Feykir


Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 15.08.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 30 TBL 15. ágúst 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Vel heppnað Króksmót Ungir fótboltamenn sýndu snilli sína á Sauðárkróki um helgina Fimm fengu styrk úr Húnasjóði Húnaþing vestra Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 31. júlí sl. var tekin fyrir úthlutun úr Húnasjóði. Alls bárust sjö umsóknir um styrk úr sjóðnum að þessu sinni og uppfylltu fimm þeirra skilyrði til úthlutunar. Hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir stofnuðu sjóðinn í þeim tilgangi að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Sjóðurinn hefur það hlutverk að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni, hver um sig kr. 100 þúsund, eru eftirtaldir: Albert Jóhannsson, nám til Bs í viðskiptafræði. Guðrún Lára Magnúsdóttir, nám til diploma í jákvæðri sálfræði. Ingunn Elsa Rafnsdóttir, félagsliðanám. Jóhannes Geir Gunnarsson, nám í búfræði. Unnur Jóhannsdóttir, nám til Bs í búvísindum. /FE Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskírt meðan boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur. Það voru um 120 lið sem tóku þátt að þessu sinni frá 20 félögum og voru Akureyringar duglegir að senda krakka á mótið en 19 lið komu frá KA og 14 lið frá Þór. Annars voru liðin víðsvegar að af landinu; höfuðborgarsvæðinu, Austfjörðum, Vestfjörðum... ja, eiginlega alls staðar að nema af Suðurlandinu. Þá mættu liðin úr nágrenninu á Króksmótið; Smári Varmahlíð, Neisti Hofsósi, Hvöt Blönduósi og Kormákur frá Hvammstanga. Ekki var annað að sjá en að keppendur væru í góðu stuði. /ÓAB Hvatt til nýsköpunar í sveitum Norðurland vestra Í ágústmánuði munu Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir fundaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, verður aðalfyrirlesari fundanna en á þeim flytur hann erindi sem ber yfirskriftina Leiðin til sigurs. Þar fjallar Guðmundur um árangursríka markmiða- setningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Einnig fjallar hann um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga. Að auki verða fengnir til leiks reynsluboltar í sölu vöru og þjónustu beint frá býli til að miðla af reynslu sinni varðandi þróun og markaðssetningu. Þá verður erindi frá ráðunautum RML varðandi ýmsa sjóði sem hægt er að sækja styrki í og kynnt verður hvernig umsóknarferlið fer fram. Tímasetning fundanna er sem hér segir: 22. ágúst kl. 20:00 - Húnavatnssýslur - Félagsheimilið Víðihlíð. 23. ágúst kl. 13:00 - Strandasýsla - Sauðfjársetrið Ströndum. 24. ágúst kl. 13:00 - Dalasýsla - Félagsheimilið Dalabúð, Búðardal. 28. ágúst kl. 13:00 - Skagafjarðarsýsla - Félagsheimilið Höfðaborg, Hofsósi. Fundirnir verða öllum opnir og eru sem flestir hvattir til að mæta. /FE Ert þú búinn að heilsa upp á Feyki.is? Nú er netmiðillinn okkar ferskari en nokkru sinni og lúkkar fínt í tölvunni, spjaldtölvunni og símanum! Kíktu á... Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.