Feykir


Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott að byrja að þessu sinni með fallegum vísum eftir Konráð Vilhjálmsson. Barmi þrái þínum hjá þrýsta brá að hjarta, heyra fá það hvísla, slá, hringa-gnáin bjarta. Hlýtt um varman háls á mér hvíla armar nettir. Þinn við barm að una er allra harma léttir. Ákaft langar okkur sjá indæl gerður bauga geisla undan beggja brá brenna í sama auga. Veit ekki um höfund að þessari. Þegar eitthvað þjakar lund þrýtur lífsins gaman. Þá er gott að stytta stund, stökur flétta saman. Önnur kemur hér höfundarlaus. Mig þótt græti meinsemd ný minnst þó bæti trega, ég vil mæta öllu því ofur gætilega. Helgi R. Einarsson mun hafa verið bjartsýnn á vordegi. Vel kom Ösp undan vetri, nú virðist í holdum betri. Hugguleg rjóð og hæðin góð. Töluvert meiri en metri. Þá rifjar Helgi upp liðna tíð. Slúður ýmsir segja og sig í auðmýkt reigja. En amma sagði og til lagði. „Oft er best að þegja.“ Ögn um ást frá Helga í næstu limru: Þér glæsilegt útlit er gefið sagði Gísli við Unu með kvefið. Þá kyssti hún hann sinn hjartkæra mann, hnerraði og saug upp í nefið. Nú á vordögum hefur orðið talsverð umræða vegna gjaldtöku á fiskveiðiréttindum útgerðarmanna. Næsta vísa Davíðs Hjálmars tengist þeirri starfsemi. Útgerðin stendur sig, heiðvirð og horsk á Halanum gengur það skafið. Hún kolmunna veiðir, karfa og þorsk og kastar svo aftur í hafið. Næsta limra Davíðs Hjálmars mun trúlega ort nokkru áður en fréttast fór um kaup á hlut í Granda af útgerðarrisanum Brimi. Um fiskinn af kunnáttu keppa þeir kasta og mokafla hreppa en einkum hjá Brimi af afburða fimi þeir iðka að veiða og sleppa. Vísnaþáttur 716 Það mun hafa verið morgunsöngl í þröstunum sem varð kveikjan að þessari vísu Ingólfs Ómars. Blístrar fugl á birkigrein blíðan söng mér færir. Syngur burtu sorg og mein, sinnið endurnærir. Ekki klikkar hringhenduformið í næstu vísu Ingólfs.. Gleði borið getur art, greikkað spor til muna. Eykur vorið yndisbjart orku þor og funa. Jakob Thorarensen orti margt fallegt á sinni tíð. Held að þessar snilldarvísur séu allar eftir hann. Brott er flest og þorrið þor þess er fyrr ég unni. Furða er samt hve vorsól vor vermir í minningunni. Bleika sé ég mörk og mar minna æskutíða, skrýtilega skiptast þar skuggar, hregg og blíða. Sú er kunnust lífsins list að láta þræði rakna, allt, sem vinnst, er óðar misst einskis skal þó sakna. Áfram skal haldið með fallegar og vel gerðar vísur. Jón Magnússon, sem mig minnir að hafi verið kallaður Bláskógaskáld, mun hafa ort þessar. Tak þú völdin, unga öld áður kvöldið fer til dóma. Sinufölduð klungrin köld knýttu tjöldum ilman blóma. Heyr þig kalla sól og söng sumarhallir draumaviðar. Syng burt alla sorg og þröng syng þú fjalli gras í hlíðar. Ýmsir hafa hér í nágrenni undirritaðs hælt því vori sem nú er liðið. Get ekki tekið undir það og tel maí nú í vor með þeim verstu síðan ég hóf búskap. Fór síðasta dag júní nú 2018 upp á fjall hér heima ásamt góðum nágranna til þess að slétta undir girðingu. Urðum frá að hverfa vegna bleytu í melum og klaka sem við brutum reyndar í einni þúfu sem úr varð þrjú klakastykki á stærð við þokkaleg fólksbílsdekk. Að þessu sögðu rifjast upp vísa sem er ættuð úr Þingeyjarsýslu, gæti verið eftir Indriða á Fjalli, er þó ekki viss. Bið lesendur um upplýsingar. Fénaðurinn féll úr hor fölna blóm og visna greinar. Þakki svo drottni þetta vor þeir sem að vita hvað hann meinar. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) frida@feykir.is Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Hættur að horfa á línulegt sjónvarp. Horfi þegar mér hentar og þá kemur Netflix sterkt inn. Besta bíómyndin? The Red Violin. Mögnuð saga. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þeim sem kunna að taka tapi. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég virðist vera sá eini sem kann á uppþvottavélina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Spaghetti Bolognese a la JEB. ,,The secret lays in the sause”. Hættulegasta helgarnammið? Pizzan. Hvernig er eggið best? Í Omilettunni a la JEB. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á stundum erfitt með að skipuleggja mig. Mjög pirrandi fyrir þá sem eru í Steingeitarmerkinu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Baktal og óheiðarleiki. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?,,Þögn er betri en þarflaus ræða”. Hver er elsta minningin sem þú átt? Hún er góð. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ekki viss um að það sé eftirsóknarvert að vera einhver frægur. Hins vegar á ég fyrirmyndir sem eru kannski ekki ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Jón Egill Bragason ÁRGANGUR: 1968. FJÖLSKYLDUHAGIR: Einstæður m/2 börn. BÚSETA: Það er gott að búa í Kópavogi. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Freyjugatan og Birkihlíðin í 550. Frumbyggir í efra hverfinu þegar allir þekktu alla þar. Bragi Haraldsson og Eygló Jónsdóttir eru foreldrarnir. STARF/NÁM: Viðskiptafræðingur frá HR og starfa hjá Arion banka hf. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Að ferðast ennþá meira erlendis og þá helst til landa sem bjóða upp á sól. Hvernig nemandi varstu? Bara nokkuð góður og fallegur en það er bara mín skoðun. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Veislan. Þegar heimilinu var breytt hreinlega í veitingastað og fullt af fólki að samgleðjast með fjölskyldunni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tja, það voru aldrei nein plön en menntun var alltaf á dagskránni. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Reiðhjólið….enda fór það svo að ég kenndi Spinning í mörg ár. Besti ilmurinn? Þegar mér tekst að elda eitthvað gott. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Úff, ekki hugmynd. Þótti mjög skrítinn, var að vera 18 ára þegar ég tók bílprófið. Hvernig slakarðu á? Sund, sauna og eimbað. Núllstillir mann algjörlega. Jón Egill frægar en miklar hvunndagshetjur. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Alæta á bækur og enginn uppáhalds. Orð eða frasi sem þú notar of mikið ,,Eruð þið með ‘etta?” Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Barack Obama, Vigdísi Finnbogadóttur og John Fitzgerald Kennedy. Þetta fólk myndi leysa öll heimsins vandmál og það í matarboði hjá mér, Vá. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ekki viss um að ég myndi þiggja svona boð. Fortíðin er liðin og við breytum henni ekki auk þess sem við erum smátt og smátt að þróast og lifa í betri heimi. Til hvers þá að fara til baka? Myndi hins vegar þiggja boð um að sjá inn í framtíðina t.d. árið 3000. Það væri svo forvitnilegt. Kannski finnst fólki þá farsíminn jafn takmarkaður samskiptamáti eins og okkur finnst bréfdúfur vera. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? “Eftir mínu höfði”. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... í eyjahopp í Karabískahafinu. Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: 1. Ferðast til framandi lands A. 2. Læra tungumál viðkomandi lands. 3. Fara aftur í lið 1 þegar búið er að mastera lið 2 og byrja á landi B. Setja þetta síðan í endalausa lúppu með hlaupandi bókstöfum í lið 1 og vona að ævin endist til. Jón Egill Bragason. MYND ÚR EINKASAFNI 8 27/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.