Feykir


Feykir - 13.06.2018, Síða 1

Feykir - 13.06.2018, Síða 1
23 TBL 13. júní 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 11 Hjálmar Björn og Ingibjörg Signý eru matgæðingarnir Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta BLS. 8 Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum Boðið á bæi í Lýtingsstaða- hreppi Rætt við Ómar Braga Stefánsson um Landsmótið Íþróttaveisla fyrir alla Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Í gærmorgun kl. 9 lauk fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum í Skagafirði. Það þykir nokkuð merkilegt að sama fólkið hafi sinnt veðurathugunum í svo langan tíma. Hjónin Sigrún Aadnegard og Viðar Ágústsson hafa sinnt veðurathugun- um sjö sinnum á dag allt árið um kring. „Veðrið er tekið klukkan 6, 9, 12, 15, 18, 21 og á miðnætti,“ segir Viðar. Veðurævintýrið hófst fyrir fjörutíu árum fyrir tilviljun. „Það var maður sem hafði lofað sér í þetta en sagði svo nei og þá vorum við beðin um þetta. Veðurstöðin hafði verið niðri á Krók og hafði farið svolítið á milli manna,“ segir Sigrún. „Ef einhversstaðar voru vandræði var Sigrún sótt og beðin um að bjarga málunum, hún gerði það alltaf og hér erum við fjörutíu árum seinna,“ segir Viðar. Veðurathuganirnar eru mjög ítar- legar, þar er meðal annars mældur hiti, úrkoma, vindátt, vindhraði, skyggni og hæð skýja. „Ég nota Mælifellshnjúkinn til að mæla hæð skýjanna, en hann er 1.140 metrar á hæð,“ útskýrir Viðar. „Einnig þurfum við að setja inn heiti skýjanna,“ bætir Sigrún við. Mikil vinna liggur að baki veðurathugunum en einnig þarf að senda öll gögn til Veðurstofunnar. Það er ein bók fyrir hvern mánuð og má því reikna með að hjónin séu búin að fylla út um 480 bækur á þessum fjörutíu árum. „Við hreinskrifum í aðra bók og sendum hana til Veðurstofunnar, frumritin eru svo hér hjá okkur,“ útskýrir Viðar. Hér áður fyrr hringdi Veðurstofan á Bergstaði sjö sinnum á sólarhring en öllum veðurathugunum á Norðurlandi vestra var safnað saman af starfs- mönnum staðsettum í Brú í Hrútafirði. Fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum lokið Veðurathugunum hætt á Bergstöðum Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is mt ... MYND: LAM Síðasta veðurathugunin frá Bergstöðum: Alskýjað, 3 m/s, 9 stiga hiti og skyggni 50 metrar. „Þau hringdu nú stundum og ráku á eftir okkur en það er mjög mikilvægt að taka veðrið sem næst réttum tíma. Núna gerum við þetta allt í gegnum tölvuna,“ segir Viðar. Spurð um veðrið þessi fjörutíu ár þá segja þau að veðrið hafi breyst þó nokkuð. „Það er töluvert minni snjór núna en áður. Veturnir hafa orðið betri en sumrin hafa jafnast nokkuð út,“ útskýrir Sigrún. Veðurstöðin á Bergstöðum verður lögð niður en Veðurstofan mun áfram halda út vindmæli á Bergstöðum. „Það er mjög mikilvægt að mæla vindhrað- ann hér enda er þetta mikið rokrassgat og umferðin á þessu svæði mjög mikil,“ segir Viðar að lokum. /LAM

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.