Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 15

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 15
Nokkuð er komið inn á það í fjölmiðlum að á þessu ári séu 100 ár frá því Íslendingar fengu fullveldi. Margt hefur þó áreiðanlega farið öðruvísi en vonir stóðu til í upphafi: Þegar við fengum fullveldi, fjöldinn trúði á gullveldi. En staðreynd er sem alþjóð sér að hér er bara bullveldi! Það er því tæpast hægt að segja að við höfum ávaxtað vel okkar pund í sjálfstæðismálum okkar frá því sem var og kannski síst í seinni tíð: Við áttum hér áður við Dani með öll okkar sjálfstæðismál. En nú er það vitleysu vani að versla með huga og sál! Í sjálfstæðisbaráttunni kom hinn íslenski andi vel fram og menn lærðu þau sannindi að þeir þyrftu ekki að fyrirverða sig fyrir að vera Íslendingar. Baráttan var við yfirþjóðina sem þá var útlend: Þá stóðum við staðfastir saman að starfi við málefni brýn. Og þá var það þjóðlega gaman að þurfa ekki að skammast sín! En flest virðist nú sett á markaðstorg og gildismat er gjörbreytt frá því sem var. Nú þykir mörgum sem hégómamál augnabliksins séu og hljóti að vera gildismest: Menn halda sig hafa um að velja þau hlunnindi er þykja nú glæst. Og mennskuna úr sér vilja selja ef sæmilegt verð bara fæst! Við virðumst stöðugt stefna að því að staðfesta sem ríkast að hér sé tveggja þjóða samfélag, aðskilið af efnalegu hyldýpi, og nú er einna helst að sjá sem yfirþjóð, sem verri er þeirri gömlu og innlend í þokkabót, fari með aðalsvöld í landinu: Enn fær spillt af eiturdaun yfirþjóðin margföld laun. Almenningur ekki baun, íslenskt stjórnarfar er raun! Einn málkunningi minn hefur oft gert málamiðlanir sem dregið hafa að mínu mati úr manndómsgildi hans. Eitt sinn kvað ég því til hans: Oft þú kæri karlinn minn kjarna færum hafnar. Svo að æru andi þinn undir gæru kafnar. Ekki finnst mér hin óhefta markaðshyggja síðari ára hafa gert samfélaginu gott: Rúnar Kristjánsson Að mörgu er hægt að hyggja! Menn í föstum gróðagír, gráðugir sem villidýr, trylltir hrista teninga til að ná í peninga! Þegar ég sá að Björgunarsveitar-alman- akið í ár var ekki með nema 27 daga í febrúar, varð mér að orði: Björgunar er sveitin séð, sitthvað vill hún laga. Í febrúar hún mælir með meiri fækkun daga. Einbúi nokkur nefndi það eitt sinn við mig, að honum væri vel fagnað þegar hann kæmi heim frá störfum, en hann átti hund. Orti ég þá í hans orðastað: Þrátt ég vinafundinn finn færa gleði í sinnu, er ég hitti hundinn minn heima eftir vinnu. Oft hafa vond veður tekið sinn toll og þarf stundum ekki mikið til. Eitt sinn varð mér hugsað til atburðar sem gerðist við Bæjarkletta 1942 og kvað: Heldur var nú svalt á sæ, síst þar unnt að damla, daginn sem að Björn í Bæ bjargaði Jóni gamla. Nýverið las ég ágæta grein um ævi merkrar konu og kvað: Átti í huga sigursjóð, sannar dyggðagnóttir, öllum kunn sem kona góð, Kristín Sölvadóttir. Hún í nærri hundrað ár hlýddi ferli snjöllu, lágvaxin - en heiður hár henni fylgdi í öllu! Ritað 10. maí 2018. Rúnar Kristjánsson 20/2018 15

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.