Feykir


Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 2
 Hvalir hafa mikið verið í fréttum undanfarið af ólíkum ástæðum. T.d. er vaxandi ásókn í hvalaskoðun í Steingrímsfirði á Ströndum en fyrir síðasta sumar hafði aldrei verið látið reyna á hvalaskoðun frá Hólmavík. „Það var bara hrefna hérna áður fyrr og lítið varið í það en mikið af hnúfubak undanfarin ár. Sérstaklega núna seinna árin,“ segir Már Ólafsson, skipstjóri í frétt á RÚV. Greint er frá því að oftast sé hægt að sjá hnúfubak en stundum einnig hrefnu, höfrunga, grindhval og andarnefjur. Fyrir stuttu var heilmikil frétt um það að hátt í eitt hundrað grindhvalir hefðu synt inn í Kolgrafarfjörð og urðu innlyksa þar. Þeim var bjargað frá, ja, hugsanlegu strandi og þá líklega dauða. Engum datt í hug að ná sér í soðið enda myndi það líta illa út í fréttunum. Hugsaði með mér að líklega hefði enginn Færeyingur látið slíka veislu fram hjá sér fara enda grindhvalakjöt talið með betri mat í þeirri sveit. Ég minnist gamallar fréttar þegar grindhvalir syntu að landi á Sauðárkróki fyrir áratugum síðan og menn hentust á báta og trillur og ráku torfuna upp í fjöru neðan sláturhúss KS á Eyri þar sem mannskapur beið með sveðjur og ljái og slátruðu skepnunum. Veisla var hjá innfæddum þann veturinn. RÚV segir frá því að óvenjumikið hafi verið af andarnefjum inni á fjörðum fyrir norðan og austan í sumar og engin viðhlítandi skýring fengist á því þar sem þær séu ekki í ætisleit enda djúpsjávarhvalir. Ekki er langt síðan tvær andanefjur strönduðu við Engey suður við sundin blá. Margir brugðust við og reyndu að hjálpa dýrunum við að halda lífi meðan fjaraði undan þeim þangað til hægt væri að reyna að koma þeim á flot aftur þegar flæddi að á ný. Annað dýrið hafði það af en hitt „lést“ af sárum sínum, eins og einhver sagði. Aðrir tala um að það hafi drepist. Sorgarstund i fjörunni fyrir þá sem reyndu að bjarga dýrinu. Nú í vikunni segir svo frá því að sá hryllilegi atburður hafi átt sér stað í Hvalfirði að dregin hafi verið „þunguð“ hvalkýr á land. Kom það í ljós er skepnan var skorin inn að beini og fóstrið lak út. Lýsingin af atvikinu er dramatísk enda sögð af forsprakka þýskra samtaka Hard to Port, sem hafa það að markmiði að stöðva hvalaveiðar við Ísland. Hvalasérfræðingur sem talað var við á Vísi.is segir algengt að kelfdar kýr séu veiddar. Enda hvernig má annað vera. Ýmsir hafa haldið því fram að hvalir sem Íslendingar veiða séu í útrýmingarhættu. Það er af og frá. Einungis eru það tvær tegundir sem veiddar eru skv. veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þ.e. hrefna og langreyður og hvorug í útrýmingarhættu og veiðarnar eru sjálfbærar. Alls má veiða á þessu ári 262 hrefnur og 238 langreyðar en samkvæmt tölum Fiskistofu hafa 6 hrefnur veiðst og 86 langreyðar fram að síðasta mánudegi. Tvö undanfarin ár var engin langreyður veidd en 17 hrefnur í fyrra og 46 árið áður. Ekki telst það ofveiði en sumum þykir nóg um og vilja fara að kröfum dýraverndunarsinna og hætta þeim alveg enda óþægilegt að eiga í rökræðum á Facebook við fólk sem er jafnvel búið að persónugera hvalina. Ég er á því að friða eigi áfram þær tegundir sem þola ekki veiðar en á meðan markaður er fyrir kjöt af hrefnu og langreyði og einhver hefur hag af því að veiða og verka kjöt af þessum skepnum á það að vera leyfilegt svo framarlega að farið sé eftir lögum og reglum. Svo vantar mig hrefnukjöt á grillið. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Af hvalveiðum og hvalbjörgunum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í vikunni sem leið lönduðu 40 bátar á Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra rúm 205 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu 16 skip og bátar rúmum 535 tonnum, fjórir bátar lönduðu tæpum sex tonnum á Hofsósi og á Hvammstanga lagði einn bátur upp rúm níu tonn. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 755.691 kíló. /FE Aflatölur 12. – 18. ágúst 2018 Margir á sjó í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 1.311 Skáley SK 32 Handfæri 2.766 Skotta SK 138 Handfæri 226 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 1.594 Alls á Hofsósi 5.897 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 9.123 Alls á Hvammstanga 9.123 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 375 Arndís HU 42 Handfæri 281 Auður HU 94 Handfæri 2.822 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 599 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.335 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.347 Blær HU 77 Landbeitt lína 916 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.542 Bragi Magg HU 70 Handfæri 2.325 Daðey GK 777 Lína 28.612 Dísa HU 91 Handfæri 1.352 Dóra ST 225 Handfæri 4.743 Dúddi Gísla GK 48 Lína 15.359 Elín ÞH 82 Handfæri 2.769 Fengsæll HU 556 Handfæri 2.068 Geiri HU 69 Handfæri 1.891 Greifinn SK 19 Handfæri 1.382 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 12.459 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.290 Gyðjan HU 44 Handfæri 1.658 Hafdís HU 85 Handfæri 2.409 Hafrún HU 12 Dragnót 15.237 Hanna SH 28 Handfæri 4.636 Húni HU 62 Handfæri 1.601 Jenný HU 40 Handfæri 1.822 Kambur HU 24 Handfæri 1.581 Katrín GK 266 Landbeitt lína 14.028 Kári SH 78 Handfæri 4.310 Kópur HU 118 Handfæri 832 Loftur HU 717 Handfæri 2.588 Lukka EA 777 Handfæri 1.636 Magnús HU 23 Handfæri 2.706 Már HU 545 Handfæri 239 Sandvík GK 73 Handfæri 1.761 Smári HU 7 Handfæri 1.603 Steinunn SF 10 Botnvarpa 47.701 Svalur HU 124 Handfæri 2.280 Sæunn HU 30 Handfæri 1.763 Vinur SH 34 Handfæri 6.701 Víðir EA 423 Handfæri 1.625 Alls á Skagaströnd 205.184 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 17.212 Drangey SK 2 Botnvarpa 137.739 Fannar SK 11 Handfæri 2.217 Gjávík SK 20 Handfæri 1.415 Hafborg EA 152 Dragnót 43.156 Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 2.530 Kristín GK 457 Lína 57.169 Maró SK 33 Handfæri 2.382 Málmey SK 1 Botnvarpa 146.919 Már SK 90 Handfæri 2.099 Onni HU 36 Dragnót 40.281 Óskar SK 13 Landbeitt lína 413 Sighvatur GK 357 Lína 43.780 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 35.445 Vinur SK 22 Handfæri 2.206 Ösp SK 135 Handfæri 524 Alls á Sauðárkróki 535.487 2 31/2018 www.feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.