Feykir


Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 24 TBL 20. júní 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Gaman á Gunnfríðar- stöðum Líf í lundi Laugardaginn, 23. júní klukkan 14:00, verður spenn- andi dagskrá hjá Skógræktarfélagi Austur - Húnvetn- inga í útivistarskóginum á Gunnfríðarstöðum þar sem félagið hefur verið með skógrækt frá árinu 1962. Nú er vaxin úr grasi fjölbreyttur skógur með góðri aðstöðu til útivistar. Dagskráin á Gunnfríðarstöðum hefst kl 14:00 við skógarkofann og er til kl. 16:00. - Boðið verður upp á ketilkaffi, grillað og steikt ofan í gesti. - Fræðsla um skóginn – gjöfin og skógræktin - Skógarganga með leiðsögn - Skógarhögg með exi fyrir gesti - Gestum kennt að kljúfa við Allir hjartanlega velkomnir í samverustund í myndar- legum útivistarskógi á Gunnfríðarstöðum! /LAM 17. júní var haldinn hátíðlegur Þjóðhátíðardagur á Sauðárkróki og á Blönduósi Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land um liðna helgi. Á Sauðárkróki var meðal annars teymt undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún Ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Á Blönduósi stóð Hestamannafélagið Neisti fyrir hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Skrúðgangan fór frá SAH afurðum á skólalóðina við Blönduskóla. Boðið var upp á andlitmálun, teymt var undir börnum á hestbaki og boðið upp á sápurennibraut á kirkju- hólnum ásamt öðrum hátíðarhöldum. Fjallkonan í ár var Ágústa Rós Ingibjörnsdóttir. /LAM Fjallkonan á Sauðárkróki, Brynja Sif. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS Skrúðgangan á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON Hressir krakkar fylgjast með Ingó töframanni. MYND: HJALTI ÁRNA Hátíðarhöld við Blönduskóla. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ Kl. 08:00- 00:00 Unnið stíft að skreytingum um allan fjörðinn, sömu litir og áður. FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ Kl. 15:00-17:00 Leikur Íslands og Nígeríu, Við viljum hvetja sem flesta til þess að sameinast yfir leiknum. • K.K restaurant, breiðtjald og boltastemmning á barnum. • Grandinn, leikurinn sýndur bæði í efra og neðra. • Ketilás, breiðtjald og stemmning. • Hótel Varmahlíð. Kl. 15:00-17:00 Götumarkaðsstemmning hjá Tánni og Hárfix, Skagfirðingabraut 6 Kl. 19:00 Götugrill • Við hvetjum alla til að taka höndum saman með nágrannanum og skella í gott götugrill. • Svo er um að gera að senda mynd inn á facebook https://www.facebook.com/lummudagar/ • Veglegir vinningar fyrir besta götugrillið. Kl. 19:00 -00:00 Villtir Svanir & Tófa 10 ára afmælistónleikar í Bifröst. VSOT. Lummu- dagar eru á Landsbanka- mót laugardag og sunnudag Allir á völlinn! LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ Kl. 11:00 - 15:00 Fataskiptimarkaður Aðalgötu 20 (Gamla Þreksport) • Eru allir skápar fullir og ekkert til að fara í ? Þá er tilvalið að fara yfir fataskápana og skipta út gamla fatnaðinum fyrir nýjan/gamlan. Kl. 13:00 – 17:00 Götumarkaðsstemmning hjá Tánni og Hárfix. Kl. 14:00 – 17:00 Sólon myndlistarfélag verður með opna vinnustofu í Gúttó. Kl. 13:00 – 16:00 Hrafnhildur í Blóma og Gjafabúðinni ætlar að sýna snilli sýna og snúa saman blöðrudýr og gefa yngri kynslóðinni. • Einnig verða heitar lummur og kaffi í boði. Kl. 09:00 – 17:00 Puffin and friends bjóða í lummukaffi og er tilboð á sýningunni alla helgina. Kl. 13:00 – 17:00 Maddömmurnar bjóða gesti og gangandi velkomna í Maddömmukot. Kl. 13:00 – 17:00 Eftirlæti verður með lummukaffi og góða stemmningu. Kl. 12:00 – 19:00 Markaðsstemmning á Hólavegi 16 (gamla Lyfja). Kl. 14:00 – 17:00 Götumarkaður í gamla bænum. • Handverk • Kruðerí • Og allt þar á milli… Skemmtidagskrá á sviði í Aðalgötunni. Kl. 14:00 Bíbí & Björgvin, kraftmikið dans-, söng- og grínatriði fyrir alla fjölskylduna! :D Kl. 14:45 Skagfirsk tónlistaratriði af bestu gerð. Kl. 19:00 Götugrill • Við hvetjum alla til að taka höndum saman með nágrannanum og skella í gott götugrill. • Svo er um að gera að senda mynd inn á facebook https://www.facebook.com/lummudagar/ • Veglegir vinningar fyrir besta götugrillið. SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ Kl. 13:00 – 17:00 Markaðsstemmning í Glaumbæ þar sem að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kl. 09:00 – 17:00 Puffin and friends með tilboð á sýningunni. Skagafirði hefur verið skipt upp í litasvæði GötuskreytingakeppniHverfi og bæir hafa sína liti. Við hvetjum ykkur til að skreyta í ykkar litum og slá saman í götugrill. Götugrillkeppni Litir skiptast á eftirfarandi há tt: Hlíðarh verfi: gulur Tú nahverfið: rauð ur Ga mli bær: blár H ólar: græ nn Va rmahlíð: appe lsínugulur H ofsós: fjólu blár Sv eitin: bleik ur dagana 22.–24 . júní 2018 Skagfirskir ATH – Skagfirðingabraut verður lokuð á laugardeginum frá Bláfell og að Villa Nova frá 11:00 – 17:30.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.