Feykir


Feykir - 27.06.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 27.06.2018, Blaðsíða 2
Þegar þessi leiðari er í smíðum stendur íslenska þjóðin á öndinni af spenningi yfir væntanlegum leik landsliðsins í knattspyrnu gegn Króatíu á HM í Rússlandi og úrslitin því skrifara ekki ljós. En hug- leiðing vikunnar snýr að sam- heldni og jákvæðni Íslendinga sem fylkja sér að baki strák- unum okkar sem eru að gera góða hluti, hvernig svo sem leikurinn hefur farið. Bara svona upp á gamanið, aðallega þjóðrembu og óhóflegrar bjartsýni, ætla ég að spá okkar mönnum 2-1 sigri. Það er akkúrat þessi bjartsýni og jákvæðni sem hefur fleytt íslenska landsliðinu þetta langt í keppninni auk þraut- seigju og góðrar skipulagningar. En ég ætlaði að tala um hversu gott sé að eiga verðugan andstæðing. Mér finnst íslenska þjóðin samheldin þegar við stöndum frammi fyrir sterkum andstæðingum í íþróttum og er þá sama hvort um fótbolta, handbolta eða körfubolta er að ræða eða hverja aðra íþróttagrein. Við erum ætíð litli á móti stóra en stöndum okkur framúrskarandi vel, alla vega að okkar sjálfra mati. Andstæðingurinn verður sameiginlegt viðfangsefni og þjóðin ein heild. Þannig högum við okkur líka ef eitthvað bjátar á hjá einhverju okkar. Hjálpsemi og greiðvikni einkennir þessa smáþjóð sem við erum og við snúumst til varna. Kannski er þetta einhver arfur frá erfiðum lífsgæðum fyrri tíma. Þá var lífið sjálft og náttúran aðalandstæðingurinn. Kaldir vetur með landsins forna fjanda, hafísinn, að vopni. Öll lífs- afkoma landans var undir og fólk þurfti margoft að treysta á guð og lukkuna til að komast af. Og samheldnin hafði einnig mikið að segja og fólk treysti hvert á annað. Erfiðleikar hafa oft þær afleiðingar að fólk þjappar sér saman og vinnur úr hlutunum. Þetta eru ekki alltaf góðir andstæðingar né kærkomnir. En einn frægasti andstæðingur okkar kristnu þjóðar er líklega Andskotinn sjálfur sem gengur undir hinum ýmsum heitum. Einu sinni heyrði ég að Djöfulinn hafi átt að skrifa út úr Biblíunni sjálfri. Hann hafi líklega þótt of neikvæður til að byggja upp jákvæða kristna trú. Sú ráðagerð heppnaðist þó ekki því góðan andstæðing vantaði í allt heila dæmið til að þjappa fólkinu saman að baki Frelsaranum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ á að hafa verið sagt þegar búið var að strika Djöfsa út úr bókinni miklu. Við skulum því vara okkur á öllum Skröttum en bera samt óttablandna virðingu fyrir þeim. Þeir eru ekki allir gagnlausir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Góður andstæðingur er mikils virði Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 32 bátar lönduðu á Skagaströnd í síðustu viku og var samanlagður afli þeirra um 290 tonn. Tæplega 462 tonn bárust á land á Sauðárkróki með ellefu skipum og bátum og á Hofsósi var landað 7.444 kílóum af þremur bátum. Heildafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 759.776 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 17. – 23. júní 2018 760 tonn að landi í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 1.653 Onni HU 36 Dragnót 3.754 Skáley SK 32 Handfæri 2.037 Alls á Hofsósi 7.444 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 3.891 Alda HU 112 Lína 8.050 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 1.516 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.347 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.587 Blær HU 77 Handfæri 194 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.231 Daðey GK 777 Lína 19.085 Dísa HU 91 Handfæri 2.402 Dúddi Gísla GK 48 Lína 17.991 Fengsæll HU 56 Handfæri 512 Geiri HU 69 Handfæri 2.476 Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 12.254 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.299 Gyðjan HU 44 Handfæri 1.812 Hafdís HU 85 Handfæri 990 Hulda HF 27 Línutrekt 19.220 Jenný HU 40 Handfæri 2.442 Kambur HU 24 Handfæri 1.260 Katrín GK 266 Landbeitt lína 14.758 Kópur HU 118 Handfæri 307 Loftur HU 717 Handfæri 2.457 Lukka EA 777 Handfæri 757 Már HU 545 Handfæri 169 Rifsnes SH 44 Lína 90.591 Rúnar AK 77 Handfæri 174 Smári HU 7 Handfæri 1.630 Svalur HU 124 Handfæri 1.711 Sæunn HU 30 Handfæri 2.299 Tjaldur SH 270 Lína 70.214 Víðir EA 423 Handfæri 2.163 Víðir ÞH 210 Handfæri 735 Alls á Skagaströnd 290.524 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 16.618 Drangey SK 2 Botnvarpa 149.833 Fannar SK 11 Handfæri 3.354 Kristín SK 77 Handfæri 778 Maró SK 33 Handfæri 750 Málmey SK 1 Botnvarpa 183.116 Már SK 90 Handfæri 2.208 Onni HU 36 Dragnót 17.696 Sighvatur GK 357 Lína 53.672 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 33.254 Steini G SK 14 Handfæri 529 Alls á Sauðárkróki 461.808 Nú stendur yfir uppgröftur í rústum Þingeyraklausturs en þar hafa fræðilegar rannsóknir staðið yfir frá árinu 2016 og ganga undir heitinu Þingeyraverkefnið. Uppgröfturinn í rústum klaustursins hófst í byrjun júní og mun standa út mánuðinn. Þar hefur tíu manna hópur verið að störfum undanfarið og unnið að því að grafa sig í gegnum jarðlög frá 17. og 18. öld. Ríkisútvarpið greindi frá því í fréttum sínum sl. mánudag að á dögunum hafi fundist þar bronskambur sem notaður var til að krúnuraka munka og presta á miðöldum og segir Steinunn Kristjánsdóttir, forn- leifafræðingur sem stýrir verk- efninu, að þessi fundur bendi til þess að þau séu komin niður á sjálfar klausturrústirnar. Vonast hún eftir því að í framhaldinu finnist jarðneskar leifar ábótans eða munka klaustursins sem flestallir dóu úr svartadauða í byrjun fimmtándu aldar. Að sögn Steinunnar er gripurinn, sem fannst á föstu- dag, kirkjukambur, kaþólskur gripur frá miðöldum og hafa aðeins þrír aðrir kirkjukambar fundist hér á landi. „Þetta er kambur steypur í brons,“ segir Steinunn í samtali við Ríkisútvarpið. „Og hann er Uppgröftur við Þingeyraklaustur Kirkjukambur úr bronsi finnst í rústum Bronskamburinn sem fannst á Þingeyrum. MYND STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, TEKIN AF VEF RÍKISÚTVARPSINS. skreyttur með dýrahöfðum, mjög þungur gripur og fallegur og merkilegur líka. Þetta er fjórði kirkjukamburinn sem er varðveittur á Íslandi, semsagt úr bronsi, og aðeins einn annar sem hefur fundist í fornleifa- rannsóknum. Samkvæmt til- skipun frá páfa þá áttu allir prestar og munkar að krúnuraka sig með þessum hætti. Þetta var mikil athöfn og þessir kambar voru semsagt notaðir við þannig rakstur.“ Reyna að varpa ljósi á afleiðingar svartadauða Á Þingeyrum var rekið klaustur í meira en fjórar aldir. Einn helsti tilgangur rannsóknanna er að varpa ljósi á upptök og afleiðingar svartadauða hér á landi en munkar og ábóti klaustursins dóu úr svartadauða og er markmiðið að grafa upp bein þeirra og rannsaka með DNA tækni. Að sögn Steinunnar gengur uppgröfturinn vel og vonast hún til að finna mannabein sem hægt verði að rannsaka. „Ég held að við náum því já. Okkur miðar mjög vel og hefur tekist að grafa mjög mikið í hverri viku. Og ég reikna nú með því að við getum opnað einhverjar grafir. Ef að okkur tekst að finna beinagrindur frá klausturtíma, tökum við sýni úr beinunum í Reykjavík. Það þarf að gera það í einangrun og við vinnum úr þessu þar. Við erum meira að safna gögnunum hér,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur í samtali við Ríkisútvarpið. /FE 2 25/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.