Feykir


Feykir - 23.05.2018, Síða 14

Feykir - 23.05.2018, Síða 14
X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi B-listi Framsóknarflokks Sveitarfélaginu Skagafirði Framsóknarflokkurinn er rótgróinn flokkur með sterkar rætur í skagfirsku samfélagi. Framsóknar- flokkurinn er búinn að vera í meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2006 og hefur komið að fjölmörgum framfaramálum héraðsins. Mikil endurnýjun hefur orðið á listanum fyrir þessar kosningar og þrír af fjórum efstu eru að koma nýir inn í sveitarstjórnarmál, ungt fólk sem hefur víðtæka reynslu og góðan bakgrunn til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða nýrrar sveitarstjórnar. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Framsóknarflokkurinn hefur beitt sér í atvinnumálum fyrir héraðið á undanförnum árum svo eftir hefur verið tekið út fyrir sveitarfélagsmörk Skagafjarðar. Atvinna er forsenda velferðar og fyrir því munum við berjast áfram. Við þurfum að sækja fram fyrir héraðið og styðja við fyrirtæki í firðinum svo þau geti eflst en frekar sem og að skapa þannig umgjörð að fyrirtæki sjái sé hag í því að setja niður starfsemi sína hér. Við eru með eina bestu skóla á landinu í Skagafirði og þannig þarf það að vera áfram. Gríðarlega metnaðarfullt starf er unnið í grunnskólum héraðsins og hefur Framsóknarflokkurinn staðið vörð um grunnskólana okkar og mun gera áfram. Uppbygging menningarhúss á Sauðárkróki, leik- og grunnskóli ásamt íþróttahúsi á Hofsósi, lagfæringar á Árskóla, varanleg lausn fyrir leikskóla í Varmahlíð ásamt áframhaldandi framkvæmdum við Sundlaug Sauðár- króks verða fyrirferðarmest í fram- kvæmdaráætlunum sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Grunnurinn að þessu öllu er ábyrg fjármálastjórn og stöðugleiki í rekstri sveitarfélagsins. Við höfum náð algerum viðsnúningi í rekstri sveitarsjóðs og það kjörtímabil sem senn er á enda verður best rekna tímabil í 20 ára sögu sveitarfélagsins. Langtímaskuldir eru að lækka sem og skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitar- félagsins en það hefur aldrei verið lægra. Við þurfum að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið undir forystu Framsóknarmanna í sveitarfélaginu Skagafirði. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Við þurfum að leysa úr þeim bráðavanda sem uppi er varðandi vistunarúrræði fyrir ung börn í Skagafirði. Hönnun á leikskóla á Hofsósi er langt komin og ljóst að byggja þarf við yngra stig leikskólans á Sauðárkróki sem og að finna þarf varanlega lausn á húsnæðisvanda leikskólans í Varmahlíð. Vöntun á leiguhúsnæði í Skagafirði er einnig brýnt verkefni sem taka þarf föstum tökum en Skagfirskar leiguíbúðir, félag í eigu sveitarfélagsins, er nú að hefja framkvæmdir við átta íbúðir sem munu koma til móts við þennan vanda. Leikskólagjöld eru of há á forgangs- hópa og þau þarf að lækka þannig að sveitarfélagið sé samkeppnishæft við önnur sveitarfélög. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Við höfum sýnt á undanförnum árum að okkur er treystandi til að fara með stjórn sveitarfélagsins. Á sama tíma og við skilum frábærum rekstri erum við að upplifa einhverjar mestu fram- kvæmdir í sögu sveitarfélagsins. Íbúum er að fjölga og samkvæmt nýrri könnun fyrir samtök sveitarfélaga er ánægja íbúa í Skagafirði með búsetuskilyrði sín mest allra. Það hlýtur að segja að við séum á réttri leið – leið sem við Framsóknarmenn í Skagafirði höfum markað og byggt undir síðustu ár. Við þurfum að halda áfram á þeim vegi og það gerum við með því að setja X við B á kjördag. X18 AUGLÝSING FRÁ L-LISTA Í SKAGAFIRÐI Ragnheiður Halldórsdóttir skipar fjórða sæti ByggðaListans H-eldri borgarar: Mikilvægi góðrar heimaþjónustu Þjóðin er að eldast og hópur eldri borgara fer sífellt stækkandi. Þó hefur hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða ekki fjölgað í takt við það síðustu ár. Töluvert hátt hlutfall eldri borgara er því tilneytt til að búa í eigin húsnæði mun lengur en þeir hafa getu til sökum aldurs eða veikinda. Það má segja að heimaþjónusta fyrir eldri borgara sé nokkurs konar mótsvar sveitarfélaganna við vöntun á hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúð- um en markmið heimaþjónustu fyrir eldri borgara í Sveitarfélaginu Skagafirði ,,… er að efla fólk til sjálfsbjargar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.” (Vefsíða Sveitarfélagsins Skagafjarðar, heima- þjónusta) Í þessu samhengi má einnig nefna Dagdvöl aldraðra sem er í boði 5 daga vikunnar frá kl. 8:45 - 15:30, þar sem unnið er frábært starf en einungis 11 rými eru í boði sem deilast niður á í kringum 20 einstaklinga hvert sinn. Á meðan ekki er hægt að svara eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum, er því afar mikilvægt að efla alla þjónustu við eldri borgara og auka þannig lífsgæði þeirra. Þarna er heimaþjónusta sveitarfélagsins við eldri borgara lykilatriði en til hennar teljast heimilishjálp og heimsending matar. Heimilishjálp felur annars vegar í sér aðstoð við heimilishald, t.a.m. þrif og hins vegar félagslegan stuðning (innlit/stutt viðvera). Þegar afi minn var orðinn einstæðingur og þar að auki háaldraður, fékk hann til sín heimilishjálp sem hafði það hlutverk að aðstoða hann við heimilishaldið og veita félagslegan stuðning. Eitt sinni kom ég til hans daginn áður en von var á heimilishjálpinni, þá var hann að hamast við að þrífa húsið, þegar ég innti hann eftir því af hverju hann leyfði konunni ekki bara að gera þetta á morgun, var hann snöggur að svara; ,,Af því að þá höfum við minni tíma til að spjalla.” Fyrir honum var félagslegi þáttur heimilishjálparinnar því miklu mun mikilvægari og í samtölum mínum við eldra fólk sem þiggur heimilishjálp og aðstandendur þeirra, er þetta svar gegnum gangandi. Ég tel því afar mikilvægt að sveitar- félagið efli félagslega heimaþjónustu fyrir eldri borgara í formi heimsókna og samverustunda og miði þannig að því að auka andlega vellíðan og sporna gegn félagslegri einangrun. Hvað varðar heimsendingu matar ættu allir eldri borgarar að hafa kost á því að fá heimsendan mat, óháð því hvar í sveitarfélaginu þeir eru búsettir. Einnig er mikilvægt að það sé hvetjandi fyrir eldra fólk að stunda einhvers konar hreyfingu svo lengi sem það hefur tök á, og því er það ekki síður mikilvægt þar en hjá börnum og unglingum, að í boði séu fjölbreyttar íþróttaæfingar sniðnar að þörfum hvers og eins. Að lokum væri það vissulega óskastaða að fjölga hjúkr- unarrýmum og/eða þjónustuíbúðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili og vonandi að sú ósk verði að veruleika. Ragnheiður Halldórsdóttir Höfundur hefur starfað við aðhlynningu á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki síðustu átta ár og er mikil áhugamanneskja um velferð eldri borgara, hún skipar jafnframt 4. sæti ByggðaListans fyrir komandi Sveitarstjórnarkosningar. XL BYGGÐALISTINN 14 20/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.