Feykir


Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 31 TBL 22. ágúst 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Friðheimar skal húsið heita Blessun húss í Sauðárkrókskirkjugarði Síðastliðinn sunnudag var aðstöðuhúsið í kirkjugarð- inum á Sauðárkróki blessað, gefið nafn og tekið formlega í notkun með stuttri athöfn. Að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests, mættu tæplega 40 manns í athöfnina og áttu saman góða stund í góðu veðri. Pétur Pétursson, sóknarnefndarmaður, sagði frá bygg- ingasögu hússins áður en sr. Sigríður flutti bæn og blessaði það. Var húsinu gefið nafnið Friðheimar og mun það gegna hlutverki aðstöðuhúss fyrir starfsfólk kirkjugarðs- ins sem og snyrtinga fyrir gesti garðsins. Kirkjukórinn söng tvo sálma við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista sem að þessu sinni lék á dragspil. Fram kom að Brynjar Pálsson, fv. formaður sóknarmaður hafi gefið efni í sólpall sem risinn er sunnan við húsið. Að athöfn lokinni voru kaffi og kleinur í boði sóknarnefndar. Meðfylgjandi myndir tók Hörður Ingimarsson./ PF Góður árangur í Bikarkeppni FRÍ Frjálsíþróttir Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram síðastliðinn sunnudag í Kaplakrika, Hafnarfirði og sendi UMSS stelpulið þangað þetta árið. Á Facebooksíðu frjálsíþróttadeildar Tindastóls segir að stelpurnar hafi staðið sig frábærlega og nældu sér í 54 stig og lentu í fimmta sæti af kvennaliðunum. Andrea Maya sigraði í kúluvarpi og lenti í sjöunda sæti í hástökki, Birta Sylvía lenti í sjöunda sæti í 400 m hlaupi, Inga Sólveig lenti í áttunda sæti í 80m grind og áttunda sæti í 1500 m hlaupi, Marín Lind lenti í þriðja sæti í langstökki og níunda sæti í 100m hlaupi og Stefanía sigraði í kringlukasti og lenti í öðru sæti í spjótkasti. Þær Inga Sólveig og Marín Lind gerðu gott betur en taka þátt í bikarkeppninni því þær hlupu báðar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu daginn áður. /PF Smávirkjanir á NORÐURLANDI VESTRA Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið? Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norður- landi vestra. Úttektin nær til yfir 80 staða í landshlutanum. Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður fram haldið á árunum 2018 og 2019. Kynning á verkefninu verður í fundarsal Verkalýðs- félagsins Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, fimmtudaginn 30. ágúst, kl. 14:00-16:00. Dagskrá: 1. Kynning á skýrslu um frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra – Bjarki Þórarinsson, Mannviti. 2. Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar – Erla Björk Þorgeirsdóttir, Orkustofnun. 3. Reynslusaga – Vignir Sveinsson, Höfnum. 4. Hleðsla í hlaði – Tjörvi Bjarnason, Bændasamtökum Íslands. 5. Styrkir til rannsókna á mögulegum smávirkjunum – Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. 6. Fyrirspurnir og umræður. Allir hjartanlega velkomnir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Lyfjaendurnýjun Athugið að frá og með 3. september breytum við tímanum fyrir lyfjaendurnýjun í 8:30–9:30 alla virka daga í síma 455 4020. Einnig mælum við eindregið með að fólk endurnýi lyf sín í gegnum https:/www.heilsuvera.is Vinsamlegast kynntu þér málið á heimasíðu okkar hsn.is/saudarkrokur www.hsn.is Mynd: Marín Lind, Birta Sylvía, Inga Sólveig, Andrea Maya og Stefanía. MYND AF FB.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.