Feykir


Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 04.07.2018, Blaðsíða 11
5-6 leggir rabbabari, bestir beint úr garðinum 200 g smjör 1½ dl sykur 1 tsk lyftiduft 2 dl hveiti 1 tsk vanillusykur 2 egg súkkulaðispænir Aðferð: Hitið ofninn í 170°C. Hreinsið rabbabarann og brytjið niður í 1 cm sneiðar. Setjið í eldfast mót. Bræðið smjör í potti, þurrefnum bætt út í og blandað saman. Hellið deiginu yfir rabbabarann og súkkulaðispænum dreift yfir. Bakið í 25-30 mínútur eða þar til það er orðið gyllt. Berið fram með ís. RÉTTUR 3 Baby Ruth kaka Þessi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá húsfreyjunni. 2 eggjahvítur 175 g sykur 1 tsk lyftiduft 100 g salthnetur 70 g saltkex Krem: 3 eggjarauður 75 g flórsykur 75 g súkkulaði 75 g smjör Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Myljið kexið og hneturnar. Setjið lyftiduftið saman við og blandið. Kexblandan fer svo varlega saman við eggjahvíturnar. Smyrjið form og bakið í 25-30 mínútur. Kælið. Bræðið súkkulaði og smjör í potti við vægan hita. Þeytið eggjarauður og sykur þar til það verður þykkt og ljóst. Kælið súkkulaðiblönduna aðeins áður en hún er sett saman við eggjarauðurnar. Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin köld. Við skorum á vini okkar Matthildi Birgisdóttur og Ármann Óla Birgisson að koma með uppskriftir. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Far Feykir spyr... Hver er uppáhaldsbókin þín og af hverju? Spurt á Facebook UMSJÓN Lee Ann „Ætli það sé ekki öll bókaserían um börn jarðar eftir Jean M. Auel. Þjóð Bjarnarins mikla , Dalur hestanna, Mammútaþjóðin, Seiður sléttunar og Hellaþjóðin. Þetta eru skemmtilegar og vel skrifaðar bækur þar sem mikið er fjallað um tengsl mannanna við náttúruna. Ég er hrifin af flestu því sem málefnið snertir hvort sem það er skáldskapur eða ekki.“ Zanny Lind Hjaltadóttir „Nikki og Rikki berjast við eiturlyfjasmyglarana eftir Einar Loga Einarsson. Las hana nokkrum sinnum í denn. Höfundurinn bjó heima einn vetur.“ Auðunn Sigurðsson „Grettissaga. Grettir hefur verið heillandi og flókinn karakter ásamt því að ég ólst upp á Reykjaströndinni og hafði Drangey fyrir augunum alla daga. “ Dagný Rósa Úlfarsdóttir „Ljósið í Djúpinu eftir Reyni Traustason, af því að hún kennir manni að láta ekkert stoppa sig og horfa fram á veginn í lífinu sama á hverju gengur. “ Atli Einarsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Taktu áhættu: Þú gleðst ef þú sigrar, vitkast ef þú tapar. - Óþekktur höfundur. Húnvetningurinn Þorgils Magnússon bæjartæknifræðingur og Selfyssingurinn Viktoría Björk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSN-Blönduósi eru matgæðingar þessarar viku. Þau búa á Blönduósi ásamt þremur börnum sínum Eyjólfi Erni 9 ára, Sveini Óla 6 ára og Grétu Björgu 2½ árs. „Við ætlum að bjóða upp á þrjár uppskriftir sem eru vinsælar á þessu heimili. Ekkert hefur verið eins oft bakað hér en einmitt þessi skinkuhorn, hafa verið notuð í afmælisveislur, nesti og sem hversdags kaffibrauð,“ segja matgæðingarnir. RÉTTUR 1 Skinkuhorn 100 g smjör 500 ml mjólk 1 pk. þurrger 60 g sykur 900 g hveiti (má vera að hluta til heilhveiti en þá verða þau ekki eins loftmikil) Fylling: niðurskorin skinka smurostur að eigin vali Aðferð: Mjólk og smjör er hitað í potti við vægan hita. Þessari blöndu er svo hellt í skál, gerinu dreift yfir og látið leysast upp. Hluta hveitis og sykri hnoðað saman við (geri alltaf í hrærivél og helst í 2-3 mín). Látið hefast á hlýjum stað (set smá volgt vatn í vaskinn og skálina þar ofan í). Mér finnst best að leyfa þessu að hefast í klukkustund. Stillið ofninn á 180°C og blástur. Restinni af hveiti hnoðað saman við í höndunum ef þörf er á. Skiptið deiginu í fimm hluta og fletjið það út í kringlótta köku, skerið í átta parta, fínt að nota pítsuhjól. Setjið klípu af smurosti og skinkuna á breiðari endann á hverjum parti. Rúllið upp og passið að láta mjóa endann fara undir, annars lyftist hann upp og verður ofbakaður. Raðið á plötu og og bakið í 14-16 mínútur eða þangað til hornin eru orðin fallega gyllt. Smakkast best nýbökuð en einnig er gott að frysta þau og hita upp. RÉTTUR 2 Rabbabarapæ Núna er tími rabbabarans og því ekki út vegi að koma gera þessa dásemd. Su do ku Skinkuhorn, rabbabarapæ og Baby Ruth kaka ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Viktoría og Þorgils matreiða Þorgils og Viktoría. MYND ÚR EINKASAFNI 26/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Marglyttur eru skæðir afræningjar og veiða sér ýmsar lífverur, sér í lagi aðrar marglyttur. Á matseðli marglyttna eru einnig sviflægar krabbaflær, hrogn og fisklirfur auk þess sem smáfiskar falla í valinn fyrir stærstu marglyttum. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru marglyttur nánast bragðlausar og innihalda 5% prótín og 95% vatn. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég er fær í flestan sjó. Í forsal vinda sést ég þó. Frumatriði ferðalags. Fundið spor að morgni dags. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.