Feykir


Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 2
Brátt tekur sumri að halla. Sumarfríum fer að ljúka hjá velflestum og hversdagurinn tekur við, skólarnir hefja vetrarstarfið og fólk tínist í sín hefðbundnu störf. Flestum þykir gott að komast í daglega „rútínu“ aftur og vissulega hefur það að dandalast of mikið í fríi ekki talist góður siður hjá okkur Íslendingum í gegnum tíðina, fólk hefur jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir það að eiga of mikið sumarfrí því eins og einn góður málsháttur segir þá göfgar vinnan manninn. Í fréttum Ríkisútvarpsins í byrjun vikunnar var fjallað um kulnun í starfi, alvarlegan heilsufarsvanda sem fer vaxandi hér á landi og er nú svo komið að sjúkrasjóðir fjölmennra stéttarfélaga eru að tæmast vegna þessa vanda. Í samtali við geðlækni kemur fram að í verstu tilfellunum þjáist fólk af sjúklegri streitu sem sé í raun heilabilun og verði margir óvinnufærir af þessum völdum, missi jafnvel minnið og séu ófærir um að framkvæma hversdagslegustu hluti. Ástæðu þessa má rekja til mikils álags, oft bæði í vinnu og einkalífi. Það er undarlegt til þess að hugsa að eftir því sem tækninni fleygir fram og á tímum þar sem sífellt koma fram ný og ný tæki til að létta okkur störfin skuli þetta vera blákaldur veruleiki. Maður skyldi ætla að álagið á þá sem vinna verkin ætti að minnka með aukinni tækni en þessu virðist í raun vera þveröfugt farið. Mörg fyrirtæki eru undirmönnuð og eins eru þeir margir sem vinna á mörgum stöðum. Eitt af því sem hefur verið nefnt í þessu sambandi er að færst hefur í vöxt að ætlast sé til að fólk geti sinnt vinnu sinni heiman frá sér, það er jú orðið býsna auðvelt fyrir marga. Þetta skapar stóraukið áreiti og verður til þess að fólk upplifir sig stöðug í vinnunni og gæðastundum fjölskyldunnar fækkar til muna. Hér þarf greinilega að endurskoða ýmsa hluti. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir að klára sumarfríið okkar. Það er líka allt í lagi að taka smá tíma í að umgangast heimilisfólkið þegar komið er heim að loknum vinnudegi og jafnvel að spjalla saman yfir kvöldmatnum. Það gæti meira að segja bara verið ágætt að leggjast öðru hvoru með tærnar upp í loft og góða bók í hönd. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Göfgar vinnan manninn? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Þessa vikuna bárust eingöngu aflatölur frá Skagaströnd. Þar lögðu 32 bátar upp afla þessa vikuna og var hann samanlagt tæp 79.941 kíló. Allflestir voru bátarnir á handfæraveiðum og var það Bragi Magg HU 70 sem fiskaði mest þeirra eða rúmlega sjö tonn. Það var hins vegar línubáturinn Daðey GK 777 sem átti aflametið á Skagaströnd í síðustu viku en hún landaði 16.569 kílóum alls í þremur löndunum. /FE Aflatölur 5. – 11. ágúst 2018 á Norðurlandi vestra 32 bátar lönduðu á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Arndís HU 42 Handfæri 448 Auður HU 94 Handfæri 3.287 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 932 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 805 Blíðfari HU 52 Handfæri 785 Blær HU 77 Landbeitt lína 1.522 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.683 Bragi Magg HU 70 Handfæri 7.229 Daðey GK 777 Lína 16.569 Dísa HU 91 Handfæri 1.070 Dóra ST 225 Handfæri 2.568 Elín ÞH 82 Handfæri 1.732 Fengsæll HU 556 Handfæri 460 Geiri HU 69 Handfæri 1.589 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.601 Gyðjan HU 44 Handfæri 743 Hafdís HU 85 Handfæri 1.792 Hafrún HU 12 Dragnót 631 Hanna SH 28 Handfæri 5.254 Jenný HU 40 Handfæri 433 Kambur HU 24 Handfæri 800 Katrín GK 266 Landbeitt lína 11.534 Kári SH 78 Handfæri 3.446 Kópur HU 118 Handfæri 1.358 Loftur HU 717 Handfæri 1.292 Lukka EA 777 Handfæri 1.098 Sandvík GK 73 Handfæri 2.737 Smári HU 7 Handfæri 1.308 Svalur HU 124 Handfæri 1.478 Sæunn HU 30 Handfæri 1.668 Víðir EA 423 Handfæri 1.509 Víðir ÞH 210 Handfæri 580 Alls á Skagaströnd 79.941 Heilbrigðisstofnun Norðurlands Héldu tombólu til styrktar HSN Þessar duglegu stúlkur, Berglind Rós Guðmundsdóttir og Hafdís Sunna Welding Andradóttir héldu tombólu til styrktar HSN á Sauðárkróki. Hér eru þær ásamt Friðjóni Bjarnasyni, lækni, þegar þær komu með afraksturinn kr. 2.342. Þökkum við þeim kærlega fyrir. /FRÉTTATILKYNNING Skagaströnd Biopol vaktar Víkur fyrir Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur frá árinu 2016 séð um vöktun á ströndum samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR en það er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur- Atlantshafsins sem Ísland hefur staðfest. Fyrirfram afmarkað svæði er tekið fyrir á hverri strönd og er tilgangurinn með vöktuninni að finna uppruna þess rusls sem safnast mest fyrir á svæðinu, meta magn þess yfir ákveðið tímabil og að fjarlægja það af svæðinu. Starfsfólk Biopol á Skagaströnd hefur nú tekið að sér að standa vaktina á ströndinni Víkur á Skagaströnd fyrir Umhverfisstofnun og hefur það fengið aðstoð frá starfsmanni stofnunarinnar við fyrstu vöktunina sem fram fór í júlí. Á ströndinni fannst mikið rusl sem kemur frá sjávarútvegi s.s. netakúlur, olíubrúsar og fiskikassar ásamt plastbrotum í ýmsum stærðum. Víkur er sjötta ströndin sem vöktuð er á Íslandi samkvæmt aðferðafræði OSPAR. Hinar eru Surtsey, Bakkavík á Seltjarnanesi, Búðavík á Snæfellsnesi, Rauðisandur og Rekavík á Horn- ströndum. Sameiginlegt öllum þessum ströndum er að meirihluti þess rusls sem þar finnst er plast. Strendurnar uppfylla flest þau skilyrði sem koma fram í leiðbeiningum OSPAR að teknu tilliti til aðstæðna hér við land. Þau eru að þær séu sand- eða malarfjörur og opnar fyrir hafi, að lágmarks- lengd þeirra sé 100 m og að þær séu að einhverju leyti ruslagildra og aðgengilegar allt árið (þar sem við á). Einnig að auðvelt sé að fjarlægja rusl, að engar byggingar séu í fjörunni og að hreinsun fari ekki fram af öðrum aðilum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Umhverfisstofnunar https://ust.is/atvinnulif/haf-og-vatn/voktun- stranda/ /FE 2 30/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.