Feykir


Feykir - 11.07.2018, Side 10

Feykir - 11.07.2018, Side 10
Þessar óskir okkar. Við vitum ekki hvaðan þær koma, eða hvers vegna þær verða til í hugum okkar. Við vitum ekki af hverju okkur langar til einhvers sérstaks og vitum ekki alltaf hvað drífur okkur áfram í þá átt sem við veljum hverju sinni. En óskirnar eru þarna og þráin til þess að fá þær uppfylltar. Kannski skilgreinir þessi þrá okkar um framvindu tilverunnar svolítið hver við erum og hvaða lífsgildi við höfum og höldum í heiðri. Ég veit það ekki. Við erum allavega, svo dásamlega mismunandi og við höfum öll þennan hæfileika, þennan neista, sem eru óskirnar okkar. Árið 1996 fórum við hjónin í ferðalag vestur á firði með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og eins og lög gera ráð fyrir í svoleiðis ferð, var víða sungið, meira að segja uppi á Látrabjargi, þó eiginlegir tónleikar kórsins hafi verið á Patreksfirði, Þingeyri og Ísafirði. Ég heillaðist alveg af Vestfjörðunum og þessum mögnuðu slóðum sem við fórum um og hafði lengi verið forvitin um ýmislegt þarna, aðallega vegna þess að föðurfjölskylda mannsins míns bjó fyrir vestan í margar kynslóðir. Þegar ferðahópurinn sigldi í sól og blíðu inn Ísafjarðardjúpið, með viðkomu í Vigur, þá fór að bæra á sér einhver ósk. Þrá um að komast á söguslóðirnar í Selárdal til að skoða listaverk Samúels Jónssonar á sjávarkambinum og líta augum húsið hans Gísla á Uppsölum. Enn stærri var þó óskin mín um að komast niður á Rauðasandinn, sem ég hafði bæði lesið margt um og heyrt enn meira um. Fegurðina, hryllinginn, einangrunina og morðin á Sjöundá, svo eitthvað sé nefnt. Árið 2002 rættist hluti af óskinni minni þegar við fjölskyldan heimsóttum Vestfirðina í annað sinn og fórum þá að skoða Ingjaldssandinn og Selárdalinn. Það var gaman að koma á Ingjaldssand og drekka kaffi á Brekku. En mér fannst sorglegt að koma í Selárdal þar sem verk Samúels voru í skelfilegri niðurníðslu, en þá var þó eitthvað byrjað að vinna í því að heiðra minningu hans og safna fjármagni til að gera við stytturnar og dytta að húsinu og kirkjunni hans, sem hann byggði utan um altaristöflu. Árið 2017, í fyrrasumar, þegar stóð til að ég yrði fimmtug, ákvað ég að freista þess að láta óskina mína gömlu um að komast niður á Rauðasandinn rætast og bað stórfjölskylduna að gefa mér það í afmælisgjöf, ef þau gætu og vildu, að koma með mér vestur á firði í nokkra daga. Ég hafði þá í nokkur ár séð fyrir mér að ég yrði fimmtug á Rauðasandinum ÁSKORENDAPENNINN Jóhanna Helga Halldórsdóttir Brandsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu Þegar óskirnar rætast UMSJÓN Lee Ann Maginnis og svo myndi ég drífa mig upp í Selárdal daginn eftir og ákvað að skella þessu á ættingja mína. Svo fór sem fór. Þið vitið hvernig þetta er þegar óskirnar rætast, tilfinningin er engu lík og það er gjörsamlega ómögulegt að lýsa henni. Við vorum eitthvað um þrjátíu manns að leika okkur á Rauðasandinum á Jónsmessunni 2017 og ég viðurkenni að það hjálpaði mér mikið að komast í gegnum fimmtugsmúrinn. Við fengum sól og kveðju frá Sigga Hlö og svo daginn eftir þegar hersingin brunaði upp í Selárdal, þá skein sólin allan daginn og það var hamingjusöm kona sem virti fyrir sér uppgerðu og nýmáluðu verkin hans Samúels á sjávarkambinum. Það var líka hamingjusöm kona sem heimsótti Uppsalabæinn hans Gísla með föruneyti sínu þennan sumardag og heimsótti svo minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn, aðeins seinna í ferðinni. Þá var hringnum lokað síðan 1996, en ferðalangarnir þá skoðuðu þetta magnaða safn undir leiðsögn Egils Ólafssonar, sem þá var enn sprækur og sprelllifandi. Ég get ekki nógsamlega þakkað fólkinu mínu fyrir að gera þessa frábæru ferð að veruleika. Óskirnar okkar eru nefnilega dýrmætar því þær eru hluti af okkur. Svo ég segi við þig sem þetta lest: Varðveittu óskirnar þínar og nærðu þrána sem ætlar að gera þær að veruleika. Hlúðu að gleðinni sem felst í því að sjá fyrir þér ósk verða að veruleika. Beindu huganum í þá átt sem þú veist að þú vilt fara. Ekki hlusta á úrtöluraddir. Og láttu svo slag standa. - - - - - Ég skora á systurdóttir mína, Heiðrúnu Ósk Jakobínudóttir, að taka við pennanum. Jóhanna Helga og Brynjólfur í Selárdal. MYND ÚR EINKASAFNI Fimmtuga konan og föruneyti hennar. MYND ÚR EINKASAFNI Áskell Heiðar framkvæmdastjóri Landsmóts Frábær hópur af samhentu fólki sem leggur á sig mikla vinnu „Ég er gríðarlega stoltur fyrir hönd okkar Fáksfélaga að hafa fengið að halda þetta glæsilega Landsmót þar sem allt hefur verið eins og best verður á kostið, frábærir hestar og knapar og góðir gestir,“ sagði Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, við slit 23. Landsmóts hestamanna í Víðidal sl. sunnudag. Landsmótið var átta daga veisla sem sótt var af á níunda þúsund gestum, bæði innlendum og erlendum, þegar mest var á svæðinu sl. laugardagskvöld. Áskell Heiðar Ásgeirsson á Sauðárkróki var framkvæmdastjóri Landsmóts líkt og fyrir tveimur árum er það var haldið á Hólum í Hjaltadal. Feykir hafði samband við Heiðar og forvitnaðist um það hjá honum hvernig til hefði tekist. „Landsmótið gekk bara vel fyrir sig. Engin áföll eða óvæntar uppákomur. Við fengum mikið af jákvæðum viðbrögðum frá gestum og knöpum varðandi þjónustu, aðbúnað og annað sem við buðum upp á. Auðvitað er alltaf eitthvað sem betur má fara en heilt yfir gekk þetta mjög vel. Veðrið lék svo sem ekki við okkur en það var bara eins og það hefur verið hér á suðvestur horninu síðustu vikur og mánuði,“ segir Heiðar og bætir við að stemningin hafi verið góð. „Í vinsælustu keppnisflokkunum var brekkan þétt setin og eftir að dagskrá lauk slógum við upp gítarpartýjum og sveitaböllum sem gengu mjög vel.“ En hvað er það sem stendur upp úr hjá framkvæmdastjóra Landsmóts? „Það sem stendur upp úr hjá mér, alveg eins og eftir Hólamótið fyrir tveimur árum, er hversu frábær hópur af samhentu fólki leggur á sig mikla vinnu til að búa til frábært mót. Margir þeirra fylgja mótunum milli landshluta og síðan koma inn nýliðar á hverju svæði og úr þessu verður mjög skemmtileg blanda sem skilar frábæru starfi. Það er það sem stendur upp úr hjá mér, að kynnast öllu þessu frábæra fólki. Og jú, svo voru hestarnir líka til fyrirmyndar!“ /PF Áskell Heiðar var að vonum ánægður með Landsmótið sem gekk í alla staði mjög vel. Á myndinni, sem finna má á FB—síðu Heiðars er hann að taka fána niður sem blöktu meðan á mótinu stóð. Leiðrétting við frétt Rangt símanúmer hjá Bílaþjónustu Norðurlands Þau leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði Feykis að uppgefið símanúmer hjá Bílaþjónustu Norður- lands. Hið rétta númer er 8933515. 10 27/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.