Feykir


Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 8
Jón Gíslason á Stóra Búrfelli, vinur minn og skólabróðir úr Húnavallaskóla, skoraði á mig að skrifa þennan pistil og því er ég sest niður og brýt heilann um hvað mig langi að tjá mig um að þessu sinni. Kannski ég tali aðeins um nýja hlutverkið sem ég fékk á síðasta ári og er eitt merkilegasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég varð amma. Fallegi, brúni, strákurinn minn sem ég sótti fyrir 25 árum til Thailands varð pabbi. Það var ótrúleg tilfinning sem erfitt er að lýsa en jafnframt léttir og sönnun þess að lífið heldur áfram og ég get einfaldlega slakað á og treyst því að allt er eins og það á að vera. Það er ekki sjálfgefið að eignast börn á venjulegan máta og það fengum við hjónin að reyna. Í mínum huga var ættleiðing mjög góður kostur, enda ættleidd sjálf og vissi að ást foreldra minna var ekki minni þó að ég hefði ekki orðið til fyrir þeirra tilstilli og vaxið í maganum á mömmu. Ég átti dásamlega foreldra og var umvafin í æsku minni hóp fullorðinna sem elskuðu mig og studdu, sem er ómetanlegt. En ég átti líka alveg einstaka ömmu sem kenndi mér ljóð, bænir, þulur, ævintýri, sagði sögur, skáldaði sögur og leikrit og var óþrjótandi að hafa ofan af fyrir stelpukrakkanum sem vildi drekka í sig fróðleik og fékk aldrei nóg. Mikið lifandis skelfing var hún Pálína amma mín þolinmóð kona, þannig amma vil ég vera. Það var líka henni að þakka að áhugi minn á kveðskap og sagnagerð kviknaði og án hennar uppeldisáhrifa hefði ég trúlega aldrei orðið rithöfundur. Ég hef oft hugsað um þetta og þakkað minni góðu ömmu í huganum og eins og ég segi, svona amma vil ég vera. Amma sem elskar og hefur jákvæð áhrif á alla þætti í lífi barnabarnanna. En sem sé í barnleysi okkar hjóna tókum við þá ákvörðun að ættleiða börn erlendis frá og er það dýrmætasta ákvörðun sem við höfum tekið í okkar lífi. Þann 13. október 1992 fæddist sonur okkar í Thailandi og 1. janúar 2000 fæddist dóttir okkar í Indlandi. Þvílíkir lukkunnar pamfílar við hjónin erum að eiga þau. Það er dásamlegt að vera foreldri. Lífið öðlast allt annan tilgang. Þú sem einstaklingur skiptir máli. Þú berð ábyrgð, þarft að vera til staðar og þú ert ekki lengur mikilvægasta manneskjan í þínu lífi. Allt er breytt og hjartað slær í kærleika til barnanna þinna og bænir þínar snúast um allt gott þeim til handa. Já við Ingi vorum sannarlega ÁSKORENDAPENNINN Birgitta Halldórsdóttir Syðri-Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu Það sem ömmur gera... UMSJÓN Lee Ann Maginnis heppin, en tíminn líður og þrátt fyrir tilfinningu mína fyrir að vera enn stelpa þá eru börnin allt í einu orðin fullorðin. Lífið heldur áfram og maður óskar þess mest að þau verði hamingjusöm og að draumar þeirra rætist. Svo gerðist kraftaverk, eins og alltaf er þegar barn fæðist, það kom barnabarn, lítill gullfallegur strákur sem á augabragði breytti öllu lífinu okkar, alveg eins og pabbi hans og frænka gerðu þegar þau komu inn í lífið okkar. Ég vona að ég eignist mörg barnabörn og fái að vera eins og amma mín, fróð, skemmtileg og alltaf til staðar. En ég vil líka vera amman sem gerir allskonar skrýtna hluti, amman sem er á ferð og flugi og lifir lífinu. Einmitt núna er þessi amma að fara með dótturinni og góðri vinkonu til London á tónleika með Ed Sheeran á Wembley. Mikið hlakka ég til, þetta er alvöru ömmulíf. Kannski sest ég líka niður og skrifa nýja bók, hver veit … - - - - - Ég skora á yndislega vinkonu mína sem líka er nýorðin amma að vera með næsta pistil. Það er Jóhanna Helga Halldórsdóttir á Brandsstöðum í Blöndudal. Birgitta Halldórsdóttir áskorendapenni. MYND ÚR EINKASAFNI Staðurinn ber í dag nafnið North West Hotel & Restaurant. Guðlaug og maður hennar Hallgrímur Hallgrímsson ásamt Kristni og konu hans, Rakel Maríu Eggertsdóttur, festu eins og áður segir kaup á húsnæðinu árið 2014 en áður höfðu þau annast reksturinn eitt sumar. Þau hófust strax handa við framkvæmdir og standsettu hótel á efri hæðinni með níu tveggja manna herbergjum. Að sögn Kristins var allt viðhald komið á tíma og strax var ráðist í nauðsynlegar endurbætur á eldhúsinu og síðan hefur verið unnið að miklum endurbótum innanhúss, s.s. við rafmagns og vatnslagnir og margt fleira. Núorðið eru þau farin að ráða fólk í vinnu en fyrsta árið voru það aðeins þau fjögur sem gerðu allt sem gera þurfti. „Fyrstu tvö árin voru rosalega erfið, það var alltaf að koma eitthvað nýtt og nýtt upp á en nú erum við komin með hausinn upp úr vatninu,“ segir Kristinn. Á þessum tíma hafa áherslurnar í veitingasölunni einnig tekið talsverðum breytingum, frá því að vera dæmigerð vegasjoppa UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Í Víðigerði við þjóðveg 1 í Víðidal hefur um langan tíma verið rekin veitingasala. Fyrir fjórum árum festu núverandi eigendur kaup á staðnum og síðan þá hafa umtalsverðar breytingar orðið á staðnum. Feykir hitti mæðginin Kristin Bjarnason og Guðlaugu Jónsdóttur að máli og fékk þau til að segja sér frá rekstrinum og þeim framkvæmdum sem þau hafa staðið í undanfarin ár. Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum Gisting og góðar veitingar við þjóðveginn með einföldum réttum til þess að verða alvöru veitngastaður og gististaður. „Við höfum lagt mikinn metnað í matseðilinn svo nú er staðurinn orðinn meira aðlaðandi fyrir þá sem vilja koma og setjast niður og fara út að borða góðan mat á leiðinni milli staða,“ segir Kristinn. Aðspurð um vinsælustu réttina segja þau Kristinn og Guðlaug hamborgara og súpur alltaf vera vinsæla rétti en einnig séu grillaðar kótilettur mjög vinsæll réttur. Stefnt á frekari endurbætur Á hótelinu á efri hæð hússins eru eins og áður segir níu tveggja manna herbergi með baðherbergi þar sem boðið er upp á gistingu í uppbúnum rúmum. Einnig er sameiginleg setustofa á hæðinni og er aðstaðan öll hin vistlegasta. Mjög góð nýting er á gistingunni yfir sumarmánuðina og segja þau Guðlaug og Kristinn að meirihluti næturgesta séu erlendir ferðamenn. Hins vegar sé meira um íslenska matargesti og hafi þeim farið fjölgandi ár frá ári. Má það væntanlega þakka því að orðspor staðarins hefur Veitingastaðurinn er á neðri hæð hússins sem stendur við þjóðveg 1, hótelið á efri hæðinni. Herbergin eru snyrtileg og öll með baðherbergi. spurst út því litlu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar þar til nú á þessu ári. Opið er í Víðigerði frá klukkan 10 – 22 alla daga vikunnar en boðið er upp á morgunverðarhlaðborð fyrir næturgesti frá klukkan 7:30. Lokað er yfir háveturinn en opnunartíminn hefur verið að lengjast ár frá ári. Þetta árið var opnað 1. apríl og verður opið 8 24/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.