Feykir


Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 2
Þau eru orðin 27 árin síðan Knattspyrnufélagið Þrymur var stofnað á Sauðárkróki. Það er saga út af fyrir sig af hverju félagið var stofnað en við vorum nokkrir félagarnir sem vorum munaðarlausir í fótboltanum og ákváðum að fara í 4. deildina, sem var þá starfandi og heitir nú 3. deild eftir að úrvalsdeildin tók við af þeirri fyrstu. Kjörorð félagsins var: „Þrymur í þriðju deild!“ Það hefði tekist þokkalega ef félagið hefði haldið lengur út en raunin varð, vegna þessara breytinga sem að ofan greinir. Þrymur starfaði í rúman áratug ef ég man rétt, er ekki alveg með það á hreinu hve mörg árin voru en skemmtileg voru þau. Nafnið breyttist í Íþróttafélagið Þrymur með fjölgun deilda en stundaðar voru fleiri keppnisíþróttir í nafni Þryms en fótbolti. Þrymur hélt úti körfuknattleiksdeild þar sem leikið var í 2. deildinni sem og í bikar og þá var hörku glímudeild þar sem ungir glímu- kappar af báðum kynjum æfðu og kepptu á landsvísu og einhverjir titlar unnust í glímunni. En það þurfti að gera meira en leika sér í íþróttunum. Manna þurfti stjórn og láta allt virka og eins og allir vita sem tekið hafa þátt í hvers konar sjálfboðastarfi er sjaldan sem fólk bankar á dyrnar og býður fram krafta sína. Þá er farið að leita að einhverjum sem vill fórna tíma sínum fyrir aðra. Það tókst oftast og því var hægt að halda þessum félagskap á lífi eins lengi og raun var á. Stjórnin var mönnuð okkur sjálfum sem stunduðum íþróttirnar með einni undantekningu og ég held að megi segja að sá stjórnarmaður hafi skorið sig nokkuð úr hópnum. En áhugi á íþróttum og það að vera í góðum félagskap hefur vonandi verið ástæða veru þess stjórnar- manns. Sá var reyndar sú. Þarna er ég að tala um Silló Angantýs sem var mun eldri en aðrir í stjórninni. Hún hafði brennandi áhuga á fótbolta og kannski meira hjá Þrym en öðrum liðum þar sem sonur hennar, Björn Ingimarsson, var á meðal leikmanna. Kannski var hún bara mamma okkar allra. Hún gaf sig alla í þá vinnu sem stjórnarsetan krafðist og tók virkan þátt í öðrum uppákomum hjá okkur og átti fast sæti í tipp- klúbbnum sem hittist einu sinni í viku og tippaði á úrslit leikja á 1x2. Silló var skemmtilegur félagi og alltaf kát og hress og dillandi hlátur hennar hljómar í eyrum er maður minnist hennar. Í þessum fáu orðum langaði mig til að minnast góðrar vinkonu og félaga til margra ára en hún var borin til grafar sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Blessuð sé minning Sillóar. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Ljúf minning Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Fékk nafnið Fálkagerði Ný gata á Blönduósi Á sveitarstjórnarfundi þann 7. júní sl. samþykkti sveitastjórn Blönduósbæjar nafn á nýja götu sem varð til vegna framkvæmda á gagnaverssvæðinu á Blönduósi. Sveitarstjórn samþykkti með fjórum atkvæðum að gatan fengi nafnið Fálka- gerði. Gerð var tillaga um að gefa íbúum kost á að koma með tillögur um nafn á götuna en var sú tillaga felld. /LAM A-listi og N- listi hafa kom- ist að samkomulagi um málefnasamning um mynd- un meirihluta í Húnavatns- hreppi fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn var undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar, þann 10. júní 2018. Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaodd- viti. Listarnir sammæltust um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húna- vatnshrepps. Listarnir telja að Húnavatns- hreppur sé einstakt sveitarfélag með sterkar grunnstoðir. Hér eru góðir skólar og lífleg menn- ing sem samanstendur af fjöl- breyttum félagasamtökum og grasrótarhreyfingum. Við höf- um blómlegar sveitir. Við viljum auka fjölbreytni atvinnulífsins til að fjölga atvinnutækifærum og laða að fleiri íbúa. Við leggjum áherslu á jafnræði allra íbúa, ábyrgð og gegnsæja stjórn- sýslu. Við munum leggja okkur fram um að sýna virkt aðhald í daglegum rekstri sveitarfélags- ins. Að öðru leyti vísa listarnir í málefnasamning listanna sem verður aðgengilegur á heima- síðu sveitarfélagsins. Gildi sem höfð verða að leiðarljósi eru ábyrgð, virðing og samvinna. /Fréttatilkynning Húnavatnshreppur A- og N- listi í meirihluta Í síðustu viku lönduðu 30 bátar í 59 lönd- unum á Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra tæplega 243 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu tíu skip og bátar rúmum 918 tonnum, þar af voru 696 kíló af rækju sem Silver Firda NO 999 kom með. Á Hofsósi lönduðu svo tveir bátar tæpum sex tonnum. Heildafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 1.166.990 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 3. – 9. júní 2018 30 bátar landa á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Hóley SK 132 Grásleppunet 5.193 Geisli SK 66 Handfæri 712 Alls á Hofsósi 5.905 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 22.491 Alda HU 112 Lína 13.766 Arndís HU 42 Handfæri 756 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 644 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.095 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.252 Blær HU 77 Landbeitt lína 1.019 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 778 Dísa HU 91 Handfæri 1.868 Dúddi Gísla GK 48 Lína 25.263 Fengsæll HU 56 Handfæri 546 Geiri HU 69 Handfæri 1.047 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 8.075 Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 16.929 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.282 Hafdís HU 85 Handfæri 546 Jenný HU 40 Handfæri 1.705 Kambur HU 24 Handfæri 756 Katrín GK 266 Landbeitt lína 9.736 Loftur HU 717 Handfæri 508 Lukka EA 777 Handfæri 2.166 Már HU 545 Handfæri 675 Onni HU 36 Dragnót 17.870 Rifsnes SH 44 Lína 38.884 Smári HU 7 Handfæri 2.163 Svalur HU 124 Handfæri 319 Sæunn HU 30 Handfæri 2.064 Víðir EA 423 Handfæri 1.313 Víðir ÞH 210 Handfæri 768 Örvar SH 777 Lína 64.877 Alls á Skagaströnd 242.844 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 67.115 Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.187 Gjávík SK 20 Handfæri 756 Kristín SK 77 Handfæri 1.531 Maró SK 33 Handfæri 1.723 Málmey SK 1 Botnvarpa 149.909 Silver Firda NO 999 Rækjuvarpa 693.011 Steini G SK 14 Grásleppunet 856 Vinur SK 22 Handfæri 757 Ösp SK 135 Handfæri 1.396 Alls á Sauðárkróki 918.241 Skagafjörður Berglind ráðin til Byggðasafnsins Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018 en tveir sóttu um starfið. Frá þessu er greint á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjörður. Berglind hefur lokið BA prófi í fornleifafræði frá sagnfræði- og heimspeki- deild Háskóla Íslands sem og meistaraprófi í menningar- fræðum frá sama skóla. Einnig hefur hún lokið ýmsum námskeiðum s.s. í grafískri miðlun. Berglind hefur víðtæka reynslu af störfum við fornleifagröft jafnt hérlendis og erlendis og hefur starfað sem verkefna- stjóri við öflun heimilda og skráningu safnmuna m.a. hjá Listasafni Skagfirðinga og Byggðasafni Skagfirðinga. Einnig hefur Berglind starfað sem ritstjóri og blaðamaður en hún var ritstjóri Feykis árin 2014-2016. Feykir óskar Berglindi til hamingju með starfið. /FE Berlind Þorsteinsdóttir. MYND: FEYKIR 2 23/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.