Feykir


Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 10
Dreymir um íslenskar bjúgur Rebekka Hekla Halldórsdóttir er tvítug Fljótasnót, nánar tiltekið dóttir Halldórs og Maríu á Molastöðum. Rebekka er elst átta systkina, hún gekk í Sólgarðaskóla í Fljótum, síðan í Grunnskólann austan Vatna og að honum loknum skellti hún sér í Menntaskólann á Akureyri. Nú í lok janúar, að loknu stúdentsprófi, þá ákvað hún að taka flugið til Möltu þar sem hún er nú í atvinnu- flugnámi við European Pilot Academy. 80 kílómetra suður af Ítalíu liggur eyjan Malta í miðju Miðjarðarhafinu. Íbúafjöldinn telur tæplega 450 þúsund en eyjan er aðeins 316 ferkíló- metrar að stærð. Þetta er svona álíka því að allir íbúar Möltu byggju í Fljótunum og telst eyjan því vera á meðal þétt- býlustu þjóðlanda heimsins. Höfuðborg Möltu er Valleta en á eynni eru töluð tvö tungumál; maltneska og enska. Í raun er Malta lítill eyjaklasi en aðeins þrjár eyjar eru byggðar. Vegna staðsetningar sinnar er Malta hernaðarlega mikilvæg og hafa eyjarnar því í gegnum tíðina mátt búa við að vera herteknar af hverri þjóðinni af annarri. Í dag er Malta þó helst hertekin af hita- og söguþyrstum ferðamönnum. Rebekka býr í Triq Santa Katerina í Qormi á Möltu sem er ekki langt frá alþjóðaflug- vellinum á eynni. Í Qormi eru íbúar um 17 þúsund sem gerir Rebekka Hekla í flugmannsbúningnum. MYNDIR ÚR EINKASAFNI ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Rebekka Hekla Halldórsdóttir / Fljótasnót í flugnámi á Möltu hafragrautur með smá klípu af sykri og á meðan ég borða hann kveiki ég á Rás 2 og hlusta á Næturtónana því yfirleitt eru Sigmar og co ekki mætt á útvarpssviðið þegar ég vakna. Að sjálfsögðu renni ég líka yfir vefsíðu Ríkisútvarpsins til að athuga hvað sé að ske heima og skoða Malta Today til að halda í við lókalinn. Maltverjar eru mjög hrifnir að því að ferðast á einkabílunum sínum sem verður til þess að það er umferðarteppa meiri- hluta dagsins. Ég nota strætó hérna úti, enda myndi ég ekki hætta mér í að keyra hérna. Yfirleitt eru menn nokkuð þolinmóðir en það koma stundir þar sem fólk liggur á flautunni eins og það trúi því að hljóðbylgjurnar frá flautunni muni ýta næsta bíl af stað. Yfirleitt er ég ein á ferð en ef ég næ parinu sem býr með mér á fætur fylgja þau með. Það telst þó til tíðinda því þeirra hluti hússins er meira berskjaldaður fyrir næturhljóðum hanans góða sem verður til þess að þau þurfa meiri svefn. Námið er mjög mikið sjálfsnám og þegar við þurfum ekki að mæta í tíma eyðum við mestöllum deginum í lærdóm við eldhúsborðið og þess á milli erum við uppi á svölum og böðum okkur í sólinni sem lætur sjá sig mjög oft núna þegar líður á sumarið. Hver er hápunktur dagsins? -Hápunktur dagsins mun vera morgunninn. Það er allt svo friðsælt, hitastigið úti er full- komið og ég kippist öll til af spenningi þegar ég heyri í ávaxtabílnum fyrir utan sem flautar af krafti. Ímyndið ykkur ísbílsflautuna, nema bara svona þúsund sinnum verri. Ávext- irnir eru samt svo góðir og ódýrir að ég fyrirgef það alveg, eða svona oftast. Svo má ekki gleyma ræktinni, þar getur maður gleymt sér í tíma og ótíma og ekki hugsað um lærdóminn sem bíður manns heima. Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? -Það besta við að búa á Möltu er í fyrsta lagi að ég er að fá almennilegan húðlit. Ég hef ekki orðið svona sólbrún síðan ég var 11 ára í heyskap. Síðan er alveg óhjákvæmilegt að nefna verðlagið, sem er, miðað við Ísland, bara algert grín. Sérstaklega á matvörunni. Hvað gerir þú helst í frístund- um? -Þegar ég er ekki að læra og hef lausan tíma langar mig að geta sagt að ég geri eitthvað mjög afkastamikið og merkilegt en mér finnst stundum mjög indælt að horfa á þætti eða myndir eða leggjast í sólbað og hlusta á einhver skemmtileg podcöst. Það koma samt dagar þar sem við tökum okkur til, en við erum alls fimm Íslendingar hérna á eyjunni í flugnámi, og förum að skoða eitthvað skemmtilegt eða förum á strönd og með hækkandi hita ímynda ég mér að það muni verða reglulegur hlutur. Hvers saknar þú mest að heiman? -Húsið okkar er á móti kjötbúð og þeir taka stundum upp á því að reykja kjöt á nóttunni og ég hef vaknað upp við það og óskað þess að þetta væru bjúgur og síðan dreymt um bjúgur næstu nætur eftir það. Mér fannst líka erfitt að yfirgefa systkinin mín sem maður er svo vanur að sjá um. Hugurinn reikar líka oft til Súbbans míns sem stendur á hlaðinu heima. Síðast en ekki síst sakna ég þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af kakka- lökkum og öðrum óvelkomnum skordýrum sem fyrirfinnast ekki heima. Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða eftirminnilegri sögu frá dvöl þinni erlendis? -Ég hef lent í ýmsum atvikum síðan ég kom út, bæði undar- legum, óþægilegum og mögn- uðum og það sem stendur upp úr er þegar ég fór í fyrsta flugið mitt. Ég hafði ekki flogið neitt í fjóra mánuði og tilhugsunin um að fara fljúga þarna, á miklu stærri velli en á Akureyri, var alveg vel stressandi. Þegar ég ók út á brautina og stillti vélinni upp var ég með fiðrildi í maganum, svitinn rann niður bakið vegna hitans og það eina sem var að renna í gegnum huga minn var að eftir að ég færi í loftið væri Boeing 737 næst á eftir mér – og það var vægast sagt truflað. Flugið gekk vel (fyrir áhugasama) og ef einhver er á leið til Möltu á næstunni væri alveg möguleiki á að semja um útsýnisflug. Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Það eru u.þ.b 30 sekúndur í næstu nauðsynjabúð. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? McNagga með mikilli tómat- sósu. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 0,87 cent. Hver er skrítnasti mat- urinn? Kanínur eru vinsælar og mjög algengar. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Marion Mizzi, þar kemst ég í sundlaug sem er sjaldgæft hérna úti.. 5 á 15 sekúndum bæinn þann fimmta fjölmenn- asta á Möltu. Á eyjunum er vinstri umferð en Malta var undir stjórn Breta til ársins 1964 þegar eyjarnar fengu sjálfstæði. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 2013 voru Malt- verjar í 48. sæti yfir hamingju- sömustu þjóðir heims. Þá má geta þess að á Íslandi var lengi hægt að versla súkkulaðikex frá Nóa Síríusi sem hét Malta – þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gott þá er það ekki framleitt lengur. Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til viðkomandi lands? Vorið 2017, þegar ég var að klára MA og á minni fyrstu önn hjá flugskólanum á Akur- eyri, nefndi vinkona mín, sem hafði tekið ástfóstri við þessa litlu Miðjarðarhafseyju fyrir nokkrum árum, hvort ég myndi íhuga að flytja til Möltu með henni til að fara í atvinnuflug- námið. Þar sem mín mennta- skólaganga var að líða undir lok og ég hafði ekkert sérstakt planað, nema þá mögulega að fara á Hvanneyri í landbúnað- arháskólann, ákvað ég að geyma bóndadrauminn og fara á vit ævintýranna á suðrænni slóð- um og daginn sem ég þreytti einkaflugmannsprófið í lok janúar flaug ég líka út til Möltu. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá ykkur? -Ég er afskaplega hrifin að því að halda rútínu og vakna yfirleitt á slaginu 2:30 við hanann í íbúðinni á móti en sofna aftur og vakna síðan kl. 7:00, sama hvort ég er að fara í skólann eða ekki, og fer yfirleitt í ræktina. Í morgunmat er alltaf Rebekka Hekla við höfnina. 10 26/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.