Feykir


Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 11
 Borið fram með hvítlauks- brauði. Gott er að geyma eitthvað af sósunni og bera fram með réttinum. Sósan er líka góð með brauðinu. EFTIRRÉTTUR Skyrterta Botn: 1 pk Lu bastogne kex 150 g smjör Kexið og smjörið er maukað vel saman í matvinnsluvél. Þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarform- inu. Geymið botninn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna. Fylling: 500 g vanilluskyr 3 dl rjómi 1 msk flórsykur 1 tsk vanilluduft eða paste 100 g hvítt súkkulaði, brætt Ber og súkkulaði eftir smekk notað til að toppa. Aðferð: Léttþeytið rjóma og leggið til hliðar. Hrærið skyrinu, flórsykr- inum og vanillu saman í smá stund. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið áður en því er blandað varlega saman við skyrblönduna með sleif. Rjómanum bætt saman við í lokin, með sleif að sjálfsögðu. Setjið skyrblönduna ofan á kexbotninn og kælið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir eða lengur, helst yfir nótt. Það er hægt að frysta þessa köku. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Þorgils Magnússon og Viktoríu Björk Erlendsdóttur að vera með næsta þátt. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Rist. Feykir spyr... Hver er uppáhalds sundlaugin þín og af hverju? Spurt á Facebook UMSJÓN Lee Ann „Ég fer aldrei í sund en sundlaugin á Hofsósi er klárlega flottust. “ Guðrún Sonja Birgisdóttir „Sundlaugin á Blönduósi. Það er erfitt að útskýra af hverju hún er uppáhalds. Það er eiginlega allt svo gott við hana, en vaðlaugin stendur upp úr.“ Sigurgeir Þór Jónasson „Sundlaugin á Hvammstanga, passlega stór og góðir pottar til að sóla sig í. “ Sveinbjörg Rut Pétursdóttir „Sundlaugin á Blönduósi. Þar er allt til alls en ég hef heyrt að sundlaugin á Hofsósi sé frábær.“ Magnús Sigurjónsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Ég er svo snjall að stundum skil ég ekki eitt einasta orð sem ég segi. – Oscar Wilde Hér kemur uppáhaldsmaturinn á Hlíðarbraut 3 á Blönduósi. Þar búa Hjálmar Björn Guðmundsson rafvirki og Ingibjörg Signý Aadnegard sjúkraliði ásamt þremur börnum sínum, þeim Guðjóni Þór sex ára og tvíburasystrunum Helgu Maríu og Þórdísi Hörpu sem verða tveggja ára í næsta mánuði „Við erum svolítið fyrir það að hafa hlutina einfalda og fljótlega í eldhúsinu en það kemur annað slagið fyrir að við græjum eitthvað gúrme og flókið,“ segja matgæðingarnir Hjálmar og Signý. AÐALRÉTTUR Japanskur kjúklingaréttur 4 kjúklingabringur Sósa: ½ bolli olía ¼ bolli balsamic edik 2 msk sykur 2 msk sojasósa Aðferð: Allt soðið saman í u.þ.b. eina mínútu, kælt og hrært í annað slagið meðan það kólnar (ef ekki er hrært þá skilur sósan sig). Eftirtalið er þurrristað á pönnu og kælt á eftir: 1 poki núðlur - ekki nota kryddið. Núðlurnar eru brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst. 3-4 msk möndluflögur (magn eftir smekk) 1-2 msk sesamfræ (magn eftir smekk) Grænmeti: 1 poki salatblanda litlir tómatar (sherry tómatar) 1 mangó 1 lítill rauðlaukur Aðferð: Grænmetinu er öllu blandað saman. Kjúklingabring- urnar skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu á pönnu. Thai sweet chili sósu er hellt yfir og látið malla í smá stund. Svo er allt sett í skál í þessari röð: Grænmeti – núðlur – möndlur – sesamfræ – kjúklingaræmur. Su do ku Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Hjálmar Björn og Ingibjörg Signý á Blönduósi Signý og Hjálmar ásamt börnum sínum; Þórdísi Hörpu, Guðjóni Þór og Helgu Maríu. MYND ÚR EINKASAFNI 23/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Suður-Dakóta er eitt af fylkjum Bandaríkjanna og liggur að Norður-Dakóta í norðri, Minnesota í austri, Iowa í suðaustri, Nebraska í suðri og Wyoming og Montana í vestri. Sioux Falls er stærsta borg fylkisins en höfuðborgin heitir Pierre. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er Suður-Dakóta (e. South Dakota) eina fylki Bandaríkjanna sem ekki deilir neinum bókstafstaf með höfuðborg sinni. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég er eldhúsáhald gott. Er að hálfu í skónum. Stundum óvirk eftir þvott. Ávann frægð í sjónum. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.