Feykir


Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 3
Húnavaka verður haldin dagana 19.-22. júlí næstkomandi. Dagskrá Húnavöku er stútfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár, þó alltaf séu einhverjar breytingar. Feykir heyrði í Kristínu I. Lárustdóttur sem sér um skipulagningu hátíðarinnar. Blönduós Húnavaka á Blönduósi Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutti í liðinni viku í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Í húsinu eru fyrir ýmis þjónustufyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa starfsemi í húsinu. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks frá því sem áður var og möguleikar á samstarfi og samskiptum aukist. Hafrannsóknastofnun hefur haft aðsetur í Selasetrinu á Hvammstanga. Þrír starfsmenn eru á starfsstöðinni á Hvammstanga og sinna þeir selarannsóknum í samstarfi við Selasetur Íslands. Rannsóknaaðstaða verður áfram að Strandgötu 1 þar sem Selasetrið hefur sýningaraðstöðu. /FE Hvammstangi Starfsstöð Hafrannsókna- stofnunar á Hvammstanga flutt í nýtt húsnæði ,,Húnavakan byrjar á fimmtudagskvöldi á BlöQuiz í Félagsheimilinu á Blönduósi. Fyrirtækjadagurinn slær alltaf í gegn á föstudeginum og mun fjöldi fyrirtækja á staðnum taka þátt í honum. Á föstudagskvöld verður svo kótelettukvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi, en það var haldið í fyrsta sinn í fyrra og mættu rúmlega 200 manns til að gæða sér á kótelettum. Eftir kótelettukvöldið verður fjöl- skyldudansleikur með hljóm- sveitinni Stuðlabandinu sem mun einnig vera með stór- dansleik í félagsheimilinu um kvöldið fyrir 16 ára og eldri. Opna Gámaþjónustumótið í golfi hefst svo kl. 9 á laugardagsmorgun, Skotfélagið Markviss verður með opið hús, Blönduhlaupið verður á sínum stað og bókamarkaður á Héraðsbókasafninu. Skemmti- dagskrá verður á bæjartorginu ásamt markaðsstemningu. Munu meðal annars BMX brós sýna listir sínar, Lalli töframaður skemmtir, hoppukastalar verða fyrir börnin og hestaleigan Galsi teymir undir hjá börnum ásamt söngkeppni barna, Míkró- húninum, en að vanda eru glæsileg verðlaun í boði Símans. Eyþór Franzson Wechner verður með orgeltónleika í kirkjunni þar sem hann flytur söngleikja- og kvikmyndatónlist. Hápunkturinn er svo kvöld- vakan sem haldin verður í Fagrahvammi en þar mun Lalli töframaður skemmta, Karitas Harpa syngur nokkur lög, varðeldur og Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir stýra brekkusöng. Á sunnudeginum verður prjónaganga á vegum Textílsetursins. Leikhópurinn Lotta mætir með sýningu sumarsins, GOSA, og verður frítt inn fyrir alla á þá sýningu. Sápurennibraut fyrir börn verður í kirkjubrekkunni og afhjúpað verður upplýsingaskilti í kirkjugarðinum á Blönduósi um sögu garðsins. Minjastofa Kvennaskólans, Vatnsdæla á refli og Heimilisiðnaðarsafnið verða opin alla helgina. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi um helgina og hvetjum við alla til að mæta og hafa gaman," segir Krístin að lokum. Allar upplýsingar og dagskrá Húnavöku er hægt að nálgast á facebooksíðunni Húnavaka og á Húnahorninu (www.huni.is) /LAM Byggðasafn Skagfirðinga Sigríður Sigurðardóttir lætur af störfum sem safnstjóri Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, lét af störfum um mánaðamótin eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu. Í tilefni þess lögðu sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins, leið sína í Glaumbæ á föstudaginn og færðu Sigríði blómvönd og gjafabréf. Konur í félaginu Pilsaþyt, sem eru tíðir gestir í Glaumbæ, mættu einnig á svæðið, uppábúnar í þjóðbúninga. Frá þessu var sagt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem Sigríði voru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Nýr safnstjóri hjá Byggðasafni Skagafjarðar er Berglind Þorsteinsdóttir. /FE Berglind Þorsteinsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. MYND: SKAGAFJORDUR.IS Skagafjörður Háskólinn á Hólum fær styrk úr Innviðasjóði Nýlega birti stjórn Innviðasjóðs lista yfir þá aðila sem hlutu styrk frá sjóðnum árið 2018. Einn af styrkjum sjóðsins kemur í hlut Háskólans á Hólum, vegna verkefnis á vegum Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar. Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans. „Forsvarsmaður verkefnisins er Camille Leblanc lektor og helstu samstarfsmenn þeir Stefán Óli Steingrímsson prófessor og David Ben Haim dósent. Sótt var um styrk til uppbyggingar aðstöðu til rannsókna á atferli fiska. Um árabil hafa atferlisrannsóknir verið einn af hornsteinum rannsóknarstarfsemi deildar- innar, og hafa þær rannsóknir að mestu verið framkvæmdar úti í náttúrunni. Styrkur þessi gerir skólanum kleift að byggja upp fullkoma aðstöðu til vandaðra atferlisrannsókna, í Verinu á Sauðárkróki," segir í frétt á heimasíðu skólans. Að þessu sinni hlutu 27 verkefni styrk frá sjóðnum upp á samtals rúmar 295 milljónir króna. Hlutur Háskólans á Hólum hljóðaði upp á rúmar fjórar milljónir króna. Innviðasjóður hefur það hlutverk að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi og er markmiðið með honum að efla innlendar vísinda- rannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar og aðstöðu sem ekki er aðgengileg nú þegar, segir á heimasíðu Rannís sem sjóðurinn heyrir undir. Sjóðurinn veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum og getur starfsfólk háskóla, opinberra rannsóknastofnana og fyrirtækja sótt um styrki úr honum. Nánar má lesa um úthlutanir úr Innviðasjóði á vef Rannís. /FE Áfangastaðaáætlun Norðurlands Komin á netið hjá Markaðsstofu Norðurlands Á vef Markaðsstofu Norður- lands má nú finna DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni fyrir Ferðamála- stofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum. Markmið verkefnisins var að gera stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi, greina ástand hennar í samhengi við innviði og markaðssetningu og sömuleiðis er skerpt á framtíðar- markmiðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Markaðsstofan lagði áherslu á að fá stærstu hagsmunaaðila svæðisins að borðinu ásamt þeim sem vildu leggja hönd á plóg varðandi forgangsröðun verkefna. Að lokum voru 15 verkefni valin sem forgangsverkefni á Norðurlandi næstu þrjú árin. Markaðsstofan hyggst kynna niðurstöður skýrslunnar betur, sem og framhald verkefnisins, á haustmánuðum. Ef einhverjir vilja koma á framfæri spurningum eða athugasemdum þá er vinsamlegast bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is. /LAM 26/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.