Feykir


Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 3
Sauðárkrókur Borgin gerir borð fyrir borgina Í byrjun síðustu viku samdi Reykjavíkurborg við Trésmiðjuna Borg ehf. á Sauðárkróki um að smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins við Reykjavíkurtjörn. Eins og kunnugt er sérhæfir Borg sig í smíði vandaðra innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki og trésmiðjan sá einmitt um smíði borðsins sem borgar- stjórnarfulltrúar hafa hingað til setið við. Borgarstjórnarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu sveitar- stjórnarkosningum og þarf því að bæta við borði í salinn í ráðhúsinu en innréttingar þar hafa verið óbreyttar frá því að Ráðhúsið var tekið í notkun árið 1992. Fram kemur í Morgunblaðinu að smíði og uppsetning borðsins var boðin út og bárust tvö tilboð. HBH byggir ehf. í Reykjavík bauð 45,5 milljónir, 165% yfir kostnaðar- áætlun sem var 27,5 milljónir. Trésmiðjan Borg ehf. bauð 17,7 milljónir en um var að ræða frávikstilboð. /ÓAB Blönduós Valdimar tekinn til starfa Valdimar O. Hermannsson tók við starfi sveitarstjóra Blönduósbæjar af Valgarði Hilmarssyni á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag í síðustu viku en Valgarður hefur gegnt starfinu frá því Arnar Þór Sævarsson lét af störfum þann 1. apríl sl. Valgarði voru færðar þakkir fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið á liðinum árum en hann hefur setið í sveitarstjórnum í héraðinu í kringum 40 ár. Valdimar mætti svo til starfa á skrifstofu Blönduósbæjar í gær og varði hann fyrsta deginum í að heimsækja stofnanir og fyrirtæki á svæðinu að því er segir á vef Blönduósbæjar. Hinn nýi sveitarstjóri er markaðsfræðingur að mennt en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám, m.a. í viðskipta- fræðum, stjórnun, markmiða- setningu og leiðtogaþjálfun bæði hérlendis sem og í Evrópu, Japan og USA. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefna- stjóri, nú síðast fyrir Atvinnu- þróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga. /FE Valdimar O. Hermannsson tekur við lyklavöldum af Valgarði Hilmarssyni. MYND: BLONDUOS.IS www.hsn.is Landsnet óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á undirstöðum vegna stækkunar á tengivirkinu við Laxárvatn og nýju tengivirki við Hnjúka í Blönduósbæ í samræmi við útboðsgögn LAV-01 Verkið felur í sér jarðvinnu, smíði og uppsetningu á forsteyptum undirstöðum, staðsteypu á spennaþró, lagningu jarðskauta og lagnaleiða. Helstu verkliðir eru: Jarðvinna 1250 m3 Forsteyptar undirstöður 16 stk Spennaþró 55 m3 Jarðskaut 300 m Lagnaleiðir 75 m Verkinu skal að fullu lokið 20. desember 2018. Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum LAV-01 sem verða aðgengileg í útboðskerfi Landsnets frá og með 18.08.2018, sjá nánar á www.utbodsvefur.is Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfi Landsnets fyrir kl. 14:00, 13.09.2018. Tilboð verða opnuð kl. 14:00 GMT, 13.09.2018 að Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚTBOÐ LAV-01: TENGIVIRKI LAXÁRVATNI OG HNJÚKUM, JARÐVINNA OG UNDIRSTÖÐUR Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Lögreglan á Norðurlandi vestra Enn leitað að erlendum ferðamanni Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk í fyrradag tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingsstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Frá þessu segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Var allt útkallslið lögreglu sent á staðinn en í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar. Eins og áður hefur komið fram hefur lögreglan fengið nokkrar tilkynningar undanfarna daga um að maður hafi bankað upp á og sagst vera í leit að gistingu og í nokkrum tilfellum hefur vikomandi farið óboðinn inn á heimili fólks. Sambærilegar tilkynningar hafa borist lögreglu á Suðurlandi og Austurlandi. Því vill lögreglan beina því til íbúa svæðisins að fylgjast með sínu nærumhverfi og tilkynna til lögreglu í síma 112 ef vart verður við eitthvað óeðlilegt. Einnig vill lögregla beina þeim tilmælum til fólks að æskilegt sé að læsa húsum þegar þau eru yfirgefin. /FE Norðurland Norðurlands Jakinn um helgina Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins, er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi um komandi helgi. Norðurlands Jakinn er keppni í anda Vestfjarðarvíkingsins þar sem keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar í landsfjórðungnum. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt verður á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og við Mývatn. /FE Dagskrá keppninnar er sem hér segir: Fimmtudagur 23. ágúst. Kl. 13:00 Blönduós. Drumbalyfta - á bæjartorginu við Félagsheimilið. Kl. 17:00 Skagaströnd. Kast yfir vegg - í Grundarhólum við Spákonuhof. Föstudagur 24. ágúst. Kl. 12:00 Sauðárkrókur. Réttstöðulyfta - við Safnahús Skagfirðinga. Kl. 17:00 Ólafsfjörður. Víkingapressa og mylluganga - við Tjarnarborg. Laugardagur 25. ágúst. Kl. 12:00 Mývatn. Framhald og réttstöðuhald - við Dimmuborgir. 31/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.