Feykir


Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 3
Í 23. tbl Feykis var sagt frá því að hópfjármögnun væri hafin á Karolina Fund vegna viðhalds á Blettinum á Hvammstanga. Bletturinn er skógrækt sem Ingibjörg Pálsdóttir og Sigurður Helgi Eiríksson, búsett á Hvammstanga, byrjuðu á árið 1958. Þau hafa unnið í honum linnulaust síðan en sökum aldurs hefur þetta áhugamál ekki fengið að vaxa og dafna síðustu ár í verki og þarfnast Bletturinn mikils viðhalds og umhirðu. Takmarkið var að ná að safna 8.500 evrum, eða rúmri milljón íslenskra króna, á Karolina Fund og þegar stöfnuninni lauk á miðnætti þann 3. júlí var takmarkinu náð. Nýta á fjármagnið til að gera svæðið aðgengilegra fyrir gesti og gangandi. Gera þarf við göngustíga, lagfæra brýr yfir læki, bæta klósettaðstöðu og sláttur- og dráttarvélar þarfnast viðgerða. /LAM Hvammstangi Bletturinn náði takmarki sínu á Karolina Fund Skagafjörður Hofsósi hafnað sem brothættri byggð Á fundi í byggarráði Skagafjarðar þann 5. júlí sl. var lagt fram svar frá Byggðastofnun, dagsett 26. júní 2018, við bréfi frá 15. mars 2018 varðandi beiðni frá Sveitarfélaginu Skagafirði um aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi. Í svari Byggðastofnunar kemur m.a. fram að ekki sé mögulegt að taka Hofsós inn í verkefnið „Brothættar byggðir" nú. Jafnframt segir að fulltrúar Byggðastofnunar séu reiðubúnir til viðræðna við sveitarstjórn um hugmyndir sveitarstjórnarfólks, íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um framtíðarsýn fyrir Hofsós. Byggðarráð þakkaði svarið en lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála á Hofsósi og nágrenni og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Byggðastofnunar. /FE Skagaströnd Átta umsóknir um stöðu sveitarstjóra Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsti starf sveitarstjóra laust til umsóknar í lok júní og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn. Átta umsóknir bárust um stöðuna en eftirtaldir sóttu um: Gunnólfur Lárusson, Hjörleifur H. Herbertsson, Ingimar Oddsson, Kristín Á. Blöndal, Linda B. Hávarðardóttir, Ragnar Jónsson, Sigurbrandur Jakobsson og Þorbjörg Gísladóttir. /LAM Skagaströnd Borgarísjaki við Skagaströnd Myndarlegur borgarísjaki strandaði rétt utan við Skagaströnd á fimmtu- dagskvöldið í síðustu viku. Róbert Daníel Jónsson, búsettur á Blönduósi, var á ferðinni á föstudagsmorgun og tók nokkrar myndir af jakanum. Ísjakinn var nærri bænum Bakka sem er rétt norðan við Skagaströnd. Róbert sagði á Facebook - síðu sinni að það hafi verið virkilega tilkomumikið að sjá jakann svona nálægt landi og að líklegt væri að hann væri strandaður þar sem engin hreyfing var á honum. Borgarísjak- inn, sem brotnaði í tvo hluta, er nú á leið út Húnaflóann. /LAM Hrútafjörður Sýning opnuð á Byggðasafninu á Reykjum Næstkomandi sunnudag, þann 15. júlí klukkan 15:00, verður sýningin „Hvað á barnið að heita?" opnuð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Sýningin byggir á hand- gerðum skírnarkjólum, saum- uðum af konum í byggðarlaginu, og skírnar- og nafnakjólum Berglindar Birgisdóttur klæð- skera sem hún saumar upp úr gömlum og úrsérgengnum textíl. Einnig er fjölbreytileiki íslenskra mannanafna settur fram í áhugavert samhengi við skírnarkjólana. Sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. „Verið hjartan-lega velkomin. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á kaffi og kleinur að hætti safnsins. Við viljum einnig benda ykkur á nýja útisýningu safnsins sem fjallar um hernámsárin í Hrútafirði," segir í frétta- tilkynningu frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. /FE Skagafjörður Listaflóð á vígaslóð Menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð hefur síðustu sjö sumur verið haldin á Syðstu- Grund og þar í nágrenni, aðra helgina í júlí. Aðstandendur hátíðar-innar vilja koma því á framfæri að nú í ár verður viðburðum hátíðarinnar dreift yfir sumartímann og þeir auglýstir hverju sinni. Fyrsti viðburðurinn verður haldinn nú um helgina, en þá verður haldin sýning á handverki Ásbjargar frá Kúskerpi, fyrrum hótelstýru til 30 ára við Hótel Varmahlíð. Ásbjörg er Blöndhlíðingur, fædd og uppalin á Kúskerpi. Hún fór ung að vinna og taka ábyrgð, fyrst heima við búskapinn og sautján ára tók hún að sér ráðskonustarf við vegavinnu og vann við það sumarparta næstu sautján árin, mest við flokk föður síns, Jóhanns. Eftir grunnskóla tók hún gagnfræðapróf frá Lauga- skóla, fór í Húsmæðraskólann að Löngumýri þar sem hún síðar réð sig til kennslu og var viðloðandi það í um fjórtán ár. Áður hafði hún útskrifast frá handavinnudeild Kennara- skólans, eftir tveggja ára nám. Ásbjörg hefur verið með okkur hér í garðinum á Listaflóðsdegi og sýnt og selt brot af handverki sínu. Hún er alltaf að, eins og sagt er og þrátt fyrir áföll og heilsubresti gefst hún aldrei upp og í rauninni er hún fyrirmynd fyrir okkur hin. Listilega saumuð og gerð tækifæriskort hafa verið helsti afrakstur hennar síðustu ár ásamt, meðal annars, þæfðu og máluðu kúluhálsskrauti eða fylgihlutum. Hún hefur verið óhemju afkastamikil og eftir hana liggja óteljandi og ómetanlegir, dýrindis handverksmunir, allt frá nokkrum íslenskum þjóðbúningum, útsaumuðum sófasettum og niður í fínútsaumuð tækifæriskort. Ásbjörg tók vel í það að halda sýningu og með hjálp ættingja sinna og vina verður komin upp glæsileg sýning nú um helgina í Kakalaskála og verður sýningin opin frá kl. 14-18, dagana 13.- 15. júlí. Föstudaginn 13. júlí kl. 17.00 verður í Kakalaskála sérstök dagskrá, í tali og tónum, tileinkuð þessari mögnuðu konu. Við hvetjum ykkur til að taka rúnt í Blönduhlíðina, þessa sýningu ætti enginn að láta fram hjá sér fara. Endilega fylgist með á Facebooksíðunni - Listaflóð á vígaslóð, þeir sem tök hafa á því. /Fréttatilkynning. Syðsta-Grund í Blönduhlíð. AÐSEND MYND Einn sýningargripanna. MYND: REYKJASAFN.IS 27/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.