Feykir


Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 6
Lífið um borð Hvað gerir bátsmaður? Þau eru margvísleg störfin sem sjómenn þurfa að leysa af hendi á sjónum og fyrir algeran landkrabba, eins og undirritaður er, segir það manni ekkert hvað bátsmaður er eða hvað hann gerir. Var því sendur póstur á einn slíkan í tilefni sjómannadags- helgar, Harald Birgisson sem er í áhöfn Málmeyjar SK-1, og hann spurður út í ýmislegt er tengist sjónum. Hvenær byrjaðir þú að stunda sjóinn? -Árið 1988, þegar Fiskiðjan Skagfirðingur keypti sinn fyrsta togara, Skagfirðing. En áður hafði ég af og til farið á trillum. Svo var sullað á árabátum og smátrillum í fjörunni á Bakka við silunga- og rauðmagaveiðar. Hvað er skemmtilegast við sjómennskuna? - Það er margt sem getur verið skemmtilegt við sjómennskuna t.d. eru allar veiðar skemmtilegar þegar vel veiðist og vel viðrar. Svo hefur maður kynnst mörgum eftirminnilegum til sjós. Hvað er erfiðast við sjó- mennskuna? -Það er fjarlægðin við manns nánustu og sér- staklega þegar eitthvað bjátar á í landi. Þá er maður eðlilega fastur um borð og getur lítið gert. Hvaða stöðu gegnir þú um borð? -Bátsmaður. Geturðu lýst venjulegum degi eða vakt hjá þér um borð? -Bátsmaður er yfirmaður ann- arrar vaktarinnar, nokkurs- konar verkstjóri hásetanna. Hann fer upp í brú og stjórnar spilum þegar híft er. Vaktin eru átta klst. og vaktaskipti á hádegi, kl 20 og svo 04 um nóttina. Þannig gengur það túrinn á enda. Þegar trollið hefur verið híft fer mann- skapurinn í aðgerð þ.e. að gera að aflanum og koma honum niður í lest. Svo þarf auðvitað að viðhalda veiðarfærum þegar tími gefst til. /PF Bárður Eyþórsson og Haraldur Birgisson klárir í slaginn á Málmey. MYND. FB Karlaboltinn Víðir sigraði lið Tindastóls Karlalið Tindastóls lék fjórða leik sinn í 2. deildinni í sumar sl. laugardag við frekar blautar aðstæður. Leikið var á Sauðárkróks- velli sem er nú enn ekki kominn í sína fagurgrænu fegurð heilt yfir. Það var lið Víðis í Garði sem heimsótti Stólana og líkt og í fyrri leikjum sumarsins fóru Stólarnir halloka. Lokatölur 1-3 fyrir Víði. Lið Tindastóls byrjaði fyrsta heimaleik sumarsins með glæsibrag því Stefan Antonio Lamanna gerði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu en forysta Stólanna entist aðeins í um 20 mínútur því á 23. mínútu jafnaði Tonci Radovnikovic metin. Heima- menn urðu síðan fyrir áfalli þegar Andri Gíslason kom Víðismönnum yfir í upp- bótartíma fyrri hálfleiks. Ekki tókst Tindastólsmönn- um að jafna leikinn í síðari hálfleik en Fannar Orri Sævarsson bætti við þriðja marki gestanna á 66. mínútu og þar við sat. Næsti leikur er gegn liði Kára á Akranesi næstkom- andi sunnudag/ÓAB Meirihlutinn hélt í Svf. Skagafirði Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi vestra Nú er rykið farið að setjast eftir spennandi sveitarstjórnar- kosningar og fólk víða farið að spá í spilin með framhaldið. Sumstaðar náðu framboð hreinum meirihluta eins og í Húnaþingi, Blönduósi og Skagaströnd en í Húnavatns- hreppi er ekki búið að mynda meirihluta en samkvæmt heimildum Feykis eru fulltrúar A Lista fólksins og N Listans að ræðast við og semja sín á milli. Í Skagafirði hélt meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðis, þrátt fyrir mikla blóðtöku frá fyrri kosningum en í Akrahreppi og Skagabyggð var óhlutbundin kosning. Í Sveitarfélaginu Skagafirði urðu mikil tíðindi er hið nýja afl, Byggðalistinn, fékk góða kosningu, 20,9% og tvo menn inn og níu atkvæðum færra en Sjálfstæðisflokkur sem einnig fékk tvo menn og 20,9%. Vinstri græn og óháð reynist næst stærsti flokkurinn með 24,3% atkvæða og einnig með tvo menn en Framsóknar- flokkur fékk þriðjung atkvæða, 33,9% og missti tvo menn frá síðustu kosningum. Á Blönduósi voru tveir listar í framboði og varð mjótt á munum þar sem L-listinn fékk 51,20% og fjóra menn en Ós- listinn 48,80% og þrjá menn. Á Skagaströnd fékk Skaga- strandarlistinn afgerandi kosningu, 60,90% og þrjá menn en Við öll 39,10% og tvo menn. Í Húnavatnshreppi buðu þrír listar fram og fékk Listi framtíðar flest atkvæði eða 41,42% og þrjá menn. N-listinn er nýtt framboð og náði fjórðungi atkvæða 25,00% og tvo menn og Nýtt afl fékk 33,58% og tvo menn. Í Húnaþingi vestra voru tveir listar í boði og náði B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna meirihluta með 54,75% atkvæða og fjóra menn en Nýtt afl 45,25% og þrjá menn. Í Skagabyggð var óhlutbundin kosning líkt og í Akrahreppi en þar skipa konur efsta sæti hvors lista. Dagný Rósa Úlfarsdóttir fékk flest atkvæði í Skaga- byggð en með henni sitja Magnús Jóhann Björnsson, Kristján S Kristjánsson, Karen Helga R Steinsdóttir og Magnús Bergmann Guð- mannsson. Hrefna Jóhannesdóttir fékk mestan fjölda atkvæða í Akra- hreppi en með henni eru Eyþór Einarsson, Þorkell Gíslason, Drífa Árnadóttir og Einar Gunnarsson. Útstrikanir Þrátt fyrir stórsókn Bjarna Jónssonar, oddvita Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði, var oftast strikað yfir nafn hans eða 52 sinnum en yfirkjörstjórn hefur yfirfarið kjörseðla þar sem strikað hefur verið yfir nöfn frambjóðenda í Svf. Skagafirði. Yfirstrikanir í heild voru 188 og höfðu ekki áhrif á úrslit kosninga eða röðun á lista. B-listi Framsóknarflokks, 73 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Stefáns Vagns Stefáns- sonar eða 50 sinnum. D-listi Sjálfstæðisflokks, 48 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Gunnsteins Björns- sonar eða 37 sinnum. L-listi Byggðalistans 4 útstrik- anir alls, oftast strikað yfir nafn Jóhönnu Ey Harðardóttur eða 3 sinnum. V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Óháðra, 63 útstrikanir alls, oftast strikað yfir nafn Bjarna Jónssonar eða 52 sinnum. Nánar er hægt að sjá hverjir lentu í ónáðinni hjá kjósendum á Feyki.is. /PF Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Svf. Skagafjörður B og D áfram í meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa ákveðið að endurnýja samstarf sitt í Sveitarstjórn í Sveitarfélaginu Skagafirði en Byggðalistinn hafnaði þátttöku í meirihlutasam- starfi. Eftir niðurstöður sveitar- stjórnarkosninga í Sveitar- félaginu Skagafirði er ljóst að meirihluti Framsóknar- manna og Sjálfstæðismanna heldur þar sem Framsókn fékk þrjá menn kjörna og Sjálfstæðisflokkur tvo. Nú- verandi meirihlutaflokkar hafa tekið ákvörðun um að endurnýja samstarfssamning flokkanna fyrir næstu fjögur ár. Í tilkynningu frá odd- vitum flokkanna, Stefáni Vagni Stefánssyni og Gísla Sigurðssyni segir að unnið verði að gerð nýs málefna- samnings næstu daga sem verður kynntur þegar hann liggur fyrir. Flokkarnir hafa þegar boðið Byggðalistanum, sem fékk tvo menn kjörna í sveitarstjórn, aðkomu að nýjum meirihluta en því tilboði var hafnað. Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar undanfarin átta ár, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa á þeim vettvangi og verður því auglýst eftir nýjum sveitarstjóra. /PF 6 21/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.