Feykir


Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 13.06.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 23 TBL 13 júní 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Smábæjaleikar á Blönduósi Ungir knattspyrnuiðkendur spreyta sig Smábæjaleikar Arion banka og SAH Afurða fara fram um helgina á Blönduósi. Smábæjarleikarnir eru knattspyrnumót fyrir bæði stelpur og stráka, í 5., 6., 7. og 8. flokki og er þetta í 15. sinn sem l e i k ar n i r eru haldnir. Búast má við fjölda manns á svæðinu um helgina bæði keppendum og aðstand- endum ásamt fjölda sjálf- boðaliða sem koma að mótinu. Ýmislegt verður á dagskrá en Emmsjé Gauti kemur fram á kvöldvöku sem fram fer á laugardagskvöldið. Hlé verður síðan gert á leikjaplani þegar leikur Íslands – Argentínu fer fram á laugardaginn en leikurinn verður sýndur á tveimur breiðtjöldum í Félagsheimilinu á Blönduósi. Í tilefni af Smábæjaleikunum verður lengri opnunartími í sundlauginni um helgina. Opið frá kl. 8-20 bæði laugardag og sunnudag. /LAM Vel heppnuð Prjónagleði Blönduós Prjónagleði var haldin á Blönduósi um helgina í þriðja sinn. Fjölmargir gestir sóttu hátíðina heim. Fjöldi manns sótti Prjónagleði heim, fjölbreytt námskeið voru í boði og um 300 manns heimsóttu markaðssvæðið sem staðsett var í Félagsheimilinu. Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands var efnt til hönnunarsamkeppni um Fullveldispeysu. Fjölmargar peysur bárust en það var Kristjana K. Jónsdóttir sem hlaut 1. verðlaun. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að um fallegt litasamspil væri að ræða og leikið væri með náttúrulega gráa tóna íslensku ullarinnar. /LAM Ánægðir námskeiðsgestir. MYNDIR: PRJÓNAGLEÐI Markaðsvæðið í Félagsheimilinu á Blönduósi. 1 sæti. Hönnuður: Kristjana K. Jónsdóttir. 2. sæti. Hönnuður: Ásta Gunna Kristjánsdóttir. 3. sæti. Hönnuður: Svanhildur Bjarnadóttir. Spunnið. Kaffi í tilefni dagsins Í tilefni dagsins bjóða nokkrir veitingastaðir upp á þjóðhátíðarkaffi eða glæsileg kaffihlaðborð sem Skagfirðingar og gestir geta keypt sér. Þjóðhátíðarkaffihlaðborð á KK Restaurant frá kl. 14-17. Þjóðhátíðarkaffi í Áskaffi, Glaumbæ frá kl. 15-17. Þjóðhátíðarkaffi í Sólvík á Hofsósi frá kl. 15-17. Þjóðhátíðarvöfflur á Sólgörðum í Fljótum frá kl. 12-18, sundlaugin og leikvöllurinn opin. Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu er bannað að vera með hunda og ketti á almennum útisamkomum. Vinsamlegast virðið bannið! Hátíðar- og skemmtidagskrá á Sauðárkróki í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands 12:00 Teymt undir börnum við Skagfirðingabúð 12:30 Andlitsmálun við Skagfirðingabúð • Félagar úr Skátafélaginu Eilífsbúum selja gasblöðrur. 13:40 Skrúðganga frá Skagfirðingabúð að íþróttavelli. 14:00 Hátíðardagskrá á íþróttavellinum: • Hátíðarræðu flytur Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna. • Lagaflutningur – Matthildur Ingimarsdóttir syngur. • Ingi Sigþór og Róbert Smári koma fram ásamt Fúsa Ben. • Ingó töframaður verður með sýningu. • Vígsla á nýja gervigrasvellinum. Í framhaldi af hátíðardagskrá heldur gleðin áfram! • Hvolpasveitin kíkir í heimsókn. • Hoppukastalar. • Leikir og þrautir. 17. júní! Hæ hó jibbí jeij, það er kominn... www.skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.