Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 3
Útskrift frá LbhÍ Sjö nemendur af Norðurlandi vestra útskrifast Síðastliðinn föstudag, 1. júní, voru nemendur útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Meðal þeirra var myndarlegur hópur ungs fólks af Norðurlandi vestra. Sex þeirra útskrifuðust úr bændadeild og einn með BS í búvísindum. Athöfnin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi galvaski hópur á án nokkurs vafa eftir að skjóta enn styrkari stoðum undir landbúnað í landshlutanum á komandi árum. Útskriftarnemanrir eru: Unnur Jóhannsdóttir í Laxárdal í Hrútafirði sem útskrifaðist með BS í búvísindum. Búfræð- ingarnir eru: Jóhannes Geir Gunnarsson á Efri-Fitjum í 100 ára kaffibolli Geymdur í lokuðum skáp Feykir fékk góða heimsókn á dögunum þegar Ingólfur Sveinsson drap á dyr ritstjórnarskrifstofu Feykis. Hafði hann meðferðis merkilegan grip, forláta kaffibolla, sem framleiddur var fyrir einni öld eftir fyrri heimstyrjöld en henni lauk með vopnahléi á vesturvígstöðvunum sem gekk í gildi kl. 11 fyrir hádegi þann 11. nóvember 1918, skv. Vísindavefnum. „Bollinn er frá 1918, framleiddur í tilefni af friðarsamningum eftir fyrri heimstyrjöldina. Sennilega kemur þetta í uppboðsdóti til föður míns um eða fyrir miðja síðustu öld,“ segir Ingólfur um uppruna bollans. „Ég var kominn yfir fermingu þegar ég sá þetta fyrst. Svo var mér gefinn þessi bolli og ég hef geymt hann inni í lokuðum skáp síðan. Ég geri ekki ráð fyrir því að mjög margir bollar séu til hér,“ segir hann en eins og við mátti búast segist Ingólfur ekki nota bollann dags daglega. Ingólfur segir að myndin sem skreyti bollann sé friðartákn, hermenn með fána, og kristmynd fyrir miðju og á honum stendur Peace 1918. „Það eru engir stimplar, hvorki á bollanum né undir- skálinni þannig að ég veit ekki hvar þetta er framleitt,“ segir Ing- ólfur. /PF Ingólfur Sveinsson með bollann góða sem framleiddur var fyrir hartnær einni öld. Viltu vera sjálfboðaliði? Á Landsmótinu á Sauðárkróki dagana 12.–15. júlí þurfum við fjölmarga sjálfboðaliða til að vinna við ýmis verkefni. Sjálfboðaliða vantar við íþróttakeppni, í afþreyingu, upplýsingamiðstöð og til að taka á móti gestum. Á mót UMFÍ koma mörg hundruð sjálfboðaliðar frá öllu landinu á hverju ári og gera gott mót enn betra. Þú getur valið úr mörgum verkefnum og hvenær þú vilt vinna þau með hópi af góðu fólki. Hægt er að bjóða krafta sína í nokkra klukkutíma eða bara eins og þú vilt hafa það. Við hvetjum þig eindregið til að skrá þig sem sjálfboðaliða og styrkja með vinnu þinni íþróttahreyfinguna í Skagafirði. Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði sendu þá netpóst á margret@umfi.is Það er frábært að vera sjálfboðaliði Við hlökkum til að fá þig í lið með okkur! www.landsmotid.is Fitjárdal, Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson á Sólbakka í Víðidal, Ágúst Gestur Guðbjargarson Eyjakoti í Skagabyggð, Friðrik Andri Atlason, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, Margrét Árna- dóttir á Hofsósi, og systurnar Lilja Dóra Bjarnadóttir og Stella Dröfn Bjarnadótttir frá Mann- skaðahóli á Höfðaströnd. /FE Búfræðingarnir talið frá vinstri: Jóhannes Geir, Stella Dröfn, Friðrik Andri, Lilja Dóra, Ágúst Gestur, Margrét, Ólöf Rún og Hartmann Bragi. MYND: PF Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Sturla Þórðarson tannlæknir lést að morgni 31. maí. Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 8. júní kl. 11. Unnur G Kristjánsdóttir, Snorri Sturluson, Guðrún Birna Finnsdóttir, Auður Sturludóttir, Benjamin Bohn, María Birna Arnardóttir, Arnar H Jónsson, Guðmunda Sirrý Arnardóttir og barnabörn Listilega skreyttur bollinn sem minnir á að fyrri heimstyrjöldinni var lokið. MYNDIR: PF 22/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.