Feykir


Feykir - 20.06.2018, Síða 1

Feykir - 20.06.2018, Síða 1
24 TBL 20. júní 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 11 Björn Magnús og Eva María eru matgæðingar vikunnar Beikonvafðar döðlur og chilibollur BLS. 8–9 Pálína Ósk verkefnastjóri Landsmótsins í viðtali Ýmsar nýstárlegar greinar á Landsmótinu Litið við í Víðigerði Gisting og góðar veitingar við þjóðveginn Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Guðný Hrund endurráðin Sveitarstjóri Húnaþings vestra Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, þann 14. júní síðastliðin, var Guðný Hrund endurráðin sem sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2014. Á dagskrá fundarins var m.a. kosning oddvita og varaoddvita ásamt kosningu í aðrar nefndir, ráð og stjórnir. Þorleifur Karl Eggertsson var kosinn oddviti sveitarfélagsins og Ingveldur Ása Konráðsdóttir vara- oddviti ásamt því að vera kosin formaður byggðarráðs. Oddviti lagði fram bókun vegna ráðningu sveitarstjóra en í henni kom fram að leitast væri við að miða við laun sveitarstjóra í sveitarfélagi með sambærilegan íbúafjölda og að stuðst væri við skýrslu hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör framkvæmdastjóra sveitarfélaga á árinu 2017. /LAM Nú er sá tími að flest folöld eru kominn í heiminn sem á annað borð eiga eitthvert erindi þangað. Hryssum er keyrt vítt og breytt um landið og komið undir stóðhesta sem eru misvinsælir eins og gengur og gerist og gjaldið mishátt undir þá. Lægsta verðið á folatolli sem undirritaður hefur séð er 50.000 krónur og er þá oft um að ræða vel ættaða ungfola sem annað hvort eru ósýndir eða eru á fyrstu stigum á framabrautinni og eiga framtíðina fyrir sér. Hæstu tollar eru um 200 þúsund með skatti og sónar og er þá um mjög góða og vinsæla hesta að ræða. Svo er hægt að finna alls kyns hesta á verðbilinu þar á milli sem ræktendur telja að henti á móti sínum merum, allt til að bæta stofninn. Framundan er Landsmót hesta- manna sem haldið verður í Víðidal í Reykjavik dagana 1.-8. Júlí og þar Tími folanna er kominn Hæstu tollar um 200.000 kr. Folaldið fær kaplamjólkina ómengaða frá móður sinni. MYND: PF munu bestu kynbótahross landsins verða sýnd sem og bestu knapar og hestar landsins etja kappi í alls kyns hestaíþróttagreinum. Um er að ræða 23. Landsmót hestamanna en það fyrsta var haldið á Þingvöllum árið 1950. Stjórn LH hefur ákveðið að Landsmót 2020 verði á Gaddstaða- flötum við Hellu og Landsmótið 2022 verði á félagssvæði Spretts í Kópa- vogi. /PF

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.