Feykir


Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 16

Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 16
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 21 TBL 30. maí 2018 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 87 nemar brautskráðust Skólaslit FNV Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 25. maí, að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 87 nemendur frá skólanum að þessu sinni en í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.577 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Á vef FNV segir að í ræðu sinni greindi skólameistari m.a. frá fjölbreyttu námsframboði skólans í þágu atvinnulífs á svæðinu og þakkaði fyrirtækjum, stofn- unum og sveitarfélögum fyrir afar ánægjulegt samstarf í þeim efnum. Þá greindi hún frá viðurkenningu SFR þar sem skólinn er í hópi fimm fyrirmyndarstofnana árið 2018. Hún greindi frá könnun sem sýnir að skólinn kemur afar vel út þegar kemur að námsgengi fyrrum nemenda skólans í námi við Háskóla Íslands auk þess að greina frá könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins sem sýnir að skólinn skilar nemendum mjög vel undirbúnum til háskólanáms. Þennan árangur þakkaði hún m.a. góðum starfsanda hjá frábæru starfsliði skólans og dyggum stuðningi sveitarfélaga og atvinnulífs. /ÓAB Nánar á Feykir.is www.skagafjordur.is Kæru brautskráningarnemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Sveitarfélagið Skagafjörður sendir ykkur hamingju- og heillaóskir í tilefni áfangans Við þökkum samfylgdina á liðnum árum og hlökkum til að eiga samleið með ykkur sem flestum í framtíðinni AÐSENT : Gunnar Rögnvaldsson skrifar Verðandi sveitarstjórnarfólk Nú er ljóst að allnokkrar mannabreytingar verða í komandi sveitarstjórn Skagafjarðar. Allir þeir sem þar gefa kost á sér eiga þakkir skyldar fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og sýna þann áhuga og vilja sem þarf til að stjórna okkar ágæta samfélagi. Kröfur íbúa eru mismunandi eftir aldri og búsetu og rísa þar hæst samkvæmt venju atvinnu- og skólamál. En miklu fleira skapar gott samfélag og þar eru fjölbreytileiki þess, félagsvitund og metnaður fyrir heimabyggðinni mikilvægir þættir. Á vakt komandi sveitastjórnar hljóta byggðirnar út með Skagafirði beggja vegna að verða umræðuefni hennar. Hvað er hægt að gera til að hægja á þessari hnignun hefur oftlega verið spurt? Tíminn er skammur. Vissulega veit ég að ekki eru til neinar skyndilausnir, en sveitarstjórnin á að beita sér fyrir þeim úrræðum sem mögulega geta hvatt fólk til búsetu á slíkum stöðum. Það hefur sýnt sig að tvær til þrjár ungar fjölskyldur sem flytja á réttu staðina geta snúið þróuninni algerlega við. Því er kominn tími á að skattaíviln- anir verði að veruleika. Slík inn- grip létta undir þar sem vega- lengdir eru miklar og fólk er jafnvel knúið til að sækja vinnu langar leiðir að heiman. Og hvað með opinberu störfin? Með til- komu ljósleiðara- væðingar, eru þá nokkur vandkvæði á að hýsa einhver þeirra t.d. í Fljótum, nú þegar leggja á skólann niður? Húsnæði og starfsfólk á svæðinu. Talandi um opinber störf. Hversu vel skila þau sér í raun inn í sveitarfélagið? Gaman væri að fá tölur yfir þá opinberu starfs-menn sem vissulega vinna í Skagafirði a.m.k að hluta, en búa annars staðar og greiða þar með gjöld sín til annarra sveitarfélaga og taka um leið væntanlega lítinn þátt í daglegu lífi þess. Erfitt er að skikka fólk til búsetu, en þar sem margir sækja um störf á þessum vettvangi á þetta að vera einn þeirra þátta sem taka á tillit til. Svo er það vitundin. Nýleg könnun benti til mikillar lífshamingju okkar Skagfirðinga. Það er vel og við eigum líka að rækta hana, halda á lofti og minna gesti okkar á hvar þeir eru staddir. Ég veit ekki hversu oft ég hef nefnt við þar til bæra aðila að það vantar skilti á sýslumerki Húnavatns og Skagafjarðar- sýslu úti á Skaga og gott ef ekki líka úti í Fljótum. Það eru nefni- lega fleiri leiðir inn og út úr sýslunni en Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Á ferðum mínum um landið rekst ég stundum á tilvitnanir í rithöfunda og skáld í gluggum bygginga, sýnilegar ferðafólki. Hvar eru tilvitnanir í Hannes Pétursson, Guðrúnu frá Lundi, Sigga Hansen í gluggum Skagafjarðar? Einfalt og ódýrt og þar getur Sveitarfélagið farið fyrir og skreytt sínar byggingar leiftr- andi tilsvörum og kveðskap. Sjálfsagt er verið að vinna að fjölmörgum göfugum málefnum sem við meðaljónarnir vitum ekki af og eiga eftir að koma okkur til góða eins og ljósleiðara og hitaveituvæðingin eru sannar- lega. Enn eru þó svæði sem seint eða aldrei munu fá hitaveitu frá samveitu, þeim verður einnig að sinna og bæta úr því sem brýnast er áður en það er um seinan. Gangi ykkur vel sem til forystu veljist og munið að Skagafjörður er víðfeðmur framan úr dölum og út til annesja. Gunnar Rögnvaldsson Hluti brautskráningarnema FNV vorið 2018. MYND: PIB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.