Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 1
22 TBL 6. júní 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 8 Séra Sigríður Gunnarsdóttir á Sauðárkróki stýrir gamla góða áskorendapennanum Að meta árangur BLS. 11 Rætt við Ágúst Guðmundsson um hernám Breta Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum Karl og Valgerður á Mýrum 3 í Hrútafirði eru matgæðingar vikunnar Nautasteik og eplaeftirréttur BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Það er óhætt að segja að sumarið hafi stungið niður nefinu á Norður- og Austurlandi fyrir helgi enda sólin farin að skína skært með auknum hita. Lognið hefur farið mishratt yfir á Norðurland vestra og himininn að mestu léttskýjaður. Sláttur er hafinn í Eyjafirði og heyrst hefur að Skagfirðingar séu búnir að dengja ljáinn. Það var alla vega afbragðs skyggni sl. fimmtudag af Gránumóum á Sauðárkróki, svo gott að vel sást til Hofsjökuls í suðri eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hofsjökull er þriðji stærsti jökull landsins, 1760m hár og 925 km² hveljökull á mið- hálendinu miðju, kenndur við Hof í Vesturdal í Skagafirði. Á nat.is segir að fyrrum hafi hann verið nefndur eftir Arnarfelli hinu mikla og hét þá Arnarfellsjökull. Samkvæmt mæling- um, sem Helgi Björnsson gerði á jöklinum, hvílir hann á stóru eldfjalli með geysistórri og djúpri, ísfylltri öskju. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 3-8 m/s. Skýjað um landið vestanvert, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í austanlands. Á föstudag: Sunnan og suðvestan 3-8 og dálítil súld eða þokuloft, en bjart norðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið. Á laugardag: Sunnan 5-10 og dálítil rigning eða súld, hiti 8 til 13 stig. Skýjað með köflum norðaustantil á landinu og hiti að 20 stigum. Á sunnudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning um tíma í flestum landshlutum, en úrkomulítið á landinu síðdegis. Hiti frá 7 stigum með vesturströndinni, upp í 16 stig á Austfjörðum. Á mánudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Víða skýjað á landinu og lítilsháttar úrkoma á víð og dreif. Hiti 7 til 12 stig. Bjartviðri á Suðausturlandi og hiti að 16 stigum. /PF Sumarið er komið Styttist í slátt í Skagafirði Það hefur verið fallegt um að litast í Skagafirði undanfarið og skyggni með ágætum. Á myndinni má sjá glitta í Hofsjökul á tveimur stöðum fyrir miðri mynd. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.