Feykir


Feykir - 15.08.2018, Side 1

Feykir - 15.08.2018, Side 1
30 TBL 15. ágúst 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Kristín Sigurrós Einarsdóttir er alltaf með eitthvað á prjónunum Er ekki mikið fyrir að prjóna á nr. 2,5 BLS. 9 Katharina Schneider í opnuviðtali Ævintýraþráin leiddi hana til Íslands Álfhildur Leifsdóttir svarar Rabb-a-babbi Flinkari með ryksuguna en borvélina Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. FYRIR HEYSKAPINN Eigum til tinda og hnífa í flestar gerðir heyvinnuvéla, einnig slöngur og dekk með eða án felgu. & 453 8888 NETFANG velaval@velaval.is Á fundi byggðarráðs Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar í gærmorgun var samþykkt samhljóða að ráða Sigfús Inga Sigfússon í starf sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sigfús Ingi er 42 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri í atvinnu-, menningar- og kynningar- málum hjá sveitarfélaginu. Hann hefur viðamikla reynslu úr störfum í opinberri stjórnsýslu hjá bæði ríki og sveitarfélagi og hefur einnig starfað hjá fyrirtækjum á einkamarkaði. Sigfús lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og MBA-gráðu frá University of Stirling í Skotlandi árið 2002, auk þess hefur hann stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Sigfús Ingi er kvæntur Laufeyju Leifsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu, og eiga þau þrjú börn. Alls sóttu 17 einstaklingar um starfið en fjórir drógu umsókn sína til baka. Ráðningarferlið var í höndum ráðninga- og ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs og að teknu tilliti til faglegs mats og umsagnar Hagvangs var ákveðið að ráða Sigfús Inga í starfið. Áætlað er að Sigfús taki til starfa 22. ágúst næstkomandi. „Ég er spenntur fyrir starfinu og hlakka mjög til að vinna með öllu því góða fólki sem starfar hjá sveitarfélaginu. Ég veit að ég tek við góðu búi en auðvitað eru áskoranirnar margar eins og gengur og gerist og vafalítið verður í mörg horn að líta. Enda er sveitarfélagið víðfeðmt og hefur á að skipa nokkrum þéttbýlis- kjörnum og öflugu dreifbýli og er metnaðarmál okkar að kappkosta að veita íbúum héraðsins sem besta þjónustu,“ segir Sigfús Ingi, nýráðinn sveitarstjóri. /LAM Sveitarfélagið Skagafjörður Sigfús Ingi ráðinn nýr sveitarstjóri Það var fallegt um að litast á Sauðárkróki í gær þegar þessi mynd var tekin, logn og rjómablíða þó þokan hefði tyllt sér á Þórðarhöfðann og eyjarnar. Það skyggði þó á ánægju margra að sjá að tveir dragnótabátar höfðu gert sig heimakomna rétt upp við landsteinana og má sjá annan þeirra, Hafborgu EA 152 sem er tæplega 300 brúttótonna skip, á myndinni þar sem hún er að veiðum á slóðum sem vinsælar eru hjá sjóstangaveiðmönnum. Bann við dragnótaveiðum á Skagafirði var afnumið þann 1. nóvember sl. og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggðarráðs Skagafjarðar, hefur sveitarstjórn engin svör fengið frá ráðamönnum við mótmælum þeim sem sem hún sendi frá sér þá. „Þetta er bara ekki gott og við munum ítreka mótmæli okkar á næstu dögum ef ekki verður hlustað á sjónarmið okkar,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki. MYND & TEXTI: FE Skagafjörður Dragnótabátar að veiðum uppi við land Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Sigfús Ingi Sigfússon. MYND: FEYKIR

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.