Feykir


Feykir - 29.08.2018, Qupperneq 1

Feykir - 29.08.2018, Qupperneq 1
32 TBL 29. ágúst 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 4 Unnur Valborg Hilmarsdóttir heldur um áskorendapennann Það sem JFK kenndi mér BLS. 10 Sigfús Ingi Sigfússon nýr sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar í opnuviðtali Feykis Framtíðin er björt Sigríður Bjarney Aadnegard svarar Bók-haldinu Les Alla Nalla og tunglið fyrir barna- börnin á Skype Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Undanfarna daga hafa staðið yfir framkvæmdir við skíðasvæðið í Tindastól þar sem búið er að reisa tíu möstur við nýja lyftu ásamt drifhúsi. Með tilkomu lyftunnar mun aðstaðan gjörbreytast og til verða lengstu skíðabrekkur á landinu. Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri skíða- deildar Tindastóls og staðarhaldari, segir að lyftan verði um 1 km að lengd og með tilkomu hennar opnist möguleiki á mörgum og fjölbreyttum skíðaleiðum sem henta munu byrjendum sem lengra komnum. Framkvæmdir hafa gengið vel og segir Viggó að búið sé að gefa það út að skíðasvæðið verði opnað þann 1. desember næstkomandi. Viggó segir að grófvinnan sé búin og fínvinnan tekin við. „Hálfnað verk þá hafið er. Nú eigum við eftir að stilla og tengja, ganga frá og setja niður kapla og fleira. Drifstöðin er komin á sinn stað en það á eftir að setja gír og hjólið á. Nú förum við bara í það að gera klárt fyrir veturinn,“ segir Viggó ákveðinn og ekki laust við að kominn sé spenningur í kappann. Á fundi stjórnar SSNV í síðustu viku samþykkti hún stuðning við verkefnið fyrir sitt leyti upp á kr. 10 millj. með fyrirvara um samþykki haustþings en kostnaðaráætlun við uppsetningu lyftunnar hljóðar upp á kr. 11.855.463.-. „Þetta er mikil viðurkenning á starfi deildarinnar að fá svona styrk og erum við þakklát fyrir. Það má líka koma fram að mikil sjálfboðaliðsvinna hefur farið fram við verkið t.d. voru allar undir- stöðurnar settar upp í sjálfboðavinnu,“ segir Viggó og bætir við að uppbygging svæðisins hafi alltaf notið góðs af sjálfboðaliðum. Verktakar við uppsetn- ingu mastranna voru Þ. Hansen og Friðrik Jónsson ehf. /PF Lengstu skíðabrekkur landsins í Tindastól Stefnir í enn glæsilegra skíðasvæði Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Enn eitt mastrið á leið upp.t mastrið á leið upp. Séð upp skíðabrekkur í Stólnum, nær er gamla lyftan en efst sést í þá nýju. MYNDIR: GUNNAR BJÖRN RÖGNVALDSSON

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.