Feykir


Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 11.07.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 27 TBL 11. júlí 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Varamaður Skagfirðings í A-úrslitum á LM hestamanna Landsmót hestamanna Landsmót hestamanna var haldið í Reykjavík dagana 1. - 8. júlí og lauk sl. sunnudag með úrslitakeppni í hinum ýmsu greinum. Verðlauna- bikar í A-flokki gæðinga verður áfram í stofunni hjá Eyrúnu Ýr Pálsdóttur frá Flugumýri í Skagafirði, sem hampaði honum eftir síðasta Landsmót, en sambýlis- maður hennar, Teitur Árnason, gerði sér lítið fyrir og sigraði nokkuð örugglega á hestinum Hafsteini frá Vakurstöðum, sem keppir fyrir hönd hestamanna- félagsins Fáks. Eyrún landaði 7. sætinu á Sjóði frá Kirkjubæ Á landsmot.is segir að A-flokkur gæðinga sé ávallt hápunktur Landsmóts hestamanna og svo hafi einnig verið nú. Keppnin er ávallt mikil og hestarnir einstaklega góðir og þegar það er svo toppað með frábærri reiðmennsku þá er það einfaldlega veisla fyrir augu áhorfenda. Það vakti verðskuldaða athygli að Sina Scholz, Hestamannafélaginu Skag- firðingi, náði 6. sætinu eftir vasklega framgöngu gæð- ingsins Nóa frá Saurbæ, en þau fóru á Landsmót sem varahestur/knapi. Eftir for- keppni enduðu Nói og Sina í 22. sæti með einkunnina 8,67. Í milliriðli náðu þau 7. sæti með 8,73 sem fleytti þeim í úrslit þar sem þau kræktu í 6. sætið og enn hærri einkunn eða 8,77. Í unglingaflokki gerði Júlía Kristín Pálsdóttir frá Flugumýri vel er hún landaði 3. sætinu á gæðingi sínum Kjarval frá Blönduósi með einkunnina 8,685. Júlía og Kjarval voru í öðru sæti eftir keppni í milliriðli með 8,52. Í ungmennaflokki átti Skagfirðingur tvo fulltrúa í A úrslitum. Annars vegar voru það Viktoría Eik Elvarsdóttir og Gjöf frá Sjávarborg og Guðmar Freyr Magnússon á Óskasteini frá Íbishóli. Viktoría og Gjöf kræktu sér í 5. sætið með einkunnina 8,54 en Guðmar og Óskasteinn þurftu að hætta keppni sem var sárgrætilegt þar sem þeir urðu í 3. sæti í milliriðli með einkunnina 8,60. Á FB-síðu Guðmars kemur fram að Óskasteinn hafi bitið sig í tunguna svo blæddi úr. Hætt var að blæða þegar þeir komu úr brautinni og var allt í lagi með hestinn strax á eftir. Guðmar segir þetta atvik eitt það allra leiðinlegasta sem hann hafi lent í á keppnisvelli. „Við félagarnir vorum báðir í feikna gír og ætluðum okkur að gera góða hluti en svona er keppnin, allt getur skeð. Það jákvæða var að við komum báðir út af mótinu reynslunni ríkari og látum þetta slys ekki á okkur fá,“ skrifar Guðmar. Í barnaflokki náðu þau Þórgunnur Þórarinsdóttir og Grettir frá Saurbæ besta árangri Skagfirðingsfélaga, 13. sætinu með einkunnina 8,65, og unnu sig upp um tvö sæti frá milliriðlum 8,42. Sina og Nói stálu senunni Sina segir að þau Nói hafi ekki hitt á góðan dag í úrtökunni hér fyrir norðan og uppskáru „bara“ 8,49 í A-flokki eftir forkeppni. Það leiddi til þess að þau komust ekki inn á Landsmót fyrir félagið en Nói var varahestur. Hann náði samt frábærri einkunn í tölti, 7,20, og var á stöðulista 30 bestu tölthrossa landsins. Seinni daginn á úrtöku og félagsmóti unnu þau úrslitin með 8,69 og urðu félagsmeistarar Skagfirðings í A- flokki. Einn hestur var afskráður úr A-flokki fyrir hönd Skagfirðings stuttu fyrir LM og þar með fengu þau Sina og Nói sæti til að keppa. „Á þriðjudaginn var forkeppnin og gekk rosalega vel hjá okkur, þó að Arion væri í okkar riðli og þar með mjög sterkur samanburður. Við náðum 8,67 og 22. sæti eftir forkeppni, sem þýddi að við fengum að mæta aftur í milliriðill sem fór fram á fimmtudaginn. Hann reyndist vera okkar dagur og toppaði Nói enn og aftur, 8,73 og 7. sæti af 30 bestu fimmgangshestum lands- ins,“ segir Sina og bætir við að sennilega hafi það komið mörgum á óvart hversu vel þau skemmtu sér og nutu sín vel á vellinum. „Úrslitin á sunnudaginn voru rosalega skemmtileg og Nói var með næsthæstu einkunn fyrir töltatriði, 9,08. Í lokin náðum við að bæta okkur um eitt sæti og lentum í 6. sæti með einkunnina 8,77. Hæsta sem við höfum náð hingað til.“ Sina segir upplifunina ólýsanlega og tilfinninguna stórkostlega að vera í A- úrslitum í A- flokki á stærsta móti á Íslandi. „Hesturinn minn var æðislegur og alveg eins og hugur minn. Ég er rosalega stolt af honum og okkar afreki á þessu móti. Nú stefnum við bara á að gera ennþá betur næst,“ segir Sina en Nói hefur verið í eigu hennar sl. þrjú ár. „Hann er aðalkeppnis- hesturinn minn og hef ég séð alfarið um þjálfun hans og sýningar. Ég er einnig að rækta undan honum og mun hann taka á móti merum í Miðsitju í sumar og hægt að bæta við fleirum eins og staðan er,“ segir Sina að lokum. /PF Guðmar Freyr Magnússon og Óskasteinn frá Íbishóli. MYND AF FB-SÍÐU ÍBISHÓLS Sina Scholz og Nói frá Saurbæ vöktu mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á Landsmóti hestamanna í Reykjavík. MYND: ÁRNI RÚNAR HRÓLFSSON

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.