Feykir


Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Meistaramót Íslands 15-22 ára Andrea og Þóranna með Íslandsmeistaratitla Á heimasíðu Frjálsíþrótta- sambands Íslands segir að veðrið hafi leikið við keppendur og áhorfendur á fyrri keppnis- degi og aðstæður til bætinga voru góðar og margir sem nýttu sér það. Tíu mótsmet féllu og fjölmargir bættu sín persónu- legu met. Ekki voru aðstæður síðri seinni daginn enda héldu keppendur áfram að bæta sig og mótsmet héldu áfram að falla líkt og fyrri daginn. Keppendur UMSS stóðu sig vel og náðust tveir Íslandsmeistaratitlar. Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna 15 ára en hún kastaði kúlunni 11,16 metra. Andrea tók þátt í fleiri kastgreinum; sleggjukasti og krækti í 3. sætið er hún varpaði sleggjunni 22,93 metra, kringlu- kasti með kast upp á 27,42 metra sem er persónuleg bæting og 4. sætið að launum, og spjótkasti en þar lenti hún í 5. sæti með kast upp á 29,17. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki í flokki 20-22 ára er hún sveif yfir 1,68. Hún tók einnig þátt í þrístökki og kringlukasti og landaði 3. sætinu í báðum greinum. Stökk hún 10,52 metra og kastaði kringlunni 25,7 metra. Kristinn Freyr Briem náði 2. sætinu í 200 m hlaupi pilta 18-19 ára á tímanum 23,99 sek. Í 100 metrunum tók hann 3. sætið á 11,71 sek. Sveinbjörn Óli Svavarsson bætti sinn persónulega árangur í 100 metra hlaupi 20-22 ára er hann brunaði í mark á 11,25 sekúndum og sama varð uppi á teningnum í 200 metra hlaupinu. þar bætti hann einnig sinn persónulega árangur er hann hljóp á 23,01 sekúndum, sama tíma og Sindri Magnússon úr Breiðabliki og skiptu þeir 3. og 4. sætinu á milli sín. Stefanía Hermannsdóttir gerði vel er hún krækti í 2. sætið í spjótkasti 15-16 ára stúlkna er hún kastaði 31,79 metra og annað sætið var einnig hennar í kringlukasti er hún kastaði 31,33 metra sem er persónulegt met. Þá endaði hún í 5. sæti í kúluvarpi með kast upp á 9 metra. Aníta Ýr Atladóttir bætti sinn persónulega árangur í spjótkasti 16-17 stúlkna og fékk 3. sætið að launum er hún kastaði 34,60 metra. Þá náði hún 4. sæti í kúluvarpi og kringlu með kast upp á 10,59 metra í kúlu og kringlunni þeytti hún 24,88 metra. Rúnar Ingi Stefánsson tók 3. sætið í kúluvarpi pilta 18-19 ára með 12,41 metra löngu kasti og var það persónuleg bæting. Einnig bætti hann árangur sinn í spjótkasti er hann kastaði 42,65 metra. Þá endaði Hákon Ingi Helgason í 7. sæti í 100 metra hlaupi pilta 16-17 ára er hann hljóp á 11, 94 sek. Frá USAH mætti Magnús Sólberg Baldursson og stóð sig vel er hann landaði 2. sætinu í 100 metra grindarhlaupi í flokki 15-16 ára. Hljóp hann á 16,76 sekúndum. Í langstökki hafnaði hann í 5. sæti með stökk upp á 5,09 og í 200 metra hlaupi náði hann 6. sæti á 26,93 sekúndum og bætti sinn persónulega árangur. /PF Skotíþróttir Þrír Íslandsmeistaratitlar á einni viku Snjólaug M. Jónsdóttir í Skotfélaginu Markviss hefur gert það gott að undanförnu en á laugardaginn varð hún Íslandsmeistari í Norrænu trappi (Nordisk Trap) í keppni sem háð var á skotíþróttasvæði Skotfélags Akraness. Skor Snjólaugar á mótinu var 102 dúfur sem er það næsthæsta sem náðst hefur hérlendis í kvenna- flokki en Íslandsmetið á hún sjálf frá því í fyrra, 114 dúfur. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Snjólaug hampar á innan við viku en helgina á undan varði hún Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í Skeet og einnig varð hún Íslandsmeistari í flokkakeppni. Um næstu helgi keppir Snjólaug svo á Bikarmóti STÍ í Reykjavík þar sem hún hefur góða möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn frá í fyrra að því er segir á Facebooksíðu Skotfélagsins Markviss. /FE 2. deild kvenna :: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – Tindastóll 0-8 Tvær fernur í sigurleik á Egilsstöðum Lið Tindastóls í 2. deild kvenna skellti sér upp að hlið Augnabliks á toppi deildarinnar með öruggum 0-8 sigri á liði Fjarðabyggðar/ Hattar/Leiknis en leikið var á Vilhjálmsvelli sl. sunnudag. Stelpurnar gerðu fjögur mörk í hvorum hálfleik og í þeim báðum skiptu Murielle og Vigdís mörkunum systurlega á milli sín. Fyrir leikinn hafði Augnablik úr Kópavogi náð efsta sætinu af Stólastúlkunum en þær áttu tvo leiki inni á lið Tindastóls fyrir rétt rúmri viku. Síðan þá höfðu stelpurnar úr Kópavogi spilað þrjá leiki og unnið þá alla naumlega. Þær voru því með 33 stig á toppi deildarinnar en með sigrinum í dag náði Tindastóll að jafna þær að stigum en lið Augnabliks er með betri markatölu. Liðin, sem bæði hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári, mætast síðan á Króknum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í 2. deild um næstu helgi og þá dugar Stólastúlkum ekkert annað en sigur. Það var Murielle Tiernan sem gerði fyrstu tvö mörkin, það fyrsta eftir stundarfjórðung og annað markið á 33. mínútu. Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði tveimur mínútum síðar og bætti við öðru marki sínu á 38. mínútu og staðan 0-4 í hálfleik. Vigdís náði þrennunni á 47. mínútu og síðan fernunni á 58. mínútu og þá var komið að markamaskínunni Mur að jafna afrek Vigdísar með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla, nánar tiltekið á 65. og 68. mínútu. Lokatölur því 0-8 á Egilsstöðum. Leikur Tindastóls og Augna- bliks fer fram næstkomandi sunnudag, 2. september, og hefst kl. 14:00 og þá verða stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna á völlinn og hvetja stelpurnar til sigurs – það er ekkert annað undir í leiknum en fyrsti titill kvennaliðsins! /ÓAB Mur og Vigdís, kampakátar með sigurinn. MYND: HALLDÓR HLÍÐAR KJARTANSSON 4. deild karla : Kormákur/Hvöt – Geisli 2-0 Húnvetningar enduðu með sigurleik Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blöndu- ósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Heimamenn reyndust sterkari aðilinn og lokatölur urðu 3-1. Það var Sigurður Bjarni Aadnegard sem náði forystunni fyrir heimamenn á 14. mínútu og þannig var staðan í hléi. Hilmar Þór Kárason var snöggur að breikka bilið í síðari hálfleik með marki á 46. mínútu en á 53. mínútu klóraði Hreggviður Heiðberg Gunnarsson í bakkann fyrir lið Geisla. Daníel Örn Baldvinsson varð síðan fyrir því óláni að skora í eigið mark og tryggði liði Kormáks/Hvatar því 3-1 sigur. Sigurinn tryggði Húnvetningum þriðja sætið í D-riðli 4. deildar en þeir spiluðu 12 leiki í sumar og fengu úr þeim 19 stig; fimm leikir unnust, þrír töpuðust en strákarnir gerðu fjögur jafntefli sem reyndust dýrkeypt þegar upp var staðið. Það voru lið Kórdrengja (25 stig) og ÍH (23 stig) sem urðu í efstu tveimur sætum riðilsins og þau taka þátt í átta liða úrslitakeppni 4. deildar sem hefst um næstu helgi. Að þessu sinni fara þrjú lið upp í 3. deild þar sem fjölga á um tvö lið í deildinni. /ÓAB Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram um helgina á Laugardals- velli þar sem 204 keppendur frá 17 félögum víðs vegar að af landinu voru skráðir til keppni. Fyrirfram var búist við sterkri og spennandi keppni þar sem á meðal keppenda voru Íslands- meistarar úr fullorðinsflokki og keppendur af EM, HM og NM í flokki unglinga fyrr í sumar. Keppendur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda og átti UMSS tvo Íslandsmeistara. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari í hástökki MYND AF FB-SÍÐU ÞÓRÖNNU Snjólaug hampar verðlaununum í Nordisk Trap. MYND AF FB-SÍÐU MARKVISS 32/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.