Feykir


Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 6
þessu. Ég hef farið á nokkur námskeið og hef eiginlega bara lært mest af mistökunum, það hefur nú bara verið þannig,“ segir Gréta hlæjandi. „Mér hefur alltaf gengið vel að selja vöruna þannig að það hefur verið drjúgur þáttur í því að ég hef haldið áfram,“ bætir hún við en vörur hennar ættu margir að kannast við enda hafa þær verið til sölu í þekktum ferðamannaverslunum eins og Bláa lóninu, Rammagerðinni, Islandia og einnig á Akureyri og í Bardúsa á Hvammstanga. Aðspurð segir Gréta að til séu margar tegundir af leir en hún noti aðallega þrjár þeirra. „Maður hefur svona í gegnum tíðina fundið út hvað hentar manni og hvað passar þeim glerungi sem maður er hrifinn af, það fer náttúrulega eftir hverjum og einum og er smekksatriði. Nánast allt sem ég geri er handmótað. Ég hef notað kökukeflið mjög mikið en ég renni ekki og er til þess að gera nýlega farin að nota gipsmót. Þá er ég að gera t.d. bolla og skálar og svo hef ég í nokkur ár gert selshausa sem ég steypi í svona gipsmót. Þetta eru bæði mót sem ég kaupi tilbúin, eins og fyrir bollana, og skapa sjálf eins og selshausinn. Hann er ég að selja í Rammagerðina og hann er vinsæll þar. En það sem ég hef gert mest af og það eru meira en 20 ár síðan ég byrjaði á þeim eru Afrópíurnar og kindurnar mínar, þær hafa gengið í öll þessi ár þannig að oft á tíðum hef ég bara verið í fjöldaframleiðslu á þessu.“ Vinnsluferlið á leirmun- unum er vandasamt og krefst nákvæmni. Þegar búið er að móta hlutinn úr leirnum þarf hann að þorna og getur það tekið tvo til þrjá daga áður en hægt er að fara að brenna hann. Eins þarf að búa til vöru í heilan ofn áður en kveikt er á honum þannig að ferlið getur tekið þó nokkurn tíma frá því að hafist er handa þar til brennslan hefst. Vinna sem krefst þolinmæði „Þegar maður er búinn að þurrka hlutinn þarf maður að hrábrenna hann. Þá getur maður farið að setja á hann glerung. Þegar það er búið brennir maður hann aftur, annað hvort rakubrennir eða hábrennir í rafmagnsofninum. Stundum setur maður gull en það hefur minnkað mikið hjá mér. Það er þriðja brennslan. Svo skiptir hitastigið í ofninum rosalega miklu máli. Það er svo margt sem maður finnur út, Á Litla-Ósi býr leirlistakonan Gréta Jósefsdóttir ásamt manni sínum, Gunnari Þorvaldssyni. Þar standa tvö sérlega falleg hús og tók Gréta á móti blaðamanni í öðru þeirra en í því hefur hún vinnustofu ásamt galleríi þar sem hún býður vöru sína til sölu. Gréta er fædd og uppalin á Hvoli í Vestur-Hópi, hinum megin við Vatnsnesfjallið, dóttir hjónanna Jósefs Magússonar og Maríu Hjaltadóttur og á hún ekki langt að sækja listræna hæfileika því móðir hennar var afar listhneigð. Gréta segist alla tíð hafa búið í Húnaþingi, þau hjónin bjuggu á Hvammstanga í meira en 20 ár en árið 2001 keyptu þau Litla-Ós og byggðu þar upp en þaðan er Gunnar, maður Grétu. Þar byggðu þau húsin tvö, annað sem vinnustofu fyrir Grétu sem segist alltaf hafa verið ákveðin í að hafa þar lítið gallerí líka. „Já, og hér er ég og búin að vera í tæp 17 ár. Ég opnaði þetta gallerí í desember 2001,“ segir Gréta. Á Hvammstanga starfaði Gréta á Heilbrigðisstofnuninni þar sem hún er enn í 30% starfi sem læknaritari, „svona til þess að fara eitthvað af bæ,“ segir hún, þó leirlistin sé nánast fullt starf hjá henni. Aðspurð segist hún hafa starfað sem leirlistakona í liðlega 25 ár. „Ég man að ég fór á Hrafnagilshátíð og það var í annað sinn sem hún var haldin. Ég fór þá og gerði það í nokkur ár.“ Hefur alltaf gengið vel að selja vöruna Aðspurð að því hvernig og hvenær áhuginn á leirnum hafi kviknað segir Gréta að það hafi verið á leirnámskeiði sem Gallerí Bardúsa á Hvammstanga stóð fyrir. Kennari á því var Anna Sigríður Hróðmarsdóttir sem þá bjó í Varmahlíð og rak Gallerí Ash. „Ég er ekki langskólagengin í VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Þegar vegurinn út að Hvammstanga er ekinn mjá sjá, rétt utan við vegamótin, skilti sem á stendur Leirhús Grétu og vísar það niður að bænum Litla-Ósi. Þangað hefur blaðamaður lengi ætlað að leggja leið sína en það var fyrst nú á dögunum sem hann lét verða af því að renna við og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Gréta Jósefsdóttir, leirlistakona, í galleríinu sínu. MYNDIR: FE Gréta Jósefsdóttir, leirlistakona Hef eiginlega bara lært mest af mistökunum Leirhús Grétu. – Galleríið og vinnustofan. 6 31/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.