Feykir


Feykir - 11.07.2018, Side 4

Feykir - 11.07.2018, Side 4
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Tindastólsmenn tóku á móti Hugin, laugardaginn 7. júlí, á Sauðárkróksvelli. Stefan Antonio Lamanna skoraði fjögur mörk og Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson skoraði eitt mark. Leikurinn byrjaði af krafti en eftir aðeins fjórar mínútur voru heimamenn búnir að skora sitt fyrsta mark, þegar Lamanna kom boltanum í netið. Stuttu seinna, eða á 18. mínútu, skoraði Lamanna sitt annað mark. Heimamenn urðu svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því í hálfleik 2-1. Þegar níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Lamanna sitt þriðja mark. Hann var greinilega á skotskónum og skoraði sitt fjórða mark á 78. mínútu. Benjamín Jóhannes bætti svo við fimmta marki heimamanna á 82. mínútu. Staðan við leikslok 5-1. Með sigrinum komust Stólarnir úr fallsæti í fyrsta sinn í sumar en Víðir og Huginn eru fyrir neðan Tindastól í 2. deildinni. Næsti leikur Tindastólsmanna fer fram í dag, miðvikudag, gegn Völsungi á Húsavíkurvelli. /LAM 2. deild karla: Tindastóll – Huginn 5-1 Lamanna með fjögur mörk í sigri heimamanna 2. deild kvenna: Tindastóll – Grótta 3-2 Stólastelpur á toppinn Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls kvenna tylltu sér á topp 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með sigri á Gróttu á heimavelli sl. sunnudag. Stólar lentu tvisvar undir en eftir mikla eftirfylgni náðu okkar stelpur að jafna og komast yfir og unnu verðskuldaðan sigur. Strax á 11. mínútu kom markahrókurinn Taciana Da Silva Souza gestunum yfir en Guðrún Jenný Ágústsdóttir jafnaði jafnharðan skömmu síðar eða á þeirri 14. Taciana endurtók leik sinn átta mínútum síðar og kom Gróttu yfir á ný en það sætti Murielle Tiernan sig ekki við og jafnaði leikinn á ný og þannig var staðan í hálfleik, 2-2. Rétt eftir að dómari leiksins, Árni Rúnar Magnússon, hafði blásið til síðari hálfleiks gerði Bryndís Rut Haraldsdóttir út um leikinn er hún kom boltanum í netið. Þrátt fyrir ágætar sóknir á báða bóga var ekki meira skorað og heimastúlkur hirtu því öll stigin þrjú og komu sér á toppinn með 15 stig, jafnmörg og Augnablik sem hefur lakara markahlutfall 22:8 en Tindastóll 24:9 eftir fimm sigra og tvö töp. Grótta vermir þriðja sætið með 13 stig, Völsungur er með 12, Álftanes 11 og Fjarðab/Höttur/Leiknir 10 en Einherji og Hvíti riddarinn eru enn án stiga. Næsti leikur Stóla fer fram í dag, miðvikudag, gegn Hvíta riddaranum á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19:15. Allir sem tök hafa á ættu að drífa sig á staðinn og hvetja þessar mögnuðu stelpur til dáða./PF Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls. MYND: PF 4. deild karla – D-riðill: Geisli A - Kormákur/Hvöt 1-2 Sigur hjá Kormáki/Hvöt Kormákur/Hvöt sótti Geisla A heim í Aðaldalinn í 6. umferð á laugardaginn síðastliðinn. Feykir hafði samband við Guðbjart Sindra Vilhjálmsson, liðstjóra, og lýsti hann gangi leiksins á eftirfarandi hátt. Í sumar og sól sótti Kormákur/Hvöt Geisla A heim á Geislavelli. Leikurinn fór hratt af stað og sóttu gestirnir hart að Geislamönnum frá upphafi. Fyrsta mark leiksins kom á 14. mínútu þegar Juan Carlos Dominguez átti sendingu úr vörn gestanna á Daniel Garceran Moreno á miðjunni sem lagði boltann inn fyrir á Hilmar Þór Kárason sem lagði boltann framhjá markmanni Geisla. Staðan því orðin 0-1 fyrir Kormáki/Hvöt. Eftir markið hægðist aðeins á sóknarleik gestanna og komust Geislamenn inn í leikinn í fyrsta sinn. Stuttu fyrir hálfleik átti nákvæmlega sama atburðarás sér stað og í marki gestanna rétt áður, fyrir utan að markvörður Geisla varði meistaralega skot Hilmars Þórs. Flautað var til hálfleiks og hlupu leikmenn þá inn í klefa þar sem byrjað var að rigna. Staðan 0-1 fyrir Kormáki/Hvöt. Í seinni hálfleik virtust Geislamenn ætla taka við sér en allt kom fyrir ekki og á 53. mínútu fá gestirnir aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir miðju marki. Að boltanum stígur markaskorarinn Hilmar Þór sem á skot að marki sem markmaður Geisla nær ekki að halda og fellur boltinn fyrir Elvar Örn Birgisson sem leikur létt með boltann og kemur honum í netið. Ekki voru Geislamenn þó lengi að svara fyrir sig en þeir fengu aukaspyrnu úti á hægri kanti á 55. mínútu. Boltanum var þá fleygt inn á teiginn þar sem Geislamenn lögðu hann snyrtilega í markið. Reyndust lokatölur 1-2 á Geislavelli. Maður leiksins var Hámundur Örn Helgason vegna endalausrar baráttu inni á vellinum, framúrskarandi spilamennsku, einnig hélt hann miðju vallarins á sínu valdi allan leikinn og hirti alla skallabolta sem boðið var upp á. Næsti leikur Kormáks/ Hvatar fer fram þann 20. júlí kl. 20:00 á Blönduósvelli. /LAM Liðsmenn Kormáks/Hvatar í nýjum búningum. MYND: AÐDÁENDASÍÐA KORMÁKS Lamanna í baráttu um boltann. MYND: ÓAB Meistaramót GSS Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið dagana 4.-7. júlí og var keppt í nokkrum flokkum. Þátttaka var með ágætum í flestum þeirra og veðrið ágætt alla dagana þrátt fyrir misvísandi veðurspár. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem leiknar voru 54 holur. Á FB-síðu Golfklúbbs Sauðárkróks kemur fram að Hlíðarendavöllur sé í sínu besta standi líkt og síðastliðið sumar og er fólk hvatt til þess að skella sér á völlinn. Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. /PF Helstu úrslit og skor voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. sæti. Arnar Geir Hjartarson 317 högg. 2. sæti. Brynjar Örn Guðmundsson 322 högg. 3. sæti Jóhann Örn Bjarkason 328 högg. Meistaraflokkur kvenna: 1. sæti. Árný Lilja Árnadóttir 331 högg. 2. sæti. Hildur Heba Einarsdóttir 366 högg. 3. sæti. Sigríður Elín Þórðardóttir 374 högg, en hún varð í 3. sæti eftir umspil við Dagbjörtu Rós Hermundardóttur. 1. flokkur karla: 1. sæti. Guðmundur Þór Árnason 353 högg. 2. sæti. Andri Þór Árnason 359 högg. 3. sæti. Friðjón Bjarnason 368 högg. 2. flokkur karla: 1. sæti. Þórhallur Rúnar Rúnarsson 448 högg. 2. sæti. Pétur Björnsson 588 högg. Öldungaflokkur kvenna: 1. sæti. Ólöf Herborg Hartmannsdóttir 318 högg. 2. sæti. Hafdís Skarphéðinsdóttir 334 högg. 3. sæti. Kristrún Snjólfsdóttir 384 högg. Dominos-deildin Sigtryggur Arnar til liðs við Grindavík Samkomulag náðist á milli körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Grindavíkur sem heimilaði félagaskipti Sigtryggs Arnars Björnssonar. Í fréttatilkynningu frá stjórn Tindastóls var Sigtryggur Arnar sagður einn af mikilvægari leikmönnum Tindastóls á síðasta tímabili og mikil eftirsjá væri að leikmanninum. Stjórn Tindastóls þakkaði Sigtryggi Arnari fyrir frábært tímabil en harmaði jafnframt þá ákvörðun leikmannsins að klára ekki samning sinn við liðið. Að lokum kom stjórn Tindastóls á framfæri þökkum til Grindavíkur fyrir að koma heiðarlega fram til að ná sáttum um félagaskipti leikmannsins og óskaði Grindavík góðs gengis á komandi tímabili. /LAM 4 27/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.