Feykir


Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 6
í Skotlandi þegar hún var fimmtán ára. Eftir skiptinámið lærði hún að meta loftgæði og landslag norðursins og langaði að kynnast Íslandi betur. ,,Ég hafði líka hugsað mér að safna pening áður en ég færi í háskóla, sem varð til þess að ég skráði mig hjá Nínukoti og sótti um að vinna á bóndabæ,“ segir Katharina. Það varð til þess að Katharina fluttist til Íslands árið 1999 og vann á Guðlaugstöðum, í Blöndudal í Austur – Húnavatnssýslu, í eitt ár. Katharina fluttist síðan aftur til Þýskalands eftir dvölina og hóf háskólanám í Freiburg. Katharina stundaði nám við Albert-Ludwigs háskólann og útskrifaðist með meistaragráðu í enskum bókmenntum, málfræði og sagnfræði. Hún bjó í Freiburg í sjö ár en hluti af náminu var meðal annars á Íslandi, þar sem Katharina var skiptinemi við Háskóla Íslands. Hún dvaldi einnig sem skiptinemi við Oxford háskólann í Englandi. Meðan á náminu stóð vann Katharina einnig sem aðstoðarmaður prófessors og blaðamaður hjá Badische Zeitung sem var mjög gagnleg reynsla að hennar sögn. Árið 2007 fluttist hún svo aftur til Íslands og stofnaði fjölskyldu hér, en Katharina Katharina býr ásamt börnum sínum tveim þeim Elísabetu Nótt sem er ellefu ára og Baltasar sem er átta ára á Blönduósi. Katharina ólst upp í smábæ á þýskum mælikvarða, með 30 þúsund íbúa, sem heitir Vaihingen Enz, nálægt Stuttgart. Katharina ferðaðist mikið með foreldrum sínum og bróður sem barn og unglingur og fór fjölskyldan í ævintýraferðir víða um Evrópu, meðal annars til Íslands. Systkinin gengu í Waldorfskóla í heimabæ sínum en þar var lögð áhersla á lista- og tungumálanám, hagnýta þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð. ,,Við hjóluðum eitt sinn um Alpana þar sem við lærðum um náttúru svæðisins, sem var alveg frábært,“ segir Katharina. Fjölskyldan ferðaðist til Íslands árið 1994 og dvaldi hér í þrjár vikur. ,,Dagbókin mín frá þessum tíma sýnir undrun mína á því að hægt væri að búa á þessari köldu, blautu og einangruðu eyju,“ segir Katharina. Ævintýraþrá Katharinu var sterk og fór hún í skiptinám til Aberdeen VIÐTAL Lee Ann Maginnis Katharina Schneider hefur látið að sér kveða í fjölmörgum verkefnum í Austur - Húnavatnssýslu, frá því að hún settist þar að fyrir um tíu árum síðan. Hún hefur starfað við ýmis verkefni tengd uppbyggingu á svæðinu, m.a. verið verkefnastjóri Hafíssetursins, framkvæmdarstjóri Þekkingarsetursins á Blönduósi ásamt því að vera forstöðumaður Héraðsbókasafns A-Hún. Katharina gaf einnig kost á sér í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Blaðamann Feykis lék forvitni á að vita hvað varð til þess að Katharina valdi Austur – Húnavatnssýslu sem sitt framtíðarheimili fyrir sig og börnin. Katharina Schneider. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON Katharina Schneider er með mörg járn í eldinum Ævintýraþráin leiddi hana til Íslands Í ævintýraferð í Hrútey.Æskuheimili Katharinu í Vaihingen. MYNDIR ÚR EINKASAFNI 6 30/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.