Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 4
Hreinsunarátak BioPol og nemenda Höfðaskóla Mikið um ónýt dekk og plastrusl í fjörunum Í síðustu viku sameinuðu nemendur 6.-10. bekkjar í Höfðaskóla og starfsfólk BioPol á Skagaströnd krafta sína og efndu til hreinsunar- átaks í fjörunum í nágrenni Skagastrandar. Átakið var unnið að frumkvæði BioPol og hafði Feykir samband við Karin Zech , starfsmann BioPol sem var hvatamaður að því ásamt Þórhildi Maríu Jónsdóttur. Karin segir að hreinsunarátak á Skagaströnd hafi í raun staðið frá árinu 2014 þegar BioPol og sveitarfélagið settu upp skilti á tveimur stöðum í þorpinu þar sem fólk var hvatt til að tína upp rusl á göngutúrum sínum. Það hafi svo verið í vor, í framhaldi af átaki Landverndar, Hreinsum Ísland, sem þær Þórhildur hafi fengið þá hugmynd að fá skólann í lið með þeim og strax fengið góðar undirtektir. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fylgdu tveir kennarar og einn starfsmaður BioPol hverjum þeirra. 6. og 7. bekkur gengu fjörur frá Finnsstaðanesi að Salthúsinu. Á því svæði safnaðist rusl í sjö ruslapoka og nokkuð var um ónýt dekk ásamt netadræsum, plasti og járnarusli. Heildarþungi þess var 220 kíló. 8. og 9. bekkur fengu svæðið frá Vindhælisstapa að Skagaströnd. Þar voru dekk mest áberandi og var þeim safnað í haug og sótt síðar en til þess þurfti tvær ferðir á vörubíl. 10. bekkur fór alla leið út í Kálfshamarsvík og hreinsaði hana og víkina utan við. Þar söfnuðust um 90 kíló af rusli og var plastefni ýmiss konar áberandi. Karin vonast til þess að leikurinn verði endurtekinn að ári, þá vonandi fyrr eða í tengslum við norræna strand- hreinsidaginn. Þá gæti gefist ráðrúm til þess að ræða verkefnið betur við börnin eftir á sem ekki náðist núna þar sem aðeins einn dagur var eftir af skólaárinu. /FE Prjónagleði á Blönduósi Forsetafrúin veitir verðlaun fyrir fullveldispeysuna Prjónagleði á Blönduósi verður haldin í þriðja sinn um næstu helgi, dagana 8.–10. júní. Hátíðin er haldin af Textílsetri Íslands og samstarfsaðilum og sækir fyrir- mynd sína til árlegrar prjónahátíðar í Fanö í Danmörku. Á Prjónagleði kemur áhugafólk um prjónaskap saman og deilir þekkingu og reynslu hvert með öðru og er hátíðin opin öllu prjónafólki, hvort sem það hefur mikla eða litla reynslu, eða jafnvel alls enga. Prjónað í hring – Prjónagjörningu á Prjónagleði 2017. MYNDIR: PRJÓNAGLEÐI Innsendar peysur verða til sýnis á hátíðinni ásamt prjóna- verkum grunnskólanemanna. Frú Eliza Reid forsetafrú mun afhenda verðlaun á hátíðar- kvöldverði Prjónagleðinnar og Einar Kr. Guðfinnsson, for- maður afmælisnefndarinnar, mun flytja ávarp. Einnig tóku allir skólar í Austur-Húna- vatnssýslu þátt í verkefninu og prjónuðu stykki í fánalitunum og verða stykkin sett saman í teppi sem verður til sýnis á Prjónagleðinni. Í framhaldinu verður prjónlesið frá skólunum, ásamt öðru sem prjónað hefur verið af prjónagröffurum á Blönduósi, hengt upp í Leifs- stöð. Er prjón hamingjuaukandi? Á hátíðinni verða ýmis for- vitnileg námskeið í boði og er námskeiðsgjald fyrir flest þeirra 12.000 krónur. Þar kennir margra grasa, t.d. verður kennt að prjóna tvöfalt kaðla- prjón, mósaíkmunstur og dómínóprjón svo eitthvað sé nefnt. Tveir fyrirlestrar verða í boði auk fyrirlesturs sem fluttur verður á opnunarhátíð Prjónagleðinnar sem haldin verður í bíósal Félagsheimilisins klukkan 17:15, föstudaginn 8. júní. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnumála- og nýsköpunarráðherra, setur hátíðina og Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar, heldur fyrirlestur er nefnist Er prjón hamingjuaukandi? Einnig verður sagt frá upp- runa þjóðbúninga og munu allir sem mæta í þjóð- búningum fá frítt á opnunar- hátíðina. Í tilefni af verkefninu 100 ára fullveldi Íslands verður aðgangur ókeypis inn á hátíðar- svæðið og markaðstorgið. Eftirfarandi opnun verður á markaðstorginu; föstudag kl. 16:00-18:00, laugardag kl. 10:00-18:00 og sunnudag kl. 10:00-16:00. Kaffihúsið verður opið alla daga á sama tíma og markaðstorgið. Örfá pláss eru laus á alla við- burðina svo það er um að gera að kynna sér hvað í boði er á heimasíðu hátíðarinnar, www. prjonagledi.is og á Facebook- síðunni Prjónagleði 2018 Knitting Festival Icelandic Textile Center. /FE Að þessu sinni verður boðið upp á mörg mismunandi prjónatengd námskeið og verða þau haldin í Kvennaskólanum á Blönduósi. Einnig verða á hátíðinni haldnir fyrirlestrar um efni er viðkemur prjóna- skap. Þeir verða í bíósalnum í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður einnig markaðstorg þar sem úrval prjónatengdrar vöru verður á boðstólum, svo og kaffihús. Einnig má nefna ýmsa skemmtun, sýningar, setningu hátíðar og hátíðarkvöldverð. Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands voru valin 100 verkefni sem eru á dagskrá árið 2018 og er Prjónagleði 2018 eitt þeirra. Haldin var prjóna- samkeppni þar sem hanna skyldi peysu með 100 ára afmæli fullveldisins sem þema. Áhugasamir nemendur á námskeiði hjá Helgu Jónu sem kennir fjögur námskeið á Prjónagleði í ár. Erlendir gestir að kanna aðstæður á Prjónagleði 2017. 10. bekkur og umsjónarmenn í Kálfshamarsvík. MYND: JAMES KENNEDY Mikið fannst af ónýtum dekkjum. MYND: VALTÝR SIGURÐSSON 4 22/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.