Feykir


Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 7
Katharina ásamt börnum sínum. Útsýnið af bókasafninu. söfnin, en þau eru upplýsinga- miðstöðvar fyrir nemendur og kennara. ,,Rannsóknir sýna okkur að góð þjónusta á skólabókasafni getur haft mikill jákvæð áhrif á lestrar- hæfni nemenda og jafnvel velgengi í skóla almennt séð,“ segir Katharina. ,,Á tímum samfélagsmiðla og þegar verið er að mata fólk stanslaust á upplýsingum, bæði réttum og röngum, er gagnrýnin hugsun mjög mikilvæg ásamt því að fólk geti leitað uppruna upplýsinganna,” bætir hún við. Af hverju Austur- Húnavatnssýsla? Blaðamanni Feykis lék forvitni á að vita hvað það væri við svæðið sem gerði það að verkum að hér vildi Katharina búa, en ekki í stórborg í Þýskalandi. ,,Mér líkar það vel að búa á Blönduósi en það er eins og að búa með stórri fjölskyldu. Hér þekkja allir alla, sem er frábært en það getur stundum verið krefjandi að vera í svo miklu návígi við aðra, en ég kýs það frekar en það sem fylgir því að búa í stórborg,“ segir Katharina. Á Blönduósi er allt í göngufjarlægð sem er frábært fyrir börnin og stutt er í allar áttir, t.d. til Reykjavíkur eða á Akureyri. Mikið er um afþreyingu, hvort sem það eru gönguferðir, hestaferðir, golf eða menningartengdir viðburðir. ,,Blönduós er frábærlega staðsettur, sól- setrin eru stórkostleg og ég er alltaf að finna nýja staði til að ganga, t.d. um gamla bæinn, fallegar gönguleiðir eru meðfram strandlengjunni og í Gunnfríðarstaðaskógi,“ segir Katharina. Katharina lét til sín taka í nýliðnum sveitarstjórnarkosn- ingum. ,,Mér finnst ég, sem erlendur einstaklingur sem hefur valið Norðurland vestra til búsetu, hafa fengið frábært tækifæri bæði hvað varðar starf í takt við menntun og gott umhverfi fyrir fjölskylduna. Ég vildi gjarnan leggja mitt af mörkum til að efla samfélagið,“ segir Katharina. Það getur oft verið erfitt að búa úti á landi, það eru ýmiskonar vandamál sem íbúar búa við, t.d. takmarkað námsframboð og erfitt getur verið að fá starf í samræmi við menntun. ,,Ég vil að fólk geti valið Austur- Húnavatnssýslu til búsetu og lifað góðu lífi,“ segir Katharina að lokum. kynntist barnsföður sínum á Guðlaugsstöðum árið 1999. Hefur alltaf haft á huga á söfnum Árið 2008 var staða forstöðu- manns Hafíssetursins á Blönduósi auglýst yfir sumar- tíma. ,,Ég hef alltaf haft áhuga á söfnum og sérstaklega sögu- legum sýningum svo ég ákvað að sækja um og fékk stöðuna,“ segir Katharina. Hún vann á Hafíssetrinu í fjögur ár. ,,Þetta voru lærdómsrík og skemmtileg sumur, en á þessum tíma lærði ég margt um menningartengda ferðaþjónustu og ferðamenn sem koma á svæðið,“ bætir hún við. Katharina starfaði sem framkvæmdastjóri Þekkingar- setursins á Blönduósi til 1. maí á þessu ári. Í dag starfar hún sem verkefnastjóri við setrið og hefur m.a. umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum, námsveri og fjarprófum háskólanema í Kvennaskólanum. Markmið Þekkingarsetursins er m.a. að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróunarverkefni á sviði textíls á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna og fræðastarfs. ,,Mikil vinna hefur verið unnin í Þekkingarsetrinu síðustu árin til að styrkja grunnstoðirnar og það eru spennandi tímar framundan með nýjum forstöðumanni og aukinni áherslu á textíl og listamiðstöðina,“ segir Katharina. Annað af tveimur aðalstörf- um Katharinu er að veita Héraðsbókasafni Austur– Húnavatnssýslu forstöðu. Hlutverk forstöðumanns er fyrst fremst umsjón með daglegum rekstri safnsins, innkaup og frágangur bóka og öðru safnefni, að afgreiða safngesti, grisja (tiltekt), skipu- leggja og auglýsa viðburði, sækja námskeið, t.d. á vegum Landskerfis bókasafna, mæta á ráðstefnur og fundi fyrir hönd safnsins og margt fleira. Skrifstofa Blönduósbæjar sér um bókhaldið, en Katharina samþykkir reikninga og vinnur fjárhagsáætlun í samstarfi við stjórn safnsins og aðalbókara Blönduósbæjar. Bókasafn nútímans Katharina hefur unnið að því síðustu ár að gera bóka- safnið aðgengilegra fyrir alla en hún hefur haldið úti metnaðarfullri dagskrá fyrir börn á sumrin og hefur nú í sumar verið með kynningar á öðrum bókasöfnum á Facebooksíðu bókasafnsins. Þegar gengið er inn á safnið má sjá góða lesaðstöðu fyrir gesti og líklegast eitt af flottustu barnahornum á bókasöfnum landsins. ,,Bókasöfn eru gjarnan álitin dálítið úreltar stofnanir, þar sem bókasafnsvörðurinn er að passa bækur sem sitja í rykugum hillum meðan hann bíður eftir lánþegum, sem hafa ekki náð að tileinka sér netið, snjallsíma, og samfélagsmiðla. Þetta viðhorf gagnvart bóka- söfnum er mjög algengt, og ekki bara á Íslandi,“ segir Katharina. Bókasöfn nútímans hafa þróast úr „safni bóka” í öflug menntunar- og menningar- setur. Bókasöfnin eru farin að ráða til sín starfsfólk með fjölbreytta menntun t.d. í upplýsinga- og tölvufræðum, leiklist og menningarstjórnun. Einnig eru söfnin farin að veita víðtækari þjónustu svo sem rafræn útlán, tungumálaaðstoð fyrir innflytjendur og margs- konar gagnvirka þjónustu. „Á mörgum söfnum, t.d. Borgarbókasafninu í Reykjavík og í Norræna húsinu er hægt að leigja út listaverk og sækja alls konar viðburði og námskeið, eins og ritsmiðjur og forritunarnámskeið fyrir börn,“ segir Katharina. Baltasar í heyskap á Guðlaugsstöðum. Elísabet Nótt með sölubás á Húnavöku í sumar. ,,Í félagsfræði er mikið talað um mikilvægi þriðja staðarins. Það er hugtak sem lýsir samkomustað sem er ekki heimili eða vinnustaður og er hlutlaus, aðgengilegur og aðlaðandi,“ segir hún. Þannig eiga bókasöfn líka að vera. Það kostar ekkert að vera á bókasöfnum og allir eiga að geta komið á eigin forsendum og átt frumkvæði að því að lesa, spjalla, spila eða leika. ,,Það eru mikil verðmæti falin í því að hafa slíka staði, ekki síst í smábæ eins og Blönduósi,“ segir Katharina. Til dæmis þar sem lítið er um staði sem íbúar bæjarins geta sótt án þess að hafa ákveðinn tilgang. ,,Einnig getur þetta verið gott fyrir staði þar sem saumaklúbbsmenning getur verið ríkjandi og sú útilokun sem henni fylgir,“ bætir Katharina við. Í gildandi íslenskum lögum um bókasöfn eru bókasöfn skilgreind sem þjónustu- stofnanir sem starfa í þágu almennings og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Sameiginlegt markmið bókasafna er að veita aðgang að fjölbreyttu efni og upplýsingum á mismunandi formi og efla m.a. menningar- og vísindastarfsemi, menntun, ánægjulestur og upplýsingalæsi. Á bókasafni á að vera hægt að leita sér aðstoðar, ekki bara ráð varðandi lestur og bækur, en einnig varðandi tækjanotkun (lesbretti, hljóðbækur og þess háttar) og heimildaöflun fyrir t.d. skólaverkefni. ,,Svo er það auðvitað þjónusta sem fólk fær sem skiptir máli,“ segir Katharina. Svo eru það skólabóka- 30/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.