Feykir


Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 9
Á Sauðárkróki rekur Baldur Sigurðsson fyrirtæki sitt Kvíaból sem heldur utan um rekstur útibús bílaleigunnar AVIS á staðnum. Fyrir stuttu bætti hann við umfangið og ákvað að bjóða upp á vegaaðstoð og fyrirtækið Bílaþjónusta Norðurlands varð til. Í síðustu viku fékk Baldur í hendurnar bílaflutningakerru, sem ætti að koma í góðar þarfir við þjónustuna og Feykir ákvað að kanna málið örlítið. Baldur segir að rekstur Bílaþjónustu Norðurlands snúist um það að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi á þjóðvegum landsins. „Þá er ég ekki eingöngu að tala um bílaflutninga heldur aðstoða ég fólk líka með alls kyns vandamál. Reyni t.d. að gera það sem þarf áður en skipta þarf um bíl. Ég skipti t.d. um eldsneyti á bílum ef dælt er röngu á, redda sprungnum dekkjum, losa bíla sem eru fastir og flyt bíla þangað sem þurfa þykir, o.fl.“ Aðspurður um hvort eingöngu sé verið að þjónusta bílaleigubíla segir hann ekki svo vera. „Þetta er fyrir alla, konur og kalla. Fólk bara hringir í mig og ég mæti á staðinn,“ segir Baldur en síminn hjá honum er 8933315, bara svona ef lesendur rata í ógöngur. Þjónustan er enn að slíta barnsskónum því Baldur fór af stað með hana þann 1. maí sl. Hann segir þetta nuddast af stað en tekur fram að það muni taka tíma að koma þessu áfram. Baldur segir þessa starfsemi fína meðfram bílaleigu AVÍS enda hugsunin sú að að hafa með til að styðja reksturinn. Þeir sem lenda í vandræðum á vegum úti geta hringt í Baldur sem segir að engin mörk séu á því hvert hann fer „Það eru engin landamæri á Íslandi og ég fer þangað sem ég er beðinn um að fara. En auðvitað er þetta fyrst og fremst hugsað fyrir Norðurland og ég get vel sinnt svæðinu frá Vopnafirði og norður á Strandir,“ segir hann að lokum. /PF Bílaþjónusta Norðurlands Veitir hjálparþurfi vegaaðstoð Baldur hefur yfir öflugum tækjum að ráða og vílar ekki fyrir sér að keyra langa vegu til að aðstoða fólk í neyð. MYNDIR: PF Listakonan Dóra í Vatnsdalshólum Þrjár sýningar á þremur mánuðum Handverks- og myndlistar- konan Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir hjá Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum í Vatnsdal hefur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið en frá því um miðjan apríl hefur hún átt þátt í þremur listsýningum ásamt því að vera með kynningu á ráðstefnunni HÉRNA NÚNA! Fyrsta sýningin var einka- sýning sem opnuð var þann 19. apríl á Ömmukaffi á Blönduósi. Á þeirri sýningu sýndi Dóra, eins og hún er jafnan kölluð, olíumálverk og stendur sú sýning enn yfir. Dagana 27.-28. apríl tók Dóra þátt í Lista- og menn- ingaráðstefnunni HÉRNA NÚNA! í gömlu kirkjunni á Blönduósi og kynnti þar, ásamt fleiri listamönnum, það sem hún er að vinna að í list sinni með skyggnilýsingum. Á sama tíma var hún einnig þátttakandi í sýningu í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem erlendir og íslenskir listamenn sýndu. Þann 21. júní sýndi hún, ásamt öðrum listamönnum, á Jónsmessugleði Grósku í Garðabæ. Þetta var í tíunda sinn sem Jónsmessugleðin var haldin og voru þar fjölbreytt listaverk til sýnis. Þema sýningarinnar var LÍF Í TUSKUNUM. „Ég tók fyrir tískuna gegnum aldirnar og sóunina á því sviði. Í aldanna rás hefur tískan farið í gegnum alls konar skeið, þróast og umbreyst Föt hafa visst marga lífdaga og tískan breytist stöðugt. Einu sinni þótti gott að eiga föt til skiptanna en í dag þarf að vera fullur fataskápur Nafnið á verkinu mínu er Tískan er forgengileg. Í tengslum við málverkið mitt setti ég uppstillingu með. Ég tók þátt í undirbúningnum síðustu tvo dagana og gjörningnum í lokaatriðinu. Mjög skemmtilegt og gaman að taka þátt með frábærum listamönnum,“ sagði lista- konan Hólmfríður Dóra í samtali við Feyki. /FE Dóra við opnun einkasýningarinnar á Ömmukaffi. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Málverk Dóru, Tískan er forgengileg, á Jónsmessusýningu Grósku. Málverkið Minning sem er á sýningunni á Ömmukaffi. Málverk Dóru, Seljalandsfoss. 26/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.