Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 8
Einu sinni fyrir nokkuð löngu hitti ég Jón Hjörleifsson, vin minn út í búð. Við tókum tal saman um daginn og veginn. Hann spurði mig alvarlegur í bragði: „Hefur þér tekist að kristna einhverja í dag?“ Eftir stutta umhugsun varð ég að viðurkenna að líklega hefði ég engan kristnað þann daginn. Þetta fannst okkur báðum fyndið, hlógum að slælegri frammistöðu og kvöddumst svo. Ég og Nonni erum gamlir sveitungar. Við eigum sama afmælisdag og framan af hélt ég því víst fram að við værum jafn gömul. Þann misskilninginn tókst að leiðrétta. Oft hef ég leitt hugann að þessari spurningu þó henni væri varpað fram í hálfkæringi. Í rauninni er það einmitt þetta sem ætlast er til af prestum að þeir leiði fólk til trúar eða kristni fólk. Rétt eins og smiður smíðar hús, bílstjóri ekur bíl, kennari kennir og svo framvegis. En hvernig get ég vitað hvort að mér tekst að kristna einhverja og hvenær kristna ég nógu marga? Í vetur hef ég verið frá störfum eins og margir Króksarar hafa tekið eftir. Ég ákvað að venda mínu kvæði í kross, sótti um námsleyfi og las stjórnunarfræði við Háskólann á Bifröst. Stjórnunarnám er mjög í tísku enda bendir margt til að framgangur fyrirtækja standi og falli með hæfni og getu stjórnenda. Stjórnun er kennd í viðskiptafræðideild og þar var margt framandi fyrir guðfræðinginn. Í mjög einfölduðu máli miðar námið að því að kenna fólki að setja markmiðið í rekstri fyrirtækja og stofnana og hafa sýn til framtíðar, það sé lykill að árangri. Mikilvægt er að mæla árangurinn reglulega og þegar einu markmiði er náð (eða ekki), að setja sér annað. Í námsleyfinu hef ég kynnst nýjum hugmyndum og mögnuðu fólki úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Það var hressandi að skipta um viðfangsefni um stund, víkka sjóndeildarhringinn og ÁSKORENDAPENNINN Sigríður Gunnarsdóttir Sauðárkróki Að meta árangur UMSJÓN palli@feykir.is takast á við ný verkefni. En best finnst mér samt að ég hlakka til að koma aftur til vinnu og þjóna í kirkjunni. Ef ég reyni að nýta mér námið í starfi er rökrétt að ég setji mér markmið, t.d eins og að kristna einhverjar sálir, helst á hverjum degi. Vandast málið þegar kemur að því að finna hvaða aðferð er heppilegust til að mæla árangurinn. - - - - - Ég skora á æskuvinkonu mína Hrefnu Jóhannesdóttur á Silfrastöðum, skógarbónda og hreppsnefndarkonu að taka við pennanum. hann. Síðan hélt hún til norðurs og í átt að Málmey en þar hættu flugmenn við að skjóta á vitann þar vegna þess að börn voru að leik. Þetta voru helstu komur Þjóðverjanna en einnig er vitað að hér sáust þýskir kafbátar í firðinum a.m.k. í þrígang.“ Ágúst segir að Bretar hafi ekki hernumið Ísland að ástæðulausu. „Í upphafi stríðs þurftu Bretar að flytja til landsins milljón tonn á viku og þurfti til þess á þriðja þúsund kaupskipa. Þeir vissu sem svo að ef Þjóðverjar myndu hernema Ísland yrðu þeir í vondum málum. Churchill á að hafa sagt við Hermann Jónasson, forsætisráðherra Íslands, að ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland hefðu Bretar þurft að gera árás á landið. „Staðreyndin er sú að Adolf Hitler og hans kumpánar höfðu gert áætlun sem hét Íkarus, um hernám Íslands. En flotaforingjar Hitlers ráðlögðu honum eindregið frá því. Sennilega var skýringin sú að Þjóðverja vantaði flota til að birgja landið upp.“ Sem betur fer reyndu Þjóð- verjar ekki að yfirbuga breska hersetuliðið enda ekki víst að varnir hefðu haldið. „Það má minnast á það að eftir að hermennirnir fóru héðan voru Sigurður sýslumaður og Sigurður Brynjólfsson lög- reglumaður kvaddir að Hótel Tindastóli. Þar höfðu, undir útitröppum, fundist tveir fullir kassar af bensínsprengjum eða Molotov kokteilum. Það má draga þá ályktun að hermenn- irnir hafi vitað það að þeir gátu aldrei varið bæinn fyrir þrautþjálfuðum Þjóðverjum, sem nýlega höfðu hernumið Noreg. Með þessu hafi þeir beinlínis ætlað að brenna bæinn á flóttanum. Þetta sýnir hvað stríð er mikil firring.“ Byrjaður á öðru skemmtilegu verkefni Skrif Ágústs um hernámið á Sauðárkróki var heilmikið verkefni en hann segist ekki alveg hættur. Hann er byrjaður með nýtt verkefni sem hann segir að sé mjög skemmtilegt. „Maður er alltaf að reyna að bauka eitthvað. Ég er núna að rifja upp og bera saman mannlíf og sérstaklega kaupmennskuna á Króknum árið 1971 við daginn í dag. Þetta afmælisár voru u.þ.b. 34 verslanir á Króknum. Hugsaðu þér að fara í bæinn á Þorláksmessu þetta ár og bókstaflega búð við búð á Aðalgötunni og allir kaupmennirnir að vinna í búðunum sjálfir. Allir með sín sérkenni allt skreytt allt öðruvísi andrúmsloft. Þetta er, á sinn hátt, miklu skemmtilegra verkefni vegna þess að það eru svo margir lifandi sem ég get talað við. Til dæmis má minn- ast frábærra hjóna sem settu sannarlega svip á bæinn, Eðvald Gunnlaugsson og Málfríði Eyjólfsdóttur sem versluðu í Skemmunni er var í horninu á nýja Búnaðarbankahúsinu sem tekið var í notkun árið 1967, þá í desember. Málfríður var glæsileg kona alltaf klædd eftir nýjustu tísku. Þetta var frábært fólk, samkvæmisljón, góðborgarar og margt má fleira nefna. Hvenær má eiga von á því að þetta líti dagsins ljós? „Miðað við fyrri reynslu er best að lofa engu,“ segir Ágúst og skellir upp úr. Aðspurður hvort hann sé að skrifa fyrir Skagfirðingabók segir hann svo ekki vera. „Ég er bara að reyna að safna þessu saman eins vel og ég get og sjá hvort að ekki komi eitthvað skemmtileg út úr þessu. T.d. er Matthías Angantýsson búinn að skrifa fyrir mig ágætis kafla um búð sem faðir hans rak á Hólmagrund 1. Þar er ég kominn með fínar upplýsingar. Þetta kemur smám saman.“ En hvað skyldi hafa orðið þess valdandi að frásagnarpenn- inn var dreginn fram hjá Ágústi. „Það myndaðist þónokkur tími þegar ég hætti hjá Kaupfélaginu. Þannig að nú hefur maður tíma fyrir raunverulega áhugamálið, að reyna að safna saman ein- hverjum heimildum og pára eitthvað um þær,“ segir hann að lokum. Rétt er að minnast á það í lokin að hægt er að nálgast Skagfirðingabók og jafnvel gerast áskrifandi í síma 453 6261 eða með því að senda tölvuskeyti í netfangið: saga@skagafjordur.is Höfundur stendur við skotgrafir á Gránumóum, sem eru mjög greinilegar í landslaginu. MYND: PF Sigga og Tóti með nýútskrifaðan Eymund Ás úr Árskóla. MYND AF FB 8 22/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.