síupappír. Á honum koma svo hugsanlegar plastagnir í ljós. Meðfylgjandi mynd er tekin í gegnum víðsjá og á henni má sjá það sem finna mátti í einu sýni sem tekið var í síðustu viku. Karin Zech, lífefnafræðingur sem sinnt hefur þessum rannsóknum frá því í apríl og tók við af Lindu Kristjánsdóttur, sam- viskusama starfsmanninum sem áður er getið, segir í samtali við Fiskifréttir að magnið sé mjög mismunandi, allt frá örfáum þráðum upp í sextíu talsins. Sýnin eru tekin skammt frá landi í nágrenni Skagastrandar og því líklega að þangað berist auðveldlega úrgangur frá bænum en þar eru engar skólp- hreinsistöðvar frekar en á flestum öðrum stöðum á landinu. „Dæmi hver fyrir sig,“ segir Halldór, „en okkur finnast þessar myndir frekar óhugnarlegar og varpa ljósi á að plast- mengun í hafinu er ekki endilega bara vandamál sem snertir aðrar þjóðir og fjarlæg hafsvæði.“ /FE Karin Zech, starfsmaður BioPol, vinnur að talningu örplastþráða. MYND: JAMES KENNEDY Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði Við ætlum að: • Auka íbúalýðræði með opnari stjórnsýslu. • Stuðla að áframhaldandi aðhaldi og aðgætni í rekstri sveitarfélagsins. • Fjölga dagvistunarplássum í Skagafirði með því að: o byggja leikskóla við grunnskólann á Hofsósi og fara í endurbætur á grunnskólanum. o leysa úr leik- og grunnskólamálum í Varmahlíð í samráði við starfsmenn og íbúa. o byggja við yngra stig Ársala á Sauðárkróki. • Hækka hvatapeninga og endurskoða reglur varðandi úthlutun. • Byggja Menningarhús og klára uppbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks. • Störf án staðsetningar – til að efla atvinnutækifæri í dreifbýli og þéttbýli. • Tryggja nægt framboð á lóðum í Skagafirði. Gerum lífið betra! xD Myndin sýnir plastþræði úr einu sýni sem tekið var nýlega í hafinu í nágrenni Skagastrandar. MYND: BIOPOL 10 20/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.