Feykir


Feykir - 30.05.2018, Qupperneq 1

Feykir - 30.05.2018, Qupperneq 1
21 TBL 30. maí 2018 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 8-9 BLS. 12 Árni Birgir hætti á sjónum og gerðist vert á Króknum Í land eftir 30 ár á sjó BLS. 11 Guðrún Soffía Pétursdóttir er sjómannskona á Skagaströnd Hefur aldrei talið dagana þar til hann kemur heim Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd Kominn tími til að endurnýja björgunarskipið Eftirlit með farartækjum á sjó, fisk- veiðum, mengun og ýmsu fleira er á meðal þess sem fellur undir lög- gæslu- og eftirlitshlutverk Land- helgisgæslunnar á hafi. Skipverjar á varðskipum fara einnig reglulega um borð í skip og mæla stærð fisks. Varðskipið Þór er flaggskip Land- helgisgæslunnar. Á heimasíðu gæsl- unnar segir að það hafi verið smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talca- huano í Chile og kom það til sinnar heimahafnar vorið 2011. Skipið er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Það nýtist frá- bærlega til löggæslu og eftirlits, leitar- og björgunar, mengunarvarna en auk þess hefur það umtalsverða dráttargetu. Almenn löggæsla á hafinu felst fyrst og fremst í því að hafa eftirlit með farartækjum á sjó, segir á heimasíðu Landhelgisgæslunnar en það er annað hvort gert með varðskipum eða loft- förum og leiðir það af sjálfu sér að fyrst og fremst er verið að fylgjast með því hvort skipin eru haffær og hvort þau hafa nauðsynlegan öryggisbúnað, hvort stjórnendur þeirra hafa tilskilin réttindi, hvort brotið er gegn lögum um fiskveiðar, fiskveiðistjórnun og nytja- stofna sjávar. Einnig er verið að fylgjast með mengun, farartálmum á sjó sem valdið geta sjófarendum tjóni og hvort vitar og önnur siglingamerki eru í lagi. Við þetta bætist ýmislegt annað, t.d. eftirlit samkvæmt tollalögum og lögum um siglingavernd, þ.m.t. hvort farartæki á sjó eru notuð í ólögmætum tilgangi. Samkvæmt lögum um fiskveiði- landhelgi Íslands er Landhelgisgæslunni fengið mikilsvert hlutverk við eftirlit með fiskveiðum. Er þetta verkefni sameiginlega á könnu Fiskistofu, Haf- rannsóknastofnunar og Landhelgis- gæslunnar. Segir þar meðal annars að verði starfsmenn Landhelgisgæslunnar varir við að stundaðar séu skaðlegar veiðar, skuli þeir tilkynna það til Hafrannsóknastofnunar eða þeirra aðila sem stofnunin tilnefnir í því skyni. Eftirlit varðskipsmanna felst í því að mæla stærð fisks um borð í bátum og skipum og reynist meðaltal fisks vera undir leyfilegum viðmiðunarmörkum gerir skipherra vakthafandi fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun viðvart og gerir tillögu um lokun svæðis. Áður en skipherra gerir slíka tillögu á hann að ráðfæra sig við skipstjóra sem eru að veiðum á svæðinu. Í framhaldi af því taka sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar ákvörðun um skyndilokun haf- svæðisins. Eftirlit Landhelgisgæslunnar á hafi úti felst í því að áhafnir varðskipa framkvæma svokallaðar skyndiskoð- anir. Við skyndiskoðun eru skipsskjöl, búnaður, lögskráning, atvinnuréttindi yfirmanna, veiðarfæri og afli skoðaður. Við skoðun notar handhafi löggæslu- valds staðlað form til að merkja við þá þætti sem kannaðir eru og skrá niður ef eitthvað er athugavert og ólöglegt. Að lokinni skoðun er skipstjóra gefinn kostur á að skrá athugasemdir og hann undirritar einnig skýrsluna. /PF Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi smellti flottum myndum af Varðskipinu Þór þegar það var staðsett rétt fyrir utan ósa Blöndu fyrr í sumar. Hafði skipið verið í fiskveiðieftirliti á Húnaflóa. MYND: RDJ Varðskip LHG gegna mikilvægu hlutverki við löggæslu og eftirlit Löggæsla og eftirlit á hafi BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.