Feykir


Feykir - 11.07.2018, Qupperneq 2

Feykir - 11.07.2018, Qupperneq 2
Danskan hefur lengi verið vandræðamál í íslensku samfélagi allt frá árinu sautjánhundruð og súrkál. Þannig var að á 18. öldinni þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Á Vísindavefnum segir að helst hafi borið á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Hið íslenska lærdómslistafélag var stofnað 1779 af tólf námsmönnum í Kaupmannahöfn og var Jón Eiríksson lífið og sálin í starfsemi þess. Í stofnskránni var mælt svo fyrir um að félagið skyldi varðveita norræna tungu. Þar stendur meðal annars: „Einninn skal félagið geyma og varðveita norræna tungu sem eitt fagurt aðalmál, er langa ævi hefir talað verið á Norðurlöndum, og viðleitast að hreinsa ena sömu frá útlendum orðum og talsháttum, er nú taka henni að spilla. Skal því ei í Félagsritum brúka erlend orð um íþróttir, verkfæri og annað, svo fremi menn finni önnur gömul eður miðaldra norræn heiti.“ Ja, det tror jeg nu! Á 19. öld var mikill áróður rekinn fyrir vönduðu málfari og gegn dönskum áhrifum af hinum þekktu Fjölnismönnum og kennurum Bessastaðaskóla. Þá var skrifað um ýmis efni á íslensku og bækur þýddar úr erlendum málum í ríkara mæli en áður. Þekkt eru nýyrðasmíð Jónasar Hallgrímssonar sem notuð var í stað danskra tökuorða sem farin voru að stinga sér niður. Almenningur tók virkan þátt í því að gæta íslenskrar tungu. Det var i de gode gamle dage! Nú er öldin önnur og fólk spyr sig af hverju það þurfi að læra dönsku í grunnskóla þar sem hún sé aldrei notuð. Þeir sem fara til Danmerkur tala hvort sem er ensku við innfædda. MMR, Markaðs og miðlarannsóknir, gerðu nýlega könnun hvort hætta ætti dönskukennslu í grunnskólum landsins og kenna annað tungumál í staðinn. Skiptar skoðanir voru á meðal landsmanna sem skiptust í jafnar fylkingar í afstöðu sinni til málsins en 38% voru andvíg og 38% fylgjandi breytingum á tungumálakennslu, þar af 18% mjög andvíg og 21% mjög fylgjandi. 24% svarenda kváðust hvorki andvígir né fylgjandi slíkum breytingum. Ef ég hefði verið spurður fyrir 40 árum síðan hefði ég ekki hikað við að segja að dönsku vildi ég ekki sjá og ekki heldur ensku, enda er ég lélegasti tungumálamaður landsins. En það hefði kannski komið sér vel að hafa verið búinn að læra dönskuna betur þegar ég, eitt sinn, gekk eftir Strikinu í Kaupmannahöfn. Vatt sér að mér maður og baunaði á mig einhverjum orðum á dönsku en ég skildi samt að hann var að reyna að selja mér eitthvað. Ég var ekkert á þeim buxunum að láta plata einhverju inn á mig og svaraði ákveðið: „Jeg spiser ikke dansk!“ Hann horfði undrandi á mig og gekk svo í áttina að pizzastaðnum sem hann var að auglýsa. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Spiser du dansk? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku lönduðu 36 skip og bátar á Skagaströnd og var afli þeirra 264 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu 14 skip og bátar 434 tonnum og á Hofsósi lönduðu þrír bátar tæpum fimm tonnum. Heildafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 702.867 kíló. /FE Aflatölur 1. – 7. júlí 2018 264 tonn til Skagastrandar SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 1.624 Skotta SK 138 Handfæri 1.053 Þorgrímur SK 27 Handfæri 2.090 Alls á Hofsósi 4.767 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Handfæri 3.309 Addi afi GK 97 Landbeitt lína 3.698 Alda HU 112 Lína 9.841 Arndís HU 42 Handfæri 2.360 Auður HU 94 Handfæri 7.698 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 2.509 Bergur sterki HU 17 Handfæri 3.342 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.416 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.448 Blær HU 77 Handfæri 1.902 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.447 Bragi Magg HU 70 Handfæri 4.285 Dóra ST 225 Handfæri 10.528 Elín ÞH 82 Handfæri 1.559 Fengsæll HU 56 Handfæri 5.986 Garpur HU 58 Handfæri 792 Geiri HU 69 Handfæri 2.580 Guðbjörg GK 666 Lína 5.051 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.339 Gyðjan HU 44 Handfæri 1.630 Hafdís HU 85 Handfæri 3.997 Húni HU 62 Handfæri 9.409 Jenný HU 40 Handfæri 2.371 Kambur HU 24 Handfæri 2.389 Katrín GK 266 Landbeitt lína 13.406 Katrín GK 266 Lína 6.271 Kópur HU 118 Handfæri 1.974 Loftur HU 717 Handfæri 2.292 Lukka EA 777 Handfæri 2.398 Már HU 545 Handfæri 2.344 Rúnar AK 77 Handfæri 1.547 Smári HU 7 Handfæri 2.509 Steinunn SF 10 Botnvarpa 123.412 Svalur HU 124 Handfæri 2.396 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.192 Sæunn HU 30 Handfæri 2.487 Víðir EA 423 Handfæri 2.431 Víðir ÞH 210 Handfæri 2.475 Alls á Skagaströnd 264.020 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 14.739 Drangey SK 2 Botnvarpa 155.095 Fannar SK 11 Handfæri 2.637 Gammur II SK 120 Handfæri 975 Gjávík SK 20 Handfæri 2.247 Hafborg EA 152 Dragnót 18.922 Kristín SK 77 Handfæri 2.382 Maró SK 33 Handfæri 1.438 Málmey SK 1 Botnvarpa 174.686 Már SK 90 Handfæri 4.463 Onni HU 36 Dragnót 21.588 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 30.728 Steini G SK 14 Handfæri 1.751 Vinur SK 22 Handfæri 2.429 Alls á Sauðárkróki 434.080 Blönduós Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Sjö umsækjendur voru um stöðu sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem auglýst var laus til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn. Alls sóttu níu aðilar um stöðuna. Ein umsókn barst of seint og var því hafnað og einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Umsækjendur eru í stafrófsröð: Auðunn Steinn Sigurðsson, Gunnar Rúnar Kristjánsson, Gunnólfur Lárusson, Hjörleifur Hallgrímur Herbertsson, Kristín Á. Blöndal, Linda Björk Hávarðardóttir og Valdimar O. Hermannsson. /LAM Húnavatnshreppur Skorað á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 4. júlí síðastliðinn var samþykkt samhljóða ályktun þar sem skorað er á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð til sauðfjárbænda á komandi hausti. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að finna leiðir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og eru forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafar og ráðamenn þjóðarinnar hvattir til að finna framtíðarlausn á alvarlegum vanda sauðfjárræktar í landinu. Ályktunin hljóðar svo í heild sinni: „Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð til sauðfjárbænda nú í haust. Lágt afurðaverð mun koma mjög illa niður á sauðfjárbændum í sveitarfélaginu. Í Húnavatns- hreppi er stór hluti íbúa sem byggir afkomu sína af sauðfjárbúskap. Ljóst er að lágt afurðarverð er í raun skerðing á rekstrarafkomu sauðfjárbænda og óvíst hversu mörg bú koma til með að standa undir því þar sem þolmörkum hefur þegar verið náð. Sveitarstjórn Húnavatns- hrepps, skorar á stjórnvöld, að finna leiðir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins, svo sem með niðurgreiðslu á flutningskostnaði á ull og sláturfé. Með því móti er komið á móts við þann mikla kostnað sem sláturleyfishafar og aðrir úrvinnsluaðilar sauðfjárafurða, bera vegna flutninga og sá sparnaður myndi skjóta fastari stoðum undir rekstur afurðastöðva. Sveitarstjórn Húnavatns- hrepps telur að tækifæri felist í aukinni samvinnu landbúnaðar og ferðaþjónustu sem hægt sé að nýta mun betur en gert er í dag. Leggja þarf meiri áherslu á markaðssetningu og vöruþróun innanlands fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim. Tryggja þarf að bændur geti fengið slátrað á hóflegu verði, vilji þeir sjálfir afsetja sínar eigin afurðir. Sveitarstjórn skorar á forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafa og ráðamenn þjóðarinnar að finna framtíðarlausn á þessum alvarlega vanda sem sauðfjárræktin er í.“ /FE 2 27/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.