Feykir


Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 29.08.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Lag. Feykir spyr... Ertu búin að fara í berjamó í sumar? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Ég hef ekkert farið í berjamó, aðeins skoðað berjasprettuna.“ Gunnar Björn Rögnvaldsson „Ég tíndi slatta upp í mig um daginn í fallegustu sveit landsins, Fljótum, en láðist að telja þau.“ Álfhildur Leifsdóttir „Nei, konan sér um það. Hún er búin að tína tíu, ellefu lítra.“ Eysteinn Steingrímsson „Ég hef því miður ekki komist í berjamó og hef því ekkert tínt. Stefni þó á að tína rifsberin úr runnanum í garðinum í haust, það verður mín tínsla.“ Aldís Hilmarsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Þú finnur aldrei sálarfrið fyrr en þú hlustar á hjarta þitt. – George Michael Su do ku saman við bláberin og hrærið saman. Hellið yfir kremið í glösunum og kælið áður en þetta er borið fram. RÉTTUR 2 Rabarbarapæ ½ kg rabarbari 1½ dl sykur 1 msk kartöflumjöl 2 egg 1 dl sykur 1 dl kókosmjöl 2 msk hveiti 1tsk lyftiduft Aðferð: Hrærið saman rabarbara, sykri og kartöflumjöli í smá stund í hrærivél og setjið í eldfast mót. Þeytið egg og sykur, bætið kókosmjöli, hveiti og lyftidufti við og þeytið stutta stund. Hellið yfir rabarbarann og bakið við 180° C í 30-40 mínútur. RÉTTUR 3 Krydduð bláberjasulta 200 g bláber 1 tsk sítrónusafi ¼ tsk malaður negull ½ tsk kanill 4 msk agavesíróp Aðferð: Hrærið bláberin smástund (nokkrar sekúndur) í matvinnsluvél. Sjóðið berin í litlum potti ásamt sítrónusafanum, kryddinu og agavesírópinu. Látið bullsjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel. Hellið í krukkur. Verði ykkur að góðu! Eitthvað fer misjöfnum sögum af berjasprettu þetta árið en engu að síður er vel við hæfi að birta uppskriftir þar sem berin eru í aðalhlutverki. Þar er úr mörgu að velja enda hægt að nota berin á svo fjölbreytilega vegu. Flestir eiga greiðan aðgang að rabarbara og þó það fari nú að verða síðustu forvöð að ná sér í nothæfan stilk látum við eina uppskrift að rabarbarapæi fljóta með enda einföld og þægileg. Fyrir þá sem þykir rabarbarinn súr einn og sér er um að gera að skipta hluta af honum út fyrir epli eða bláber, nú eða þá bara prófa að skella þessu öllu saman. RÉTTUR 1 Bláberjaostakaka 50 g smjör 8 stk digestive kex 400 g Philadelphia ostur 2 ml (tæplega ½ tsk) vanillusykur 2 msk flórsykur 500 g bláber 2 sítrónur 1½ dl púðursykur Aðferð: Myljið kexið, bræðið smjörið og hrærið því saman. Setjið í botn á fjórum glösum. Hrærið saman ost, vanillusykur og og flórsykur og deilið í glösin. Pressið sítrónurnar og blandið ásamt sykri Ber og rabarbari í aðalhlutverki ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is Rabarbarapæ. MYND AF NETINU Bláberjaostakaka. MYND: KOKAIHOP.SE 32/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Fyrstu sjálfsalarnir sem litu dagsins ljós voru mjög einfaldir að gerð. Menn stungu pening í rifu og sneru sveif til að fá vöruna sem keypt var. Í dag er öldin önnur enda tæknin á fljúgandi ferð inn í framtíðina. Ótrúlegt, en kannski satt, þá látast að meðaltali 13 manns á ári í Bandaríkjunum eftir að hafa orðið undir sjálfsala við að reyna að hrista varning úr þeim. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Handbragð rétt er heiti mitt. Hljóminn nemur eyra þitt. Seggja grand á sverðaþingi. Sögupistill jarðfræðingi. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.