Feykir


Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 4
Fálkaorðan veitt á 17. júní Nanna Rögnvaldar sæmd riddarakrossi Við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum þann 17. júní sæmdi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra var Skagfirð- ingurinn og rithöfundurinn Nanna V. Rögnvaldardóttir sem hlaut riddarakross fyrir ritstörf á sviði matar- menningar. Feykir hafði samband við Nönnu og byrjaði á að spyrja hvort þessi heiður hafi komið henni á óvart? „Jú, þótt ég sé búin að grínast með það árum saman að ég skilji ekkert í því að ég skuli ekki vera löngu búin að fá orðuna, þá kom þetta býsna flatt upp á mig og mér þótti afskaplega vænt um að vera sýndur þessi heiður.“ Nanna segir að stemningin á Bessa- stöðum hafi verið góð, hátíðleg en samt frekar afslöppuð og Guðni sló á létta strengi. „Þetta var líka fjölbreyttur hópur, fólk á ýmsum aldri og af ýmsum sviðum, og gaman að hitta það,“ segir hún. Flestir Íslendingar kannast við matreiðslubækur Nönnu enda eru þær um tuttugu talsins sem hún hefur sett saman. Núna um þetta leyti eru einmitt tuttugu ár síðan sú fyrsta, Matarást, kom út. „Fimm af þeim skrifaði ég á ensku og líklega held ég mest upp á eina þeirra, Icelandic Food and Cookery, sem er langpersónulegasta bókin mín og uppfull af matartengdum sögum úr ættinni. En ég er líka sérlega ánægð með bókina sem ég sendi frá mér í fyrra, Pottur, panna og Nanna.“ sæmdur riddarakrossi á nýárs- dag 2017 fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni og Sigurð Hansen bónda á Kringlumýri sem sæmdur var riddarakrossi fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar á nýársdag 2015. VIÐTAL Páll Friðriksson Nanna Rögnvaldardóttir ber riddarakrossinn vel. MYND AF FACEBOOK Nanna segist nýbúin að ljúka vinnu við bók með einföldum uppskriftum og uppfull af hugmyndum og leiðbeiningum um tilbrigði, nýtingu og slíkt. „Ég er búin að taka allar myndir og ganga frá öllum uppskriftum og nú er verið að ganga frá hönnuninni, svo að bókin kemur í haust.“ Þrír riddarakrossar í Djúpadal Þegar hún er spurð hvort hún vilji koma einhverju á framfæri segir hún: „Mig langar að nefna að ég hef heyrt einhverja gagnrýni á að landsbyggðin gleymist í orðuveitingum og vissulega eru allir orðuhafar að þessu sinni búsettir á höfuð- borgarsvæðinu þótt svo hafi sannarlega ekki alltaf verið. En við erum nú mörg utan af landi samt og þess má geta að í hópi þeirra sem fengið hafa fálka- orðuna erum við núna þrjú sem ólumst upp í Djúpadal, svo að Blönduhlíðin á allavega sína fulltrúa,“ segir Nanna og á þar við Eirík bróður sinn Rögn- valdsson, prófessor emeritus hjá Háskóla Íslands sem var 4 24/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.