Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 20

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 20
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 20 TBL 23. maí 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Fjölgun starfa Fæðingarorlofssjóður á Hvammstanga Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttis- málaráðherra, heimsótti í síðustu viku þjónustu- skrifstofu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga sem annast umsýslu Fæðingarorlofssjóðs. Við það tæki- færi undirrituðu hann og Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar samstarfsyfirlýsingu þar sem kemur fram að tvö stöðugildi munu bætast við skrifstofuna á staðnum. Störfin eru tilkomin vegna verkefna sem sköpuðust m.a. eftir að Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun fóru að vinna að því að uppfæra rafræna umsýslu Fæðingarorlofssjóðs og nýtti til þess fjármuni sem fengust til verkefnisins frá sk. Landshlutanefnd Norðurlands vestra árið 2016. Næsti áfangi í bættri framkvæmd laganna um Fæðingar og foreldraorlof er að uppfæra heimasíðu sjóðsins, gera umsóknarferli rafrænt og auðvelda samskipti þjónustuþega og stofnunarinnar. Þá hyggst ráðuneytið, í kjölfar fyrir- hugaðrar hækkunar fæðingarorlofsgreiðslna og leng- ingar orlofstíma, bæta við öðru stöðugildi til þess að auka eftirlit með greiðslum Fæðingarorlofssjóðs og styrkja starfsemina. /PF Skemmtileg ferð til Danmerkur Skólaferðalag 10. bekkjar Árskóla Þann 14. maí fór 10. bekkur Árskóla í sitt árlega skólaferðalag til Danmerkur. Við lögðum snemma af stað og keyrðum suður til Keflavíkur og þaðan beinustu leið til Danmerkur. Frá flugvellinum keyrðum við í vinaskóla okkar, Højelse skole, og hittum 8. bekk þar og var okkur skipt niður í gistihópa því við gistum á heimilum þeirra. Snemma næsta morgun var lagt af stað í skólann þar sem vel var tekið á móti okkur, við vorum spurð spurninga um Ísland og okkur sýndur skólinn. Síðan var spilaður landsleikur í bandí. Ekki voru allir sam- mála um hvernig leikurinn endaði, sumir sögðu að hann hafi verið jafn 5–5 en aðrir vilja halda því fram að hann hafi endað 5–4 fyrir Íslandi. Fórum við svo í göngutúr í gegnum Åsenskóg og enduðum í bænum Køge sem er vinabær Skagafjarðar. Þar var labbað í gegnum bæinn og skoðað elsta torg í Danmörku, farið í búðir og mannlífið tekið inn. Síðan fóru gistihóparnir sinn í hverja áttina og gerðu eitt- hvað skemmtilegt saman, til dæmis farið í keilu, skellt sér á ströndina og stunduð bogfimi. Að kvöldi sama dags var ball í skólanum og svo haldið heim. Á miðvikudeginum var haldið til höfuðborgarinnar og hún skoðuð í bak og fyrir og Litla hafmeyjan og Amalíuborg stóðu sérstaklega upp úr. Síðan var farið á Strikið og vappað þar um og verslað í nokkra tíma. Eftir það forum við í Tívolí og var það mjög gaman enda margt að gera. Á fimmtudeginum kvöddum við Danverjana og keyrðum svo aftur til Kaupmannahafnar og fórum í dýragarðinn þar og sáum mörg falleg dýr og enn fleiri skrýtin. Eftir það höfðum við fengið nóg af Danmörku svo við keyrðum yfir til Svíþjóðar og stimpluðum okkur inn á farfuglaheimili í Malmö. Var okkur sleppt lausum í búðir þar í smá stund. Síðar um kvöldið fórum við öll í lazer tag og prison escape, og eftir það voru allir útkeyrðir eftir hasarinn svo haldið var heim. Og síðast á föstudeginum var okkur aftur sleppt lausum en nú í lengri tíma, var margt gert eins og til dæmis fóru sumir á skriðdýrasafn eða hjólabáta en samt fóru flestir bara að versla. Síðan var haldið heim á leið og var flogið um 9 leytið og lent um 12. Sváfu flestir á leiðinni heim enda þreyttir eftir langa en skemmtilega ferð. Komum við aftur heim á Krókinn um 6 leytið og voru allir orðnir vel syfjaðir. /EYMUNDUR ÁS ÞÓRARINSSON Höfundur var í starfskynningu hjá Feyki í dag og í gær og fékk það hlutverk að skrifa ferðasöguna. Flottur hópur skagfirskra ungmenna í Danaveldi. MYND: YNGVI J. YNGVASON Frá Yfirkjörstjórn í Sveitarfélaginu Skagafirði Framboðslistar til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018 B Listi Framsóknarflokksins 1. Stefán Vagn Stefánsson 2. Ingibjörg Huld Þórðardóttir 3. Laufey Kristín Skúladóttir 4. Axel Kárason 5. Einar E. Einarsson 6. Sigríður Magnúsdóttir 7. Jóhannes H. Ríkharðsson 8. Atli Már Traustason 9. Eyrún Sævarsdóttir 10. Hólmfríður Sveinsdóttir 11. Björn Ingi Ólafsson 12. Sigurlína Erla Magnúsdóttir 13. Sigurður Bjarni Rafnsson 14. Guðrún Kristín Kristófersdóttir 15. Snorri Snorrason 16. Þórdís Friðbjörnsdóttir 17. Viggó Jónsson 18. Bjarki Tryggvason D Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Gísli Sigurðsson 2. Sigríður Regína Valdimarsdóttir 3. Gunnsteinn Björnsson 4. Elín Árdís Björnsdóttir 5. Haraldur Þór Jóhannesson 6. Ari Jóhann Sigurðsson 7. Guðný Hólmfríður Axelsdóttir 8. Jóel Þór Árnason 9. Steinar Gunnarsson 10. Guðlaugur Skúlason 11. Snæbjört Pálsdóttir 12. Jón Grétar Guðmundsson 13. Steinunn Gunnsteinsdóttir 14. Herdís Fjeldsted Jakobsdóttir 15. Jón Daníel Jónsson 16. Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir 17. Bjarni Haraldsson 18. Sigríður Svavarsdóttir V Listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og óháðra 1. Bjarni Jónsson 2. Álfhildur Leifsdóttir 3. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 4. Valdimar Óskar Sigmarsson 5. Auður Björk Birgisdóttir 6. Inga Katrín D. Magnúsdóttir 7. Úlfar Sveinsson 8. Hildur Þóra Magnúsdóttir 9. Ingvar Daði Jóhannsson 10. Helga Rós Indriðadóttir 11. Sigurjón Þórðarson 12. Jónas Þór Einarsson 13. Björg Baldursdóttir 14. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir 15. Ingibjörg H. Hafstað 16. Steinar Skarphéðinsson 17. Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir 18. Heiðbjört Kristmundsdóttir L Listi Byggðalistans 1. Ólafur Bjarni Haraldsson 2. Jóhanna Ey Harðardóttir 3. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 4. Ragnheiður Halldórsdóttir 5. Högni Elfar Gylfason 6. Anna Lilja Guðmundsdóttir 7. Svana Ósk Rúnarsdóttir 8. Sigurjón Viðar Leifsson 9. Þórunn Eyjólfsdóttir 10. María Einarsdóttir 11. Margrét Eva Ásgeirsdóttir 12. Jón Sigurjónsson 13. Jón Einar Kjartansson 14. Jónína Róbertsdóttir 15. Alex Már Sigurbjörnsson 16. Sigurður Helgi Sigurðsson 17. Guðmundur Björn Eyþórsson 18. Jón Eiríksson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.