Feykir


Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 12
Ert þú búinn að heilsa upp á Feyki.is? Nú er netmiðillinn okkar ferskari en nokkru sinni og lúkkar fínt í tölvunni, spjaldtölvunni og símanum! Kíktu á... Feykir.is Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 29 TBL 25. júlí 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Langar í ærslabelg á Krókinn María Ósk skrifaði sveitarfélaginu bréf Kæra sveitarfélag. Það vantar hoppubelg hingað á Krókinn, bæði fyrir okkur og gestina sem koma hingað á tjaldsvæðið. Það er ekkert í boði fyrir tjaldgestina okkar. Það eru ekki allir með bílpróf sem geta farið til dæmis til Hofsóss eða Varmahlíðar. Það er mikill áhugi barna og unglinga hér á Króknum. Það væri gaman að fá hoppubelg hingað á Krókinn. Þannig hljóðar bréf Maríu Óskar Ólafsdóttur á Sauðárkróki til Svf. Skagafjarðar sem hún afhenti í Stjórnsýsluhúsinu sl. fimmtudag. Bréfið var keimlíkt öðru sem hún sendi félags- og tómstundanefnd í nóvember sl. Nefndin samþykkti að kanna málið með jákvæðum huga og óskar eftir að það verði skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun þessa árs. Ekki er þess þó sérstaklega getið í áætluninni að koma upp ærsla- belgnum svo María ákvað að skrifa sveitarfélaginu aftur. „Mér finnst ekkert vera gert fyrir tjaldstæðisgesti og þetta er komið víða um landið fyrir utan okkur. Það myndi gleðja alla krakka sem búa hér að fá hoppubelg, annars þurfum við alltaf að fara til Varmahlíðar eða Hofsóss,“ segir María aðspurð um framtakið. Hún segist vera búin að prófa belginn í Varmahlíð en ekki á Hofsósi og það fannst henni gaman. Hún segist hafa skrifað bréfið í von um að sveitar- félagið sýndi málinu áhuga og gera eitthvað til að draumur hennar yrði að veruleika. Eins og fram kemur í bréfinu er María ekki með bílpróf og kemur ekki til með að öðlast það vegna fötlunar sinnar. Hún bendir á að krakkar á svipuðu reki hafi ekki aðgang að hoppubelg nema með tilstuðlan foreldra sinna sem geta skutlast fram í Varmahlíð eða í Hofsós og hoppað þar. Hún segist heppin að hafa farið oft með foreldrum sínum sem og með skammtímavistun en hana langar oftar að hoppa og er líka að hugsa um þá krakka sem gista tjaldsvæðið og hafa ekkert við að vera. „Ég bind vonir við það að ný sveitarstjórn taki þetta fyrir og framkvæmi og ég verð mjög ánægð og á eftir að nota þetta mikið,“ segir María sem vinnur á leikskólanum Ársölum fram að hádegi. Til þess að hafa eitthvað fyrir stafni eftir vinnu fer hún í ræktina með mömmu sinni en segist frekar vilja hoppa á ærslabelg. Þegar hún er spurð hvað sé það skemmtilegasta sem hún gerir kemur löng þögn, svo svarar hún: „Það er ekkert að gera fyrir mig. Göngutúr og hjóla kannski og núna er skammtímavistun lokuð og þá er ekkert að gera,“ segir María að lokum og skorar á sveitar- stjórnina að koma þessu upp sem fyrst. /PF María Ósk afhendir Kristínu Jónsdóttur, skjalastjóra, bréfið góða en líklega verður erindið ekki tekið fyrir fyrr en í ágúst þar sem sveitarstjórnarfulltrúar eru í sumarfríi. MYNDIR: PF Þátttökuskilyrði fyrir Norður- strandarleið Ferðaþjónusta á Norðurlandi vestra Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna skýrslu þar sem farið er yfir skilyrði til þátttöku í verkefninu um Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way). Norðurstrandarleið hefur verið í þróun síðustu misseri en með henni á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Hún verður um 800 kílómetra löng með 21 bæ eða þorpi og fjórum eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægð við norðurheimskautsbauginn. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á svæði Norðurstrandar- leiðar þurfa að uppfylla nauðsynleg skilyrði til að geta gerst meðlimir. Meðlimir þurfa að vera skráð fyrirtæki og eiga aðild að Markaðsstofu Norðurlands, hafa ótvíræð tengsl við norðurströnd Íslands, ábyrgjast samfelld samskipti allan ársins hring og stefna að því að fyrirtækin séu opin allan ársins hring, vinna að aukinni sjálfbærni innan fyrirtækja sinna og sækja árlega vinnustofu til að skiptast á reynslu- sögum og bæta innri tengsl. Fyrirtækin þurfa að vera á skilgreindri leið Norður- strandarleiðar, vera sjávarmegin við skilgreinda akstursleið eða vera innan fjögurra kílómetra frá skilgreindri leið og bjóða helst upp á útsýni til hafsins. Þau fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði um landfræðileg viðmið geta tekið þátt í verkefninu með því að bjóða upp á einstakar upplifanir (e. Hero experiences) í pakkaferðum eða samstarfi með meðlimum Norðurstrandarleiðar. Meðlimir Norðurstrandarleiðar skipta með sér markaðs- kostnaði til að tryggja sjálfbæra og örugga markaðssetningu verkefnisins. Þeir styðja markaðssetningu Norðurstrandar- leiðar með því að nota kennitákn og nafn leiðarinnar í sinni markaðssetningu, en kennitáknið gefur til kynna aðild að samtökunum. Stefnt er að því að opna Norðurstrandarleiðina form- lega á Degi hafsins þann 8. júní 2019. /LAM Við norðurströndina. MYND: FE Bréf Maríu er skrifað af einlægni og að sjálfsögðu handskrifað.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.