Feykir


Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 3
Beint frá býli á Hofsósi Bændamarkaðir á laugardögum í sumar Á laugardögum í sumar verða haldnir bændamarkaðir í pakkhúsinu á Hofsósi. Það er Matís sem stendur að verkefninu í samstarfi við skagfirska framleiðendur og er Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís sem búsett er á Hofsósi, hvatamaðurinn að þeim. Á bændamarkaði verður til sölu ýmislegt góðgæti sem framleitt er af bændum í héraði, kjöt og fiskur, egg og hunang, blóm og grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður margs konar handverk frá skagfirsku (norðlensku) handverksfólki á boðstólum. Fyrsti bændamarkaðurinn á Hofsósi verður haldinn laugar- daginn 30. júní en þá helgi verður einnig haldin bæjarhátíð á Hofsósi - Hofsós heim. Bændamarkaðurinn verður opinn milli klukkan 13 og 16 alla laugardaga í sumar. /FE Um næstu helgi fara fram hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir voru fyrst haldnir árið 2009 og er þetta því í tíunda skiptið sem Skagfirðingar skreyta götur og heimreiðar með sínum litum. Að sögn Steinunnar Gunn- steinsdóttur verða Lummu- dagar með svipuðu móti og verið hefur undanfarin ár nema hvað skemmtiatriðin verða önnur og má þar nefna Björgvin Franz með barna- skemmtun. Þá hafa aldrei verið jafn margir markaðir settir upp um allan fjörð og nú. Stórtónleikar VSOT verða haldnir á föstudagskvöldinu í Bifröst en þar koma fram þekkir sem óþekkir skag- firskir tónlistarmenn ásamt utanhéraðsspilurum. Landsbankamótið fer einnig fram um helgina á Króknum en það er fótboltamót fyrir stelpur í 6. flokki. Það hefur vaxið ár frá ári og má búast við fjölda keppenda í ár. Tilvalið að skreppa á völlinn og sjá ungviðið reyna sig í bolt- anum. /PF Lummudagar í Skagafirði Skemmtileg helgi framundan Í síðustu viku fór fram vígsluathöfn í tilefni af upphafi skyrframleiðslu í Rússlandi undir vöru- merkinu Ísey Skyr sem er í eigu Mjólkursamsöl- unnar. Að framleiðslunni stendur rússneska félagið IcePro LLC sem er í meirihlutaeigu Kaup- félags Skagfirðinga en að félaginu koma einnig rússneskir fjárfestar, þar á meðal IceCorpo RUS, en í gegnum það félag hefur Kaupfélag Skagfirðinga ásamt hjónunum Sigurjóni Bjarna- syni og Katerinu Gerisimovu rekið rússneskt félag, IceCorpo LLC, sem hefur fengist við sölu á íslensku lambakjöti í Rússlandi síðustu þrjú ár. IcePro hefur samið við rússneska mjólkur- framleiðandann, Lactika JSC, um framleiðslu og dreifingu á skyrinu undir sérleyfissamningi við Mjólkursamsöluna. IcePro og Lactika standa síðan saman að markaðssetningu vörunnar. Undir- búningur framleiðslu og dreifingar hefur staðið undafarna mánuði og verður skyrið komið í hillur nokkurra verslunarkeðja í Moskvu og Pétursborg um næstu mánaðamót. Markmið IcePro er að ná 5.000 tonna ársfram- leiðslu fyrir Rússlandsmarkað innan þriggja ára. Til samanburðar eru framleidd árlega um 3.000 tonn af skyri á Íslandi. Heildarfjárfesting innlendra og erlendra fjárfesta nemur um 500 milljónum íslenskra króna. Katarina Geresimova, framkvæmdastjóri Ice- Pro LLC, segir að undirbúningur verkefnisins hafi tekið tvö ár. „Allar markaðsrannsóknir sem við höfum gert benda til þess að skyrið eigi mjög góða möguleika á að verða vinsæl vara í Rússlandi. Nú þegar höfum við hlotið verðlaun í keppni framleiðenda mjólkurvara, fyrir bragð og útlit skyrsins.“ „Gaman er að geta þess að við sérframleiddum skyr fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu og sendum þeim 650 dósir áður en þeir komu á hótelið. Einungis tveimur dögum síðar kom pöntun upp á 850 dósir til viðbótar. Ég bjó á Íslandi í 10 ár og veit hvað varan er sérstök. Umræðan í Rússlandi snýst í vaxandi mæli um próteinríkar, heilsusamlegar matvörur og er sá hluti markaðarins í örum vexti. Ég er því mjög bjartsýn og hlakka til að takast á við uppbyggingu Ísey Skyr vöru- merkisins hér í Rússlandi,“ segir Katarina. /PF Kaupfélag Skagfirðinga Framleiðir Ísey Skyr í Rússlandi 24/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.