Feykir


Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 10
 Heilir og sælir lesendur góðir. Engum sem til þekkja þarf að koma á óvart að sá magnaði hagyrðingur, Ingólfur Ómar, hafi hlotið fyrstu verðlaun fyrir botn sinn í hagyrðingakeppni sem sett var af stað nú fyrir skömmu í tengslum við Sæluviku. Af því tilefni er nú gaman að rifja upp sléttubandavísu eftir Ingólf, sem jafnframt er oddhent. Vakan ljóða eflir óð örar blóðið streymir. Stakan góða magnar móð mælsku óðar geymir. Get ekki stillt mig um að birta hina útgáfu vísunnar ef ske kynni að allir lesendur hefðu ekki áttað sig á hinni merkingunni. Geymir óðar mælsku móð magnar góða stakan. Streymir blóðið örar óð eflir ljóða vakan. Ekki feilar Ingólfi í eftirfarandi hringhendu: Gleði borið getur art greikkað spor til muna. Eykur vorið yndisbjart orku þor og funa. Kannski hefur það verið þegar vorsins fór að gæta sem Pétur Stefáns orti um ferðalag. Ég er heldur heima kær, hangi að mestu inni. Álpaðist þó út í gær með eiginkonu minni. Kannski hefur það verið um svipað leyti sem Davíð Hjálmar fór í sitt ferðalag. Ég skokk´ ekki, skylmist né hjóla né skálma um brekkur og hóla né kasta og stekk en kvöld eitt ég gekk, og komst milli hægindastóla. Það mun hafa verið um sumarmálin sem Páll Imsland orti svo: Vetur er liðinn og veður hlýna, vorið á næsta leiti. Fuglarnir kroppa og fæðu tína fönnin er lögst í bleyti. Höskuldur Jónsson mun hafa ort þessa á svipuðum tíma: Fuglar syngja, fagnar kór fljúga meðal kvista. Sáust bæði sól og snjór sumardaginn fyrsta. Þrátt fyrir að komið væri fram í aðra viku maí varð að loka fyrir umferð tímabundið, bæði á Öxnadals- og Holtavörðuheiði vegna snjóa og hálku. Kannski hefur Ármann Þorgrímsson haft það í huga er hann orti svo: Kári syngur kaldri raust klónum hörðum beitir, Vísnaþáttur 713 færist vorið fram á haust fýkur mjöll um sveitir. Held að Guðmundur Arnfinnsson hafi verið búinn að yrkja þessa lipru hringhendu áður en maíhríðararnar skullu á. Hríðarbylur úti er, inni vil nú kúra, hringa bil, við hlið á þér hlakka til að lúra. Geta lesendur sagt mér hver er höfundur að eftirfarandi vísu? Nú er gamalt farið flest fátt af slíku hirði. Það sem áður þótti best þykir einskins virði. Minnir að næsta vísa sé eftir skáldkonuna Huldu. Oft mig dreymir ást og vor, einskins þá ég sakna, en mig skortir einatt þor aftur til að vakna. Einhverjir muna kannski enn eftir umræðu er varð þegar ónefndur alþingismaður fór að láta mynda sig í alþingishúsinu í auglýsingaskyni. Um svipað leyti varð mikið fjaðrafok út af bíl sem stóð mannlaus og yfirgefinn í Esjuhlíðum. Að þessum tíð- indum spurðum orti Eyþór Árnason, frá Uppsölum í Skagafirði, svo: Kveikir elda kjóll á þingi kólnar loft þó fuglar syngi. Magalentur í mýrarflesju er mæddur jeppi uppi í Esju. Um sama leyti mun eftirfarandi vísa hafa komist á kreik, eignuð Hjálmari Freysteinssyni: Nú vermir landið sumarsól og „signir fríðan dal og hól“ ríkir kæti um byggð og ból Björt fer þá í nýjan kjól. Þegar þau tíðindi spurðust að prinsinn Hinrik vildi alls ekki láta jarða sig við hliðina á drottningunni, orti læknirinn svo: Hinrik og Margrét hvort öðru trú höllina saman gistu. Nú skilst mér að þessi skötuhjú séu skilin að gröf og kistu. Gott að lokum að leita til séra Tryggva Kvarans með lokavísuna, sem hann mun hafa ort um ógiftan samferðamann. Gulls hjá niftum ungum er Ari sviptur vonum. Hefur skipti og hallar sér helst að giftum konum. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Bjössi stundar ekki íþróttir – bara golf Starfskynning 10. bekkjar Árskóla Hann Eymundur Ás Þórarinsson var í starfskynningu hjá okkur á Feyki dagana 21. – 22. maí. Fékk hann að kynnast fjölbreyttu starfi blaðamannsins og hvernig Feykir verður til. Fékk Eymundur m.a. það verkefni að skrifa ferðasögu 10. bekkjar Árskólatil Danmerkur sem birtist í síðasta blaði og svo átti hann að taka stutt viðtal við Björn Sigurðsson, eða Bjössa, sem liðsinnir Eymundi dags daglega í skólanum sem og í starfskynningunni. Hvað heitir þú? -Björn Sig- urðsson. Hvaðan ertu ættaður? -Frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, fríríki Skagafjarðar. Við hvað vinnur þú? -Stuðn- ingsfulltrúi í Árskóla. Hefur þú farið til útlanda. Ef svo er, hvert? -Alloft, u.þ.b. 20 sinnum. Of langt mál að telja það upp. Hvert er skemmtilegast að fara? Innan og utanlands? -Heim í Blönduhlíðina. Hvert er skrítnast að fara. Innan og utanlands? -Heim aftur. Ertu búinn að ákveða hvern þú ætlar að kjósa? -Nei, ég er með valkvíða. Ertu áskrifandi að Feyki? -Nei, fjármálafulltrúinn á heimilinu sér um svoleiðis. Stundar þú einhverja íþrótt? -Nei, bara golf. Horfir þú mikið á íþróttir? Ef svo, hvaða? -Já, mjög mikið. Næstum allt, alveg langflest. Hvernig bíl keyrir þú? -Runo. Trúir þú á geimverur? -Nei. Hefur þú séð draug/eitthvað óútskýrt eða dularfullt komið fyrir þig? -Já, mér finnst stundum einhver fylgjast með mér. Eitthvað að lokum? -Það fer vonandi að koma sumar. Félagarnir Eymundur og Bjössi kampakátir. MYND: PF 10 21/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.