Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 10
Hvernig nemandi varstu? Ætli það megi ekki segja að ég hafi látið kennarana vinna fyrir kaupinu sínu. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Vínrauði mittislindinn og slaufan sem ég var með í stíl við rauðu broddana mína. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í handbolta. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég lék mér aðallega með bolta, bæði handbolta og fótbolta, en einnig playmo og tindáta. Besti ilmurinn? Af bolta með harpixi á. Vekur upp góðar minningar. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Af erlendum hljómsveitum voru það Pearl Jam, Nirvana, R.E.M og U2 en af íslenskum Ný dönsk, SSSól og Sálin. Hvernig slakarðu á? Í heitu baði. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Góðum norrænum sakamálaþáttum. Besta bíómyndin? Schindler´s List – hún hreyfir alltaf við manni. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég hafði miklar mætur á Duncan Ferguson, fyrrum sóknarmanni Everton, sem gaf aldrei tommu eftir á vellinum. Í dag er það Gylfi Sigurðsson leikmaður Everton. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Flokka ruslið. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er frekar slappur í eldhúsinu en nokkuð liðtækur þegar kemur að því að grilla. Hættulegasta helgarnammið? Snakk. Hvernig er eggið best? Spælt öðru megin og með stökku beikoni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? No comment. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheilindi og leti. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Leó Örn Þorleifsson. ÁRGANGUR: 1975. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Ölmu Láru Hólmsteinsdóttur og saman eigum við fjögur börn og einn hund. BÚSETA: Hvammstangi. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Foreldrar mínir eru Akureyringarnir Þorleifur Leó Ananíasson og Ingveldur Brimdís Jónsdóttir. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri en flutti suður til háskólanáms þegar ég var 25 ára gamall og á Hvammstanga að námi loknu þar sem ég hef búið í að verða 12 ár. STARF/NÁM: Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs / lögfræð- ingur. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Að njóta íslenska sumarsins og fara svo með fjölskyldunni til Flórída í haust. Leó Örn Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Hverjum þykir sinn fugl fagur. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ein af þeim gömlu góðu er þegar móðurfjölskyldan mín hittist á sunnudögum hjá ömmu og afa í kaffi og kökum og horfði svo saman á Húsið á sléttunni eða Grenjað á gresjunni. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Gylfi Sigurðsson knattspyrnumaður því þá væri ég að fara spila fyrir Ísland á HM í fótbolta. Það væri geggjað. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness. Hún er einfaldlega meistaraverk. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? … nú jæja. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Þeim bræðrum Gísla, Eiríki og Helga. Það gæti orðið áhugaverð kvöldstund. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég færi til Grikklands hins forna til að upplifa mótun og upphaf vest- rænnar menningar. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Geng sáttur frá borði“. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Rússlands á HM í fótbolta. Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ferðast um Grikkland, fara á leik með Everton og læra að fljúga flugvél. Leó Örn ásamt systursyni sínum og nafna, Kristian Leó Guðfinnssyni. MYND ÚR EINKASAFNI Laugardaginn 2. júní hófst sumaropnun Búminjasafnsins í Lindabæ í Sæmundarhlíð. Af því tilefni komu í heimsókn rúmlega þrjátíu félagar í Fergusonfélaginu frá Reykjavík, Hvammstanga og Skagafirði. Fyrir hönd félagsins afhenti Þór Marteinsson þeim Sigmari og Helgu formlega styrk sem Fergusonfélagið ákvað að gefa til Búminjasafnsins. Sigmar þakkaði kærlega þeirra framlag og sagði að upphæðin færi til uppgerðar á Ferguson dráttarvél frá 1949. Síðan skoðuðu gestirnir safn- ið, bæði uppgerðar vélar og einnig þær sem bíða yfirhaln- ingar. Búminjasafnið í Lindabæ verður opið alla daga í sumar til 15. ágúst milli kl. 13 og 17. /Fréttatilkynning Búminjasafnið opnar Fergusonfélagið afhendir Búminjasafninu styrk Ferguson með ámoksturstækjum var mikið þarfaþing í sveitum á árum áður. Vel var mætt í opnun Búminjasafnsins þetta sumarið. Þór Marteinsson afhendir þeim Sigmari og Helgu í Lindabæ styrk frá Fergusonfélaginu. AÐSENDAR MYNDIR 10 22/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.