Feykir


Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 4
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls héldu austur á bóginn og spiluðu við Fjarðabyggð á laugardaginn. Á Facebooksíðu Tindastóls kemur fram að leikurinn einkenndist af mikilli baráttu á slæmum velli. Liðunum gekk afar illa að ná upp spili en það voru austanmenn sem náðu að 2. deild karla : Fjarðabyggð – Tindastóll 1-0 Tap fyrir austan skora eina mark leiksins. Hólmar Daði fékk tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt. Tindastólsmenn léku einum færri í um 30 mínútur en voru síst slakari aðilinn á þeim kafla þrátt fyrir það. Næsti leikur Tindastóls verður gegn Hugin og fer fram á Sauðárkróksvelli á laugardaginn kl. 16. /LAM 2. deild kvenna : Tindastóll - Fjarðab/Höttur/Leiknir 7-2 Markaveisla á Sauðárkróksvelli Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark. Fyrsta mark heimamanna kom á þriðju mínútu þegar Murielle Tiernan skoraði. Tíu mínútum seinna kom svo annað mark Tindastóls þegar Vigdís Edda kom boltanum í netið. Fjarðab/Höttur/Leiknir skoruðu svo sitt fyrsta mark á 21. mínútu. Stólakonur bættu svo við þriðja markinu sínu á 25. mínútu með marki Murielle Tiernan og stuttu síðar bætti Krista Sól við fjórða marki heimamanna. Staðan í hálfleik 4-1. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Fjarðab/Höttur/Leiknir sitt annað mark. Murielle Tiernan bætti svo við sínu þriðja marki á 56. mínútu og því fjórða á 62. mínútu. Síðasta mark leiksins kom svo í uppbótartíma á 93. mínútu með öðru marki Kristu Sólar. Markmaður Fjarðab/Hattar/Leiknir fékk að líta sitt annað gula spjald eftir groddalega tæklingu á Kristu Sól eftir að hún kom boltanum í netið. Á Facebooksíðu Tindastóls kemur fram að sigurinn hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig en tveir öflugir leikmenn Tindastóls meiddust og verða frá í einhvern tíma. Ólína Sif Einarsdóttir tognaði aftan á læri og Krista Sól verður frá í 1-2 vikur. Næsti leikur stelpnanna fer fram í dag, miðvikudag, gegn Augnabliki í Kópavogi. /LAM Tindastólsstelpur að loknum leik, á myndina vantar Kristu Sól. MYND: ÞÓREY GUNNARSDÓTTIR 4. deild karla – D – riðill: Kormákur/Hvöt – ÍH 0-1 Tap gegn ÍH Á laugardaginn mættust sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar og ÍH á Hvammstangavelli. Leikurinn var nokkuð jafn á köflum, færi heimammanna nokkuð fleiri en þeim tókst þó ekki að koma boltanum í netið. ÍH skorðuðu eina mark leiksins á 76. mínútu. Næsti leikur Kormáks/Hvatar fer fram á laugardaginn gegn Geisla A á Geislavelli í Aðaldal. /LAM Leikmenn liðanna í upphafi leiks. MYND: LAM U16 í knattspyrnu Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Æfingarnar fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri. Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16. Jón Gísli, sem er fæddur árið 2002, á að baki átta landsleiki með U17 landsliðinu. Jón Gísli lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Tindastóls, þá einungis fjórtán ára gamall og var þá yngsti leikmaður í sögu Tindastóls til að leika með meistaraflokki. /LAM Jón Gísli ásamt föður sínum. MYND: ÚR MYNDASAFNI Orkumótið í Vestmannaeyjum Hvatardrengir á Orkumóti Drengir í 6. flokki knattspyrnu- deildar Hvatar á Blönduósi tóku þátt í Orkumótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum 27. – 30. júní síðastliðinn. Þrátt fyrir leiðinlegt veður og mikla þoku mátti ekki sjá það á drengjunum þegar dómarinn mætti til leiks á laugardaginn. Dómari leiksins var enginn annar en Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem var nýkominn heim frá Rússlandi. /LAM Hressir Hvatarstrákar með Heimi Hallgrímsyni MYND: VALA HILMARSDÓTTIR 4 26/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.