Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 11
www.skagafjordur.is Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við kosningar til sveitarstjórnar sem fram fara laugardaginn 26. maí nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki til kl. 15:00 virka daga fram að kjördegi og kl. 16:00-18:00 á kjördag þ. 26. maí 2018. Opið verður til kl. 19:00 á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki fimmtudagana 17. og 24. maí Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn Skagafjörður Mannbjörg varð er trilla sökk Betur fór en á horfðist sl. laugardagskvöld er stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá Farsæli SK 100, sem farið hafði á hliðina á Skagafirði skammt undan Reykjum á Reykjaströnd. Tveir menn voru um borð í bátnum og var þeim báðum bjargað. TF-GNÁ, þyrla Landhelgis- gæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og björgunar- sveitir. Farþegabáturinn Súlan var einnig sendur á staðinn frá Hofsósi ásamt björgunar- sveitarmönnum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 21:09 en skömmu áður bárust stjórnstöð Land- helgisgæslunnar upplýsingar um að mennirnir væru komnir í flotgalla. Þeim var svo bjargað um borð í björgunarbát heilum á húfi um þremur korterum eftir að neyðarkallið barst og var aðstoð þyrlunnar þá afturkölluð, segir á lhg.is. Svo vel vildi til að báturinn hvarf ekki allur í hafið þar sem stefnið flaut upp úr yfirborðinu og náðu sjómennirnir tveir að hanga utan á því þegar björg- unarsveitarmenn komu að þeim. Mikil mildi þykir að þeim hafði tekist að koma sér í björgunargalla og amaði því ekkert að þeim þrátt fyrir að sjór hafi gengið yfir þá. Í gær, þriðjudag, var veður og sjólag orðið með ágætum og var trillan dregin til hafnar á Sauðárkróki og hífð upp á bryggju. /PF Unnið við að koma Farsæli á þurrt í gær. MYND: PF 20/2018 11 Geirlaugur Schram húsasmíðameistari hafði samband við Dreifarann og var mikið niðri fyrir. Geirlaugur hefur verið lengi í byggingaiðnaðinum og þó hann sé kominn á sjötugsaldurinn gefur hann ekki þumlung eftir, er mættur fyrstur á morgnana. „Fyrstur á staðinn á morgnana og fyrstur heim, segja strákarnir, þetta eru ágætis grey en það þarf að herða í þeim flestum þegar þeir eru að byrja.“ Er eitthvað að gera Geir- laugur? -Nei, það er ekki nokkur andskoti að gera, algjör helvítis ládeiða enda- laust. Ég sé ekki hvernig ég á að geta haldið þessari vitleysu gangandi. Það er ekki á vetur setjandi ef þetta heldur svona áfram. En hversvegna hringdir þú? -Það er útaf þessari fáránlegu auglýsingu þarna í Sjón- horninu um daginn. Ég er nú bara að íhuga að fara í mál út af þessari vitleysu, þetta er bara árás og það um hábjartan djöfulsins dag. Nú hvað er að? -Hvað er að!? Það var þarna auglýst laus íbúð. Ég sá strax að þetta var hús sem ég byggði 1973, orðið jú 40 ára gamalt en mér fannst þetta sérkennilegt svo ekki sé meira sagt. Þannig að ég fór á staðinn og kíkti á þetta og það var eins og ég hélt, helvítis vitleysa auðvitað. Nú? -Já, hún var ekkert laus íbúðin, þarna var allt niðurneglt og pikkfast, varla hægt að opna glugga skal ég segja þér. Af hverju er fólk að auglýsa svona vitleysu, og hvað er að fólki þarna á Sjónhorninu að birta þetta bara athugasemdalaust, ég skil þetta ekki. Það er hreinlega vegið að heiðri manns sem húsasmíða- meistara með svona... já bara kjaftæði. Laus íbúð, alveg fáheyrt! En var ekki íbúðin til sölu eða leigu? -Það veit ég and- skotann ekkert um!!! Var það eitthvað fleira sem þú vildir koma á framfæri? -Nei, ég er búinn að koma þessu til skila held ég í bili þannig að ég bið að heilsa honum pabba þínum, já og mömmu, vertu sæll.... heyrðu heyrðu, jú það er eitt, þú hérna áttar þig á að strákarnir voru að grínast með þetta -fyrstur á staðinn og fyrstur heim-, ég er að sjálfsögðu síðastur heim, læsi á eftir mönnum og svona. Bara svo það sé á hreinu vinur. Blessaður. ( DREIFARI ) feykir@feykir.is Auglýsing um lausa íbúð fer í fínustu taugar Geirlaugs Dreifarar birtast óreglulega á Feykir.is og eru vanalega uppspuni og hugarleik- fimi starfsmanna Feykis. Ef einhver kannast við persónur og leikendur í þessum skáldskap þá er það einstök tilviljun og á alls ekki við rök að styðjast. Þá er beðist velvirðingar á óhefluðum talsmáta smiðsins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.