Feykir


Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 12
Kominn tími til að endurnýja björgunarskipið Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd Meirihluti björgunarsveita landsins sinnir sjóbjörgun með einum eða öðrum hætti og segir á heimasíðu Landsbjargar að u.þ.b. 2.200 manns hafi verið bjargað úr strönduðum skipum hér við land með svokölluðum fluglínutækjum. Langflestar sveitir við ströndina hafa slíkan búnað og æfa reglulega meðferð hans. Búnaðurinn samanstendur af skotflaug sem dregur á eftir sér línu út í hið strandaða skip, tildráttartaug, líflínu, björgunarstól og þrífæti. Björgunarbátum sveitanna má skipta í þrjá meginflokka og eru eftirfarandi upplýsingar sóttar á landsbjorg.is: Slöngubátar en um það bil 95 slíkir eru í eigu björgunar- sveitanna. Þetta eru uppblásnir bátar, flestir tæplega 5 metra langir með 30-40 hestafla utan- borðsvélum, en ganghraði þeirra er um 20-30 sjómílur á klukkustund og í áhöfn eru yfirleitt 2-3 menn. Harðbotna slöngubátar en þeir eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í 9 metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum. Björgunarskip eru fjórtán talsins og eru þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur þeirra, samvinnu- verkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbáta- sjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá 4 og upp í 8 menn. Á Skagaströnd eru staðsettir þrír bátar sem falla í fyrrgreinda flokka og þjóna þeir Húna- flóasvæðinu. Feykir sendi Reyni Lýðssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd, línu og forvitn- aðist lítillega um hann og björgunarsveitina. Reynir, sem stjórnar fiskmarkaðinum á Skagaströnd dags daglega, hefur verið formaður Strandar sl. tólf ár en þar áður nokkur ár sem varaformaður. Sækja námskeið á vegum Björgunarskólans Hvaða búnað hafið þið til sjóbjörgunar og hvernig gengur að manna bátana? -Við erum með Húnabjörgu, Aðalbjörgu og svo tuðru. Húnabjörgin er stórt björg- unarskip af gerðinni Aron sem gengur 16 sjómílur, Aðalbjörg- in er undanfari af gerðinni Atlantic 75 og gengur 31 sjómílu. Hvernig er mannskapurinn þjálfaður? -Við sækjum nám- skeið á vegum Björgunarskól- ans en einnig höfum við æft með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Svo eru flest allir áhafnarmeðlimir sjómenn með tilheyrandi reynslu og þjálfun. Hvernig gengur að reka sjó- björgunarskipið Húnabjörg? -Það gengur, þökk sé ríkis- styrkjum til björgunarskipa á Íslandi. Er eitthvað sem vantar upp á búnað sveitarinnar að þínu mati til sjóbjörgunar? -Það er kominn tími til þess að endur- nýja björgunarskipið okkar sem er 31 árs. Hver er aðaltekjulind Björg- unarsveitarinnar? -Flugelda- sala, sjómannadagurinn og ýmis gæslustörf. Hvernig kemur Björgunar- sveitin að hátíðarhöldum á sjómannadaginn? -Hingað til höfum við séð alfarið um sjómannadaginn en í ár eru breytingar á þar sem tóm- stunda og menningarmála- nefnd sveitarfélagsins vinnur með okkur að deginum. Í ár ætlum við að prufa að hafa helgina alla undir og köllum við hátíðina Hetjur hafsins. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Já, mig langar að koma á framfæri þakklæti til allra, fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin styrkt okkur með ýmsum framlögum, án ykkar værum við ekki svona öflug í dag. VIÐTAL Páll Friðriksson Reynir Lýðsson við Húnabjörg, björgunarskip Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd. AÐSEND MYND 12 21/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.