Feykir


Feykir - 23.05.2018, Side 19

Feykir - 23.05.2018, Side 19
175 g púðursykur 200 g smjör (mjúkt og skorið í litla bita) Fylling: 3 epli 50 g púðursykur 1 msk hveiti kanill eftir smekk lúku af möndluflögum dreift yfir kökuna áður en hún fer í ofninn Aðferð: Stillið ofninn á 180 gráður. Blandið saman sykri og hveiti og blandið síðan smjörbitunum smátt og smátt saman við með höndu- num. Flysjið eplin, kjarnhreinsið, skerið í litla bita og setjið í skál. Blandið púðursykri, hveiti og kanil saman við og hrærið. Setjið epla- fyllinguna í 24 cm ofnfast form og dreifið mylsnunni yfir. Bakið í 45- 50 mínútur. Vanillusósa: ½ vanillustöng 3 dl mjólk 1½ dl rjómi 1 dl sykur ½ msk kartöflumjöl með 1 msk mjólk 1 eggjarauða Aðferð: Skerið vanillustöngina í tvennt og skrapið vanillukornin úr henni. Hitið mjólkina, rjóm- ann, vanilluna og sykurinn varlega á pönnu og hrærið í á meðan. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla á meðan mjólkin er að taka í sig vanillubragðið. Blandið kartöflumjölinu saman við 1 msk af mjólk, bætið út í og hitið blönduna upp að suðu. Takið af hitanum um leið og suðan fer að koma upp. Bætið eggjarauðunni saman við og pískið vel saman þangað til sósan fer að kólna. Berið fram með vanillusósu og ís. Verði ykkur að góðu! Ég skora á Evu Maríu Sveinsdóttur og Björn Magnús Árnason að taka við. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Hlýri Feykir spyr... Hvað borðar þú lambakjöt oft í viku að meðaltali? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Svona ca tvisvar.“ Albert Hansson „Ég borða lambakét að minnsta kosti tvisvar í viku og þá í hakk formi eða söltu.“ Sædís Rós Alfsdóttir „Einu sinni til þrisvar í viku.“ Indriði Ragnar Grétarsson „Ég borða mjög sjaldan lambakjöt, kannski einu sinni í viku að meðaltali.“ Saga Sjöfn Ragnarsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Lýðræði er ekki bara kosningar, það er daglegt líf okkar.. – Tsai Ing-wen Þorgerður Eva Þórhallsdóttir er ráðgjafi hjá Íbúðalánasjóði, sund- þjálfari hjá Tindastóli og svæða og viðbragðsfræðingur hjáverk- um. Hún segist vera fædd og uppalin á Sauðárkróki þar sem hún býr enn, vera einstæð móðir og eiga tvö yndisleg börn, Sigrúnu Þóru sem er á öðru ári í Menntaskólanum á Akureyri og Sindra Snæ ellefu ára „Ég hef alltaf haft gaman af að elda og á erfitt með að fylgja uppskrift en hér koma tvær góðar,“ segir Þorgerður en hún býður upp á fiskibollur með bleikri sósu og íslenskum jurtum og eplaköku með vanillusósu og ís á eftir. AÐALRÉTTUR Fiskibollurnar hennar Halldóru með bleikri sósu og íslenskum jurtum 600 g ýsa eða þorskur 1-2 laukar 2 egg 1 dl hveiti 1 tsk salt og pipar 2 tsk lyftiduft 2 msk kartöflumjöl 2 msk fiskikrydd 1 msk aromat (engin mjólk) Aðferð: Fiskurinn er settur í matvinnsluvélina ásamt eggjum, lauk, kartöflumjöli, hveiti og kryddum. Þetta er maukað saman þangað til er komin falleg áferð á deigið. Bollur eru mótaðar með matskeið og steiktar á pönnu upp úr olíu og smjöri. Þegar kominn er fallegur litur set ég þær í eldfast mót á um það bil 180 gráður inn í ofn á meðan ég bý til heita tómatsósu. Heit tómatsósa: 150 g smjörlíki 2-3 msk púðursykur 3-4 msk tómatsósa 3 dl rjómi Aðferð: Smjörlíki og púðursykur brætt í potti, tómatsósu bætt við og látið krauma smá og rjómanum hellt út í. Borið fram með fiskibollum, hrísgrjónum og íslenskum jurtum; ólafssúrum, hundasúrum, maríustakki. EFTIRRÉTTUR Eplakaka með vanillusósu og ís Mylsnan: 300 g hveiti Sudoku Fiskibollur með bleikri sósu og eplakaka ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Þorgerður Eva á Sauðárkróki Frá vinstri: Þorgerður Eva, Sindri Snær og Sigrún. MYND ÚR EINKASAFNI 20/2018 19 Ótrúlegt – en kannski satt.. Íslendingar fengu fyrst kosningarétt með tilskipun sem Kristján 8. Danakonungur gaf út 8. mars 1843 og var hann bundinn því að menn væru orðnir 25 ára, hefðu óflekkað mannorð og ættu að minnsta kosti 10 hundraða jörð eða múr- eða timburhús í kaupstað sem metið væri á að minnsta kosti 1000 ríkisdali eða hefðu lífstíðarábúð á 20 hundraða jörð. Ótrúlegt, en kannski satt, höfðu karlmenn einir kosningarétt. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég á sjálfur systkini. Sækist eftir kræklingi. Tengdi skaft við hrífuhaus. Hindra að flíkin skrolli laus. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.